Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 23
Málsnúmer 2405017F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024
Fundargerð 23. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 22. maí 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 23 Tekin fyrir styrkbeiðni frá stjórn Byggjum upp Hofsós og nágrennis, dagsett 23.04.2024 vegna bæjarhátíðarinnar Hofsós heim sem haldin verður 14. - 16. júní 2024.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir samhljóða að styrkja hátíðina um 300.000 kr. Tekið af lið 05710. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 23 Tekin fyrir styrkbeiðni Leikhópsins Lottu þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 82.500 vegna leiksýningar leikhópsins á Sauðárkróki í sumar, dagsett 19.4.2024. Stefnt er að því að leiksýningin verði haldin á túninu við Hótel Miklagarð og verður rukkað inn á sýninguna.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hafnar styrkbeiðninni þar sem stefna nefndarinnar er að styrkja ekki viðburði sem settir eru upp í hagnaðarskyni. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 23 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Pilsaþyt, dagsett 9.5.2024, vegna fyrirhugaðrar menningarhátíðar í Skagafirði. Þjóðbúningafélag Íslands hyggst í samvinnu við Pilsaþyt í Skagafirði og fleiri þjóðbúningafélög á landsbyggðinni efna til menningarhátíðar í Skagafirði dagana 7-8 september 2024. Hátíð þessi verður haldin til minningar um frumkvöðla í Skagafirði í hönnun og gerð þjóðbúninga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í erindið og samþykkir samhljóða að veita 50.000 kr styrk í verkefnið. Tekið af lið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 23 Farið yfir tillögur er snúa að atvinnu-, menningar og kynningarnefnd úr skýrslu HLH ráðgjafar.
Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að unnið verði áfram með þær tillögur sem snúa að nefndinni. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 23 Lagt fyrir fundarboð aðalfundar Markaðsstofu Norðurlands sem haldinn verður 30. maí nk. í Hrísey. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.