Fara í efni

Framkvæmdir við skólamannvirki í Skagafirði

Málsnúmer 2304014

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 13. fundur - 12.04.2023

Steinn Leó, sviðsstjóri veitu - og framkvæmdasviðs, kynnti helstu framkvæmdir við skólamannvirki í Skagafirði. Miklar framkvæmdir eru á dagskrá, sem snúa bæði að uppbyggingu og endurbótum. Verið er að bjóða út framkvæmdir við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi, sem snúa m.a. að þakskiptum á eldri byggingu, klæðningu á norðurhlið hennar, klæðningu og gluggaskiptum á vesturhlið nýrri byggingar og endurgerð snyrtinga. Fyrirhugað er að ráðast í enn frekari uppbyggingu á Hofsósi með nýju íþróttahúsi og sömuleiðis er verið að þarfagreina innra rými grunnskólans. Einnig hefur verið samþykkt að bjóða út framkvæmdir við Árskóla sem snúa að endurbótum á A-álmu skólans, gluggaskiptum í sömu álmu og klæðningu á vesturhlið. Í Varmahlíð er verið að leggja lokahönd á hönnun skólahúsnæðis og stefnt á að bjóða út fyrsta hluta leikskólaframkvæmdarinnar í sumar.

.



Fræðslunefnd - 22. fundur - 18.01.2024

Jón Örn Berndsen og Ingvar Páll Ingvarsson, starfsmenn framkvæmdasviðs kynntu framkvæmdir við skólamannvirki í Skagafirði.

Á Hofsósi er áhersla lögð á aðgengismál við grunnskólann og Höfðaborg, innan- og utandyra. Búið er að panta lyftu fyrir Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi sem verður sett upp fyrir haustið. Þá er einnig unnið að hönnun á húsnæði skólans til framtíðar með tengingu við íþróttasal. Vinna hefur verið í gangi við klæðningu og mun henni ljúka fyrir haustið samhliða vinnu við lyftu.

Til stendur að bjóða út framkvæmdir í febrúar við nýjan leikskóla Í Varmahlíð. Ef allt gengur vel er stefnt að því að í sumar verði húsið steypt upp og klárað að utan og á árinu 2025 verði húsnæðið klárað að innan.

Í Árskóla þarf að skipta um glugga í A-álmu og hafa þeir verið keyptir en ekki hefur verið samið um verkið við verktaka en tímalínan liggur ekki ljós fyrir á þessum tímapunkti.

Fræðslunefnd - 26. fundur - 17.04.2024

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir stöðu á framkvæmdum við Grunnskólann austan Vatna. Búið er að setja glugga í norðurhlið eldri byggingarinnar og er nú unnið að frágangi. Veggklæðning verður sett á þá hlið í vor. Lyfta fyrir skólann er komin til landsins og á hún að vera tilbúin til notkunar fyrir haustið. Áætluð verklok á lyftustokki eru 2. ágúst. Búið er að teikna nýtt anddyri og panta hurðir í það. Í hönnun er malbikaður stígur við skólahúsnæðið sem tengist sparkvelli og gangstétt við Lindargötu. Hæðarsetning, lagning og lýsing þarf að setja í verðkönnun eða útboð. Byrjað er að vinna frumdrög að íþróttasal og búningsaðstöðu.

Fræðslunefnd - 29. fundur - 08.07.2024

Sviðsstjóri fór yfir stöðuna á helstu framkvæmdum við skólamannvirki í Skagafirði. Uppsláttur við leikskólann í Varmahlíð er að hefjast og gengur verkið samkvæmt áætlun.

Búið er að hreinsa út úr nýju anddyri í grunnskólanum á Hofsósi. Þar verður settur gólfhiti og í kjölfarið nýtt gólfefni. Búið er að teikna raflagnir. Gluggar og hurðir verða líklega ekki komnar fyrr en um miðjan ágúst en öðrum framkvæmdum í anddyri er hægt að ljúka þrátt fyrir það. Vinna við ísetningu hurða tekur ekki langan tíma. Alls þarf að breikka sjö dyraop innandyra og verður farið í það fyrir haustið. Lyftan verður einnig tilbúin fyrir haustið. Framkvæmdir á lóð fóru í verðfyrirspurn og er nú búið að skrifa undir verksamning við Vinnuvélar Símonar sem hafa nú þegar hafið framkvæmdir. Verkið felur í sér jarðvegsskipti, að setja snjóbræðslu frá skóla, yfir lóð og að Lindargötu. Tryggt verður gott aðgengi frá sleppisvæði skólabíla að inngangi. Leiksvæði við vesturvegg skólans er hluti af verkinu og verður þar settur sandkassi og leiktæki og gúmmíhellur þar í kring. Áhersla er lögð á að verkinu verði að mestu leyti lokið fyrir skólabyrjun.

Búið er að ganga frá skólahúsnæði á Hólum og skilar grunnskólinn formlega af sér húsnæðinu þann 31. júlí nk.