Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 29
Málsnúmer 2411026F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 33. fundur - 18.12.2024
Fundargerð 29. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 2. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 29 Mál áður á dagskrá 28. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Umsækjendur voru boðaðir til viðtals við fulltrúa nefndarinnar ásamt fulltrúum Karlakórsins Heimis og kvenfélags Seyluhrepps þann 22. nóvember sl.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða tillögu þeirra fulltrúa sem sátu fundinn að fela starfsmönnum nefndarinnar að ganga til samninga við þau Snorra Snorrason og Sigríði Jónínu Helgadóttur (Tenór slf.) um rekstur Menningarhússins Miðgarðs.
Bókun fundar Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Afgreiðsla 29. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með átta atkvæðum.