Fara í efni

Gjaldskrárbreytingar í leikskólum

Málsnúmer 2407058

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 29. fundur - 08.07.2024

Í samræmi við skýrslu spretthóps leggur fræðslunefnd til að gerð verði breyting á gjaldskrá í leikskólum. Í dag eru 60% barna 8,5 tíma á dag í leikskólum Skagafjarðar og 81% eru 8 tíma eða lengur. Munurinn í dag fyrir foreldra á því að kaupa 8 eða 8,5 tíma er 1.854 kr. á mánuði fyrir eitt barn en 2.781 kr. fyrir tvö börn eða fleiri. Lagt er til að gjaldskrá skapi fjárhagslegan hvata til þess að foreldrar sem hafa á því kost geti minnkað vistunartíma barna sinna.

Fræðslunefnd vísar eftirfarandi breytingum á gjaldskrá til byggðarráðs:

Gjaldskrá fyrir dvalargjald verði tvískipt eftir tíma dags, frá 8-16 og utan 8-16. Mánaðarlegt dvalargjald verði eftirfarandi frá 8-16:

6 tímar eða minna kosta 455 kr.
6.5 tímar kosti 2.955 kr.
7 tímar kosti 5.455 kr.
7.25 tímar kosti 7.955 kr.
7.5 tímar kosti 10.455 kr.
7.75 tímar kosti 12.955 kr.
8 tímar kosti 15.455 kr.

Þá verði að skrá barn í vistun í síðasta lagi frá kl. 9 samkvæmt gjaldskrá en séu börn skráð síðar í vistun borga þau ávallt að lágmarki frá kl. 9.

Mánaðarlegt dvalargjald verði eftirfarandi utan 8-16:

Frá 7.45-8.00 kosti 10.000 kr.
Frá 16-16.15 kosti 5.000 kr.

Þá verði gjald fyrir skráningardaga 2.500 kr. óháð dvalartíma og skrá þarf barn með a.m.k. 4 vikna fyrirvara í vistun á skráningardögum.

Morgunhressing, hádegisverður og síðdegishressing hækki um 3,5%. Þá mun morgunhressing kosta 4.025 kr., hádegisverður 8.757 kr. og síðdegishressing 4.025 kr.

Sekt fyrir að sækja barn of seint eða mæta með barn of snemma oftar en tvisvar sinnum á önn (janúar - júní og júlí - desember) verði 10.000 kr. í hvert skipti umfram tvö á hvorri önn.

Fyrir kl. 8 á morgnana er launakostnaður hærri en eftir kl 8 og því lagt til að gjaldskrá sé hæst á þeim tíma. Með þessu telur fræðslunefnd að skapaður sé jákvæður fjárhagslegur hvati fyrir foreldra að minnka vistunartíma barna sinna. Mánaðarlegt dvalargjald fyrir 8,5 tíma verður 30.455 kr. án skráningardaga en 35.000 kr. að meðaltali á mánuði séu allir skráningardagar nýttir og er það 3.482 kr. hærra en í núverandi gjaldskrá. Fyrir vistun frá 8-16 verður mánaðarlegt dvalargjald 15.455 kr. án skráningardaga en 20.000 kr. séu allir skráningardagar nýttir og er það 9.664 kr. lækkun frá núverandi gjaldskrá. Breyti foreldrar vistun úr 7.45-16.15 í 8-16 mun það spara heimilnu 15.000 kr. á mánuði fyrir 1 barn en 22.500 kr. á mánuði fyrir 2 börn jafnvel þó allir skráningardagar séu nýttir. Það gera 165.000 - 247.500 kr. sparnað á ári í leikskólagjöld.

Fræðslunefnd vonast til þess að breyting á gjaldskrá muni skila sér í styttri vistunartíma barna og þar með minna álagi á starfsfólk og börn, minni yfirvinnugreiðslum og hlutfallslega betri mönnun. Nefndin vonar að hærri sektir verði hvatning til foreldra um að virða opnunartíma leikskóla og vinnutímai starfsfólks.

Fræðslunefnd óskar eftir því að breytingar á dvalartíma verði skráðar og nefndinni kynntar breytingarnar sem ný gjaldskrá mun hafa á dvalartíma barna á fyrsta fundi ársins 2025.

Fræðslunefnd samþykkir samhljóða ofangreindar breytingar og vísar til byggðarráðs til afgreiðslu.