Fara í efni

Skógarreitur ofan Hofsós

Málsnúmer 2311014

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 19. fundur - 09.11.2023

Linda Rut Magnúsdóttir og Fjólmundur Karl Traustason óska eftir að gerast umsjónar- og ábyrgðaraðilar skógræktar fyrir ofan Hofsós.

Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því frumkvæði sem birtist í erindi Lindu Rutar og Fjólmundar Karls. Það er hinsvegar rétt að skoða græn svæði í umsjón sveitarfélagsins með umhverfisstefnu Skagafjarðar í huga og þá sérstaklega aðgerðir nr. 1.1.3. Grænt skipulag Skagafjarðar, 2.3.1. Kortlagning landgæða og landnýtingar og 2.3.2. Aðgerðaáætlun um landnýtingu.
Nefndin felur garðyrkjustjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli, þ.e. framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn áður en nefndin tekur afstöðu til erindisins. Mikilvægt er að tekið verði tillit til áðurnefndrar umhverfisstefnu þegar framtíðarsýn og áætlun fyrir græn svæði eru mótuð.

Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat undir þessum lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 21. fundur - 08.02.2024

Linda Rut Magnúsdóttir og Fjólmundur Karl Traustason óska eftir að gerast umsjónar- og ábyrgðaraðilar skógræktar fyrir ofan Hofsós. Þau hafa lagt fram framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn og óska eftir afstöðu nefndarinnar til málsins.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. nóvember 2023 fól nefndin garðyrkjustjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli, þ.e. framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn áður en nefndin tæki afstöðu til erindisins. Nefndin áréttaði þá að mikilvægt væri að tekið yrði tillit til umhverfisstefnu sveitarfélagsins þegar framtíðarsýn og áætlun fyrir græn svæði væru mótuð. Nú liggur fyrir framtiðarsýn og umhirðuáætlun frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli.

Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu byggðarráðs sem fer með stjórn eignasjóðs og gerir samninga um afnot af landi sem þessu. Jafnframt beinir nefndin því til Landbúnaðarnefndar að skoða viðhald girðinga umhverfis skógarreitinn með framkvæmdir komandi sumars í huga. Einnig beinir nefndin því til garðyrkjustjóra að kanna hvort hægt sé að leggja umhirðu skógarins lið.

Landbúnaðarnefnd - 15. fundur - 15.02.2024

Vísað frá 21. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar, þannig bókað:
Linda Rut Magnúsdóttir og Fjólmundur Karl Traustason óska eftir að gerast umsjónar- og ábyrgðaraðilar skógræktar fyrir ofan Hofsós. Þau hafa lagt fram framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn og óska eftir afstöðu nefndarinnar til málsins.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. nóvember 2023 fól nefndin garðyrkjustjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli, þ.e. framtíðarsýn og umhirðuáætlun fyrir skógarreitinn áður en nefndin tæki afstöðu til erindisins. Nefndin áréttaði þá að mikilvægt væri að tekið yrði tillit til umhverfisstefnu sveitarfélagsins þegar framtíðarsýn og áætlun fyrir græn svæði væru mótuð. Nú liggur fyrir framtiðarsýn og umhirðuáætlun frá Lindu Rut og Fjólmundi Karli.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu byggðarráðs sem fer með stjórn eignasjóðs og gerir samninga um afnot af landi sem þessu. Jafnframt beinir nefndin því til Landbúnaðarnefndar að skoða viðhald girðinga umhverfis skógarreitinn með framkvæmdir komandi sumars í huga. Einnig beinir nefndin því til garðyrkjustjóra að kanna hvort hægt sé að leggja umhirðu skógarins lið.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að óska eftir kostnaðaráætlun frá umsækjendum vegna girðingar umhverfis skógræktina og upplýsingum um aðkomu þeirra og þátttöku í umhirðu reitsins.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 4. fundur - 03.06.2024

Erindið var tekið fyrir á 15. Fundi Landbúnaðarnefndar þann 15.2.2024. Þar var óskað eftir kostnaðaráætlun frá umsækjendum Fjólmundi Karli Traustasyni og Lindu Rut Magnúsdóttur, vegna umhverfis skógræktarinnar og upplýsingum um aðkomu þeirra og þátttöku í umhirðu reitsins. Fyrir fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar liggur nú fyrir áætlun frá umsækjendum.
Helga Gunnlaugsdóttir, Kári Gunnarsson sátu fundinn undir þessum lið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fá umsækjendur til fundar við nefndina. Einnig samþykkir nefndin að skoðað verði að auglýsa land austan Siglufjarðarvegar til leigu.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 5. fundur - 13.06.2024

Erindið tekið fyrir á 4. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar og samþykkt að boða umsækjendur á fund. Lögð fram afstöðumynd af svæðinu á uppfærðu korti (2024) af ræktarlöndum við Hofsós.
Umsækjendur Fjólmundur Karl Traustason og Linda Rut Magnúsdóttur mættu til fundar með nefndinni og var farið yfir næstu skref.
Landbúnar-og innviðanefnd þakkar þeim fyrir að hafa haft samband og sýna áhuga á því að viðhalda og bæta umhverfið. Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til að farið verði í þetta verkefni og að garðyrkjustjóri verði eftirlitsaðili og ráðgjafi við endurbætur og viðhald skógarreitsins. Nefndin beinir því til byggðarráðs að gerður verði samningur við umsækjendur um málið og jafnframt að landið umhverfis verði auglýst til leigu, þ.e.a.s. hólf 24, 25 og 27.

Byggðarráð Skagafjarðar - 102. fundur - 19.06.2024

Vísað frá 5. fundi Landbúnaðar- og innviðanefnd frá 13. júní sl. til afgreiðslu byggðarráðs, þannig bókað:
"Erindið tekið fyrir á 4. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar og samþykkt að boða umsækjendur á fund. Lögð fram afstöðumynd af svæðinu á uppfærðu korti (2024) af ræktarlöndum við Hofsós.
Umsækjendur Fjólmundur Karl Traustason og Linda Rut Magnúsdóttur mættu til fundar með nefndinni og var farið yfir næstu skref.
Landbúnar-og innviðanefnd þakkar þeim fyrir að hafa haft samband og sýna áhuga á því að viðhalda og bæta umhverfið. Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til að farið verði í þetta verkefni og að garðyrkjustjóri verði eftirlitsaðili og ráðgjafi við endurbætur og viðhald skógarreitsins. Nefndin beinir því til byggðarráðs að gerður verði samningur við umsækjendur um málið og jafnframt að landið umhverfis verði auglýst til leigu, þ.e.a.s. hólf 24, 25 og 27."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að gera samkomulag til tveggja ára, með möguleika á framlengingu, við umsækjendur um endurbætur og viðhald á skógarreitnum fyrir ofan Hofsós og jafnframt að auglýsa hólf 24, 25 og 27 til leigu samkvæmt reglum sveitarfélagsins.