Fara í efni

Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 1

Málsnúmer 2404045F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024

Fundargerð 1. fundar byggingarnefndar Menningarhúss á Sauðárkróki frá 18. apríl 2024 lögð fram til afgreiðslu á 27. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti i kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson, Sigfús Ingi Sigfússon, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 1 Til fundarins komu Sandra Dís Dagbjartsdóttir og Sigurjón Bjarni Bjarnason frá VSÓ ráðgjöf og fjölluðu um ástandsmat á núverandi húsnæði Safnahúss Skagfirðinga, mögulegar útboðsleiðir framkvæmdar við nýtt menningarhús og tilboð í aðstoð við ráðgjöf við gerð útboðsgagna sem og umsjón
    vegna hönnunarútboðs með forvali.
    Byggingarnefnd samþykkir samhljóða að ráðast í aðskilið hönnunar- og verktakaútboð fyrir menningarhús á Sauðárkróki og að taka tilboði VSÓ ráðgjafar í aðstoð við gerð útboðsgagna og umsjón vegna hönnunarútboðs með forvali.
    Bókun fundar Fundargerð 1. fundar byggingarnefndar Menningarhúss á Sauðárkróki staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.