Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 100

Málsnúmer 2405029F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Fundargerð 100. fundar byggðarráðs frá 5. júní 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 100 Lögð fram tillaga að rammaáætlun ársins 2025 ásamt forsendum.

    Byggðarráð samþykkir með öllum atkvæðum rammaáætlun ársins 2025 og vísar henni til umfjöllunar og úrvinnslu í nefndum.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Skagafjörður - rammaáætlun 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 100 Undir þessum dagskrárlið sátu Hallgrímur Arnarsson og Róbert Ragnarsson fundinn fulltrúar frá KPMG, í gegnum fjarfundarbúnað. Rætt var um verkefnistillögu að markmiðasetningu í fjármálum sveitarfélagsins og uppsetning á mælaborði fyrir lykilstjórnendur.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka vegna þessa verkefnis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 100 Sunna Björk Atladóttir lögmaður og fasteignasali sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Sala á félagsheimilum rædd.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða upp á samtal við íbúa um fyrirhugaða sölu á félagsheimilinu í Hegranesi, Ljósheimum og Skagaseli. Sveitarstjóra falið að sjá um að finna dagsetningar og auglýsa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 100 Bjarni Jónsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað, til að ræða samgöngumál í Skagafirði.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 100 Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri kom á fund byggðarráðs til viðræðu um alvarlega stöðu sjúkraflugs í Skagafirði vegna mönnunarvanda af hálfu Isavia á Alexandersflugvelli.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra að skrifa forsvarsmönnum Isavia vegna málsins og óska skýringa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 100 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. maí 2024 frá félags- og vinnumálaráðuneytinu, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 109/2024 - "Hvítbók í málefnum innflytjenda". Umsagnarfrestur er til og með 21.06. 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.