Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2
Málsnúmer 2404065F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024
Fundargerð 2. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 3. maí 2024 lögð fram til afgreiðslu á 27. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Einar E. Einarsson kvöddu sér hljóðs.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2 Valur Valsson, verkefnastjóri hjá veitu og framkvæmdarsviði fór yfir stöðu sorpmála og hvernig til hefur tekist frá því nýtt sorpsöfnunarkerfi með fjórum tunnum við hvert heimili var tekið í notkun 1. apríl 2023. Í heild hefur gengið vel og sé sorpmagnið sem kom frá heimilum og fyrirtækjum árið 2023 borið saman við urðað magn árin þar á undan kemur fram augljós lækkun á urðuðum úrgangi. Stærsta ástæða þess er aukin flokkun hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Eins benda tölur frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs til áframhaldandi lækkunar á urðuðu magni úrgangs. Á móti aukast tölur um sérsöfnun á plasti, pappa og lífrænum úrgangi. Niðurstöður af rekstri málaflokksins frá árinu 2023 liggja einnig fyrir ásamt nýlegri ákvörðun Úrvinnslusjóðs um aukið endurgreiðsluhlutfall vegna sérstakrar söfnunar á árinu 2023 og fyrir árið 2024.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fagnar mjög þessum góða árangri sem þegar hefur náðst á fyrsta árinu með nýtt flokkunarkerfi og leggur til að gjald vegna reksturs söfnunarstöðva vegna íbúðarhúsnæðis, í gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði, lækki um 9,85%, sem er 3.500 kr. lækkun á gjaldinu frá og með 1. janúar 2024.
Með hliðsjón af áætlaðri verðlagsbreytingu (7%) á milli áranna 2023 og 2024 gæti þetta numið um 10% lækkun á sorpgjöldum heimila árið 2024 þegar á heildina er litið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við byggðarráð að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði verði breytt samkvæmt því sem að framan greinir. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2 Landbúnaðar- og innviðanefnd hefur tekið til skoðunar mokstur heimreiða í dreifbýli. Eins og málum er nú háttað er greitt fyrir tvo mokstra á ári. Er það mat nefndarinnar að greina þurfi tölur um mokstur betur og óskar eftir nákvæmari upplýsingum frá stjórnsýslu- og fjármálasviði fyrir næsta fund.
Samþykkt með þremur atkvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2 Lagðir fram til kynningar ársreikningar vegna ársins 2023 fyrir eftirtalda fjallskilasjóði:
Fjallskilasjóður Skefilsstaðahrepps, Fjallskilasjóður Hóla- og Viðvíkurhrepps, Fjallskilasjóður Hegraness, Fjallskilasjóður Seyluhrepps - úthluta og Fjallskilasjóðs Skarðshrepps. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sótti aðalfund Veiðifélags Blöndu og Svartár, heiðardeildar fyrir hönd sveitarfélagsins og kynnti fyrir nefndarmönnum það sem fram fór á fundinum. Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir árið 2023 ásamt samþykktum fyrir deildina. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sótti aðalfund Veiðifélags Laxár, Skef. og kynnti fyrir nefndarmönnum það sem fram fór á fundinum.
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir 2023 ásamt fjárhagsáætlun 2024. Einnig lögð fram athugun á seiðabúskap árið 2023 í Laxá í Skefilsstaðahreppi. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2 Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.