Skipulagsnefnd - 63
Málsnúmer 2411024F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 33. fundur - 18.12.2024
Fundargerð 63. fundar skipulagsnefndar frá 14. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulagsnefnd - 63 Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason ráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynntu vinnuvefsjá fyrir endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 63 Farið yfir innsendar umsagnir við auglýsta aðalskipulagsbreytingu fyrir “Hofsós sorpmóttaka- og gámsvæði" sem var í kynningu dagana 25.09.2024- 08.11.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 309/2023, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/309 . Innsendar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að aðalskipulagsbreytingunni “Hofsós sorpmóttaka- og gámsvæði“ og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til yfirferðar í samræmi við 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 63 Farið yfir innsendar umsagnir við auglýsta deiliskipulagstillögu fyrir "Hofsós sorpmóttaka- og gámasvæði" sem var í kynningu dagana 25.09.2024- 08.11.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 206/2023, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/206 . Innsendar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi, Hofsós sorpmóttaka- og gámsvæði og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.
Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 63 Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Skógargötureitur, Sauðárkróki, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 25.09.2024- 08.11.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 208/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/208 .
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi, Skógargötureitur, Sauðárkróki, Skagafirði með óverulegum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.
Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og Einar E. Einarsson kom inn í hennar stað. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sauðárkrókur - Deiliskipulag. Skógargata, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 63 Farið yfir innsendar umsagnir við "Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Gamla bæjarins á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 25.09.2024- 08.11.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 208/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1156 . Innsendar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða Tillögu að breytingu á deiliskipulagi Gamla bæjarins á Sauðárkróki og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og Einar E. Einarsson kom inn í hennar stað. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 63 Birgir Gunnarsson, einn þinglýstra eigendenda jarðarinnar Gautastaða, landnúmer 146797, í Stíflu, Skagafirði, óskar f.h. landeigenda Gautastaða skv. umboði dags. 08.11.2024, eftir samþykki skipulagsnefndar á hnitsettum landamerkjum jarðarinnar á móti Tungu, landnr. 146914, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 784903 útg. 27. okt. 2021, breytt dags. 06. nóv. 2024, og merkjalýsingu dags. 07.11.2024. Afstöðuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Landamerki í hjálögðum uppdrætti sýna túlkun landeigenda á landamerkjalýsingu dags. 02. júní 1886 og örnefnaskrá Skagafjarðarsýslu, tekin saman af Páli Sigurðssyni.
Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing um ágreiningslaus landamerki, árituð af landeigendum Gautastaða, L146797, og Tungu, L146914. Einnig meðfylgjandi umboð landeigenda Gautastaða, dags. 08.11.2024, þar sem Birgi Gunnarssyni er veitt umboð til þess að árita gögn sem varða uppmælingu og hnitsetningu ytri landamerkja jarðarinnar, fyrir hönd annarra landeigenda.
Mál nr. M001275 hefur verið stofnað í landeignarskráningarkerfi HMS.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna staðfestingu á hnitsettum landamerkjum. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 63 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 52 þann 21.11.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.