Fara í efni

Skipulagsnefnd - 50

Málsnúmer 2405010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Fundargerð 50. fundar skipulagsnefndar frá 16. maí 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 50 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta vinnslutillögu að deiliskipulagi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki, mál nr. 578/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/578) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Vinnslutillagan var í auglýsingu frá 28.02.2024 til 12.04.2024 og bárust 3 umsagnir á auglýsingatímanum.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 50 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta vinnslutillögu að deiliskipulagi Skógargötureitsins á Sauðárkróki, mál nr. 208/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/208) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Vinnslutillagan var í auglýsingu frá 28.02.2024 til 12.04.2024 og bárust 13 umsagnir.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.