Félagsmála- og tómstundanefnd - 15
Málsnúmer 2308021F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 17. fundur - 13.09.2023
Fundargerð 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 31. ágúst 2023 lögð fram til afgreiðslu á 17. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Margeir Friðriksson, staðgengill sveitarstjóra bar upp tillögu þess efnis að Sigurður Bjarni Rafnsson, fulltrúi B-lista verði formaður félagsmála- og tómstundanefndar.
Nefndin samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Frístundastjóri fór yfir fyrirkomulag og dagskrá í Húsi frítímans veturinn 2023-24.
Fulltrúar Vg og óháðra ásamt Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu.
Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að skoða betur möguleika á að frístund fyrir 3.-4. bekk í Árskóla á Sauðárkróki verði starfandi í húsnæði Árskóla.
Hús frítímans þar sem börnum í 3.-4. bekk Árskóla gefst kostur á að sækja er staðsett það langt frá Íþróttasvæði/húsi að börn þurfa að fara yfir margar umferðargötur til að sækja íþróttaæfingar, jafnvel tvisvar á dag.
Ekkert leiksvæði er á lóð Húss frítímans og því útivera aðeins við umferðargötu. Einnig er Hús frítímans þétt setin aðstaða.
Við teljum því að velferð barnanna sé betur höfð að leiðarljósi til iðkunnar á skipulögðum tómstundum ef skólahúsnæði Árskóla yrði nýtt, sem liggur við hlið íþróttasvæðis/húss. Viljum við því að þessi leið sé könnuð til hlítar.
Fulltrúar meirihluta leggja til að tillagan fari til afgreiðslu í fræðslunefnd þar sem að frístund sé starfrækt samkvæmt lögum um grunnskóla. Tillagan meirihluta borin upp og samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Frístundastjóri fór yfir íþróttastarf veturinn 2023-24. Nefndin fagnar blómlegu íþróttastarfi í Skagafirði og því hve mikil ásókn er í íþróttamannvirki sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir haustönn 2023, sem eru eftirfarandi: 28. september, 2. nóvember og 30. nóvember. Fundir hefjast kl 15:00. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Lagðar fram til kynningar 5. fundargerð framkvæmdaráðs frá 3. maí sl. og 6. fundargerð framkvæmdaráðs frá 14. júní sl. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Lagðar fram til kynningar 6. fundargerð fagráðs frá 21. ágúst sl. og 7. fundargerð fagráðs frá 28. ágúst sl. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Lögð fram samantekt tölulegra upplýsinga um þjónustuna fyrir árið 2022 ásamt ársskýrslu. Skýrslan hefur verið lögð fram til kynningar hjá fagráði málefni fatlaðs fólks og verður lögð fyrir á næsta fundi framkvæmdaráðs í málefnum fatlaðs fólks. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni, reglurnar grundvallast á 17.gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og reglugerð nr. 1037/2018 um starfsemi og aðbúnað á skammtímadvalarstöðum. Reglunar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leiti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til afgreiðslu byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 155/2023, "Áform um breytingu á 15. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002". Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sólveigu Sigurðardóttur vegna viðburðar tengdum heilsueflingu kvenna sem haldinn verður á Hofsósi þann 9. september nk. Nefndin getur því miður ekki orðið við erindinu en bendir umsækjanda á möguleika á að sækja í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.