Fara í efni

Spretthópur um nýja nálgun í leikskólamálum

Málsnúmer 2402111

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 23. fundur - 14.02.2024

Nefndin leggur til við byggðarráð að skipa spretthóp sem ætlað er að skoða hvað önnur sveitarfélög hafa gert í tengslum við breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskóla með dvalartíma, vellíðan og velferð barna og starfsfólks í huga. Horfa má til nýlegra breytinga hjá m.a. Kópavogi, Garðabæ og Akureyri hvað þetta varðar og reynslunnar af þeim. Nefndin beinir því til byggðarráðs að skipa a.m.k. einn fulltrúa foreldra, starfsmanna og stjórnenda úr hverjum leikskóla í spretthópinn ásamt öðrum fulltrúum sem byggðarráð telur nauðsynlegt að séu í hópnum. Niðurstaða hópsins verður birt í skýrslu sem dregur fram kosti og galla við mismunandi aðgerðir ásamt kostnaðarmati.

Byggðarráð Skagafjarðar - 85. fundur - 21.02.2024

Erindinu vísað til byggðarráðs frá 23. fundi fræðslunefndar, þannig bókað:
Nefndin leggur til við byggðarráð að skipa spretthóp sem ætlað er að skoða hvað önnur sveitarfélög hafa gert í tengslum við breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskóla með dvalartíma, vellíðan og velferð barna og starfsfólks í huga. Horfa má til nýlegra breytinga hjá m.a. Kópavogi, Garðabæ og Akureyri hvað þetta varðar og reynslunnar af þeim. Nefndin beinir því til byggðarráðs að skipa a.m.k. einn fulltrúa foreldra, starfsmanna og stjórnenda úr hverjum leikskóla í spretthópinn ásamt öðrum fulltrúum sem byggðarráð telur nauðsynlegt að séu í hópnum. Niðurstaða hópsins verður birt í skýrslu sem dregur fram kosti og galla við mismunandi aðgerðir ásamt kostnaðarmati.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kalla eftir tilnefningum úr hópi foreldra, þ.e. 1 frá hverjum hinna þriggja leikskóla sem eru í Skagafirði, sem og 1 fulltrúa úr hópi stjórnenda frá hverjum leikskólanna og 1 úr hópi starfsmanna frá hverjum leikskóla. Í hópnum munu pólitískt kjörnir fulltrúar fræðslunefndar sitja. Með hópnum starfa sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sérfræðingur. Óskað er eftir að tilnefningar liggi fyrir í síðasta lagi fyrir í lok dags 27. febrúar. Þegar tilnefndingar liggja fyrir mun byggðarráð formlega skipa hópinn.

Byggðarráð Skagafjarðar - 86. fundur - 28.02.2024

Málið áður tekið fyrir á 85. fundi byggðarráðs Skagafjarðar 21.2. 2024 en fræðslunefnd hafði áður vísað til ráðsins tillögu um að skipa spretthóp sem ætlað er að skoða hvað önnur sveitarfélög hafa gert í tengslum við breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskóla með dvalartíma, vellíðan og velferð barna og starfsfólks í huga.
Byggðarráð samþykkti á fyrrgreindum fundi ráðsins að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kalla eftir tilnefningum úr hópi foreldra, þ.e. 1 frá hverjum hinna þriggja leikskóla sem eru í Skagafirði, sem og 1 fulltrúa úr hópi stjórnenda frá hverjum leikskólanna og 1 úr hópi starfsmanna frá hverjum leikskóla. Í hópnum munu jafnframt sitja pólitískt kjörnir fulltrúar fræðslunefndar. Með hópnum starfa sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sérfræðingur. Þegar tilnefndingar liggja fyrir mun byggðarráð formlega skipa hópinn.
Tilnefningar liggja nú fyrir en þær eru eftirfarandi:
Fulltrúi stjórnenda Ársala: Sólveig Arna Ingólfsdóttir
Fulltrúi stjórnenda Birkilundar: Steinunn Arnljótsdóttir
Fulltrúi stjórnenda Tröllaborgar: Jóhanna Sveinbj. Traustadóttir
Fulltrúi foreldra Ársala: Inga Jóna Sveinsdóttir, til vara Ragnhildur Friðriksdóttir
Fulltrúi foreldra Birkilundar: Salah Holzem, til vara Ingvi Bessason
Fulltrúi foreldra Tröllaborgar: Sara Katrín Sandholt
Fulltrúi starfsmanna Ársala: Ásbjörg Valgarðsdóttir
Fulltrúi starfsmanna Birkilundar: Eva Dögg Sigurðardóttir
Fulltrúi starfsmanna Tröllaborgar: Ásrún Leósdóttir
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa í spretthópinn þau Kristófer Má Maronsson, Hrund Pétursdóttur, Steinunni Rósu Guðmundsdóttur, Agnar Halldór Gunnarsson, Sólveigu Örnu Ingólfsdóttur, Steinunni Arnljótsdóttur, Jóhönnu Sveinbjörgu Traustadóttur, Ingu Jónu Sveinsdóttur, Söruh Holzem, Söru Katrínu Sandholt, Ásbjörgu Valgarðsdóttur, Evu Dögg Sigurðardóttur og Ásrúnu Leósdóttur, Með hópnum munu starfa Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Ragnar Helgason sérfræðingur á fjölskyldusviði. Hópurinn verður boðaður til funda utan dagvinnutíma en í boði verður að sitja bæði stað- og fjarfundi. Ekki er um launaðan hóp að ræða.

Byggðarráð Skagafjarðar - 93. fundur - 17.04.2024

Lögð fram beiðni um nýjan fulltrúa starfsmanna leikskólans Birkilundar í Varmahlíð inn í spretthóp um nýja nálgun í leikskólamálum. Nýr fulltrúi í stað Evu Daggar Sigurðardóttur yrði Linda Björnsdóttir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa Lindu Björnsdóttur í hópinn.