Fara í efni

Gjaldskrá Húss frítímans 2025

Málsnúmer 2409340

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 27. fundur - 14.10.2024

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að mál nr. 2402074 Endurskðun frístunda og íþróttamála f. haust 2024 verði tekið inn með afbrigðum. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2025. Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 117. fundur - 18.10.2024

Máli vísað frá 27. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 14. október sl., þannig bókað:
"Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2025. Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs."

Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.

Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá Húss frítímans fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 27. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 14. október sl., þannig bókað:
"Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2025. Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs."

Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.

Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá Húss frítímans fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.