Varmadælur á köldum svæðum
Málsnúmer 2311065
Vakta málsnúmerVeitunefnd - 13. fundur - 05.02.2024
Verkefnastjóri Skagafjarðarveitna hefur tekið saman þau staðföng sem eru á köldum svæðum í Skagafirði. Heildarfjöldi staðfanga í Skagafirði er 2.990. Af þeim er í dag 96,5% tengd hitaveitu Skagafjarðarveitna. Fjöldi staðfanga í dreifbýli er 1.357 og af þeim eru 106 staðföng ótengd eða 7,8%.
Veitunefnd leggur til við byggðaráð að settar verði reglur um styrk til varmadælukaupa á þeim staðföngum þar sem ljóst er að erfitt og/eða mjög langt getur liðið þangað til þau fá aðgang að heitu vatni.
Veitunefnd leggur til við byggðaráð að settar verði reglur um styrk til varmadælukaupa á þeim staðföngum þar sem ljóst er að erfitt og/eða mjög langt getur liðið þangað til þau fá aðgang að heitu vatni.
Byggðarráð Skagafjarðar - 85. fundur - 21.02.2024
Erindinu vísað til byggðarráðs frá 13. fundi veitunefndar, þannig bókað:
Verkefnastjóri Skagafjarðarveitna hefur tekið saman þau staðföng sem eru á köldum svæðum í Skagafirði. Heildarfjöldi staðfanga í Skagafirði er 2.990. Af þeim er í dag 96,5% tengd hitaveitu Skagafjarðarveitna. Fjöldi staðfanga í dreifbýli er 1.357 og af þeim eru 106 staðföng ótengd eða 7,8%.
Veitunefnd leggur til við byggðaráð að settar verði reglur um styrk til varmadælukaupa á þeim staðföngum þar sem ljóst er að erfitt og/eða mjög langt getur liðið þangað til þau fá aðgang að heitu vatni.
Byggðarráð telur rétt að forsendur verði unnar betur áður en teknar verði ákvarðanir um styrki til varmadælukaupa, m.a. þær að lokið verði við gerð langtímaáætlunar fyrir hitaveitu í Skagafirði þannig að ljóst sé hvaða svæði eigi möguleika á hitaveitu og hver ekki, m.t.t. tæknilegrar getu og kostnaðar. Jafnframt að listi yfir staðföng á köldum svæðum verði yfirfarinn m.t.t. hvort búseta sé á viðkomandi bæjum og hvort þeir séu þegar með aðgengi að heitu vatni í gegnum einkaveitur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu aftur til veitunefndar til frekari vinnslu.
Verkefnastjóri Skagafjarðarveitna hefur tekið saman þau staðföng sem eru á köldum svæðum í Skagafirði. Heildarfjöldi staðfanga í Skagafirði er 2.990. Af þeim er í dag 96,5% tengd hitaveitu Skagafjarðarveitna. Fjöldi staðfanga í dreifbýli er 1.357 og af þeim eru 106 staðföng ótengd eða 7,8%.
Veitunefnd leggur til við byggðaráð að settar verði reglur um styrk til varmadælukaupa á þeim staðföngum þar sem ljóst er að erfitt og/eða mjög langt getur liðið þangað til þau fá aðgang að heitu vatni.
Byggðarráð telur rétt að forsendur verði unnar betur áður en teknar verði ákvarðanir um styrki til varmadælukaupa, m.a. þær að lokið verði við gerð langtímaáætlunar fyrir hitaveitu í Skagafirði þannig að ljóst sé hvaða svæði eigi möguleika á hitaveitu og hver ekki, m.t.t. tæknilegrar getu og kostnaðar. Jafnframt að listi yfir staðföng á köldum svæðum verði yfirfarinn m.t.t. hvort búseta sé á viðkomandi bæjum og hvort þeir séu þegar með aðgengi að heitu vatni í gegnum einkaveitur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu aftur til veitunefndar til frekari vinnslu.
Nefndin felur verkefnastjóra Skagafjarðarveitna að kortleggja þau staðföng sem hafa ekki kost á hitaveitu í dag. Jafnframt þarf að endurskoða hitaveituvæðingu Skagafjarðar næstu fimm árin.