Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 125

Málsnúmer 2411027F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 33. fundur - 18.12.2024

Fundargerð 125. fundar byggðarráðs frá 4. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 125 Málið síðast rætt á 118. fundi byggðarráðs 23. október 2024. Skíðadeild Tindastóls hefur sent sveitarfélaginu frekari upplýsingar um rekstur svæðisins.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • .2 2412001 Frístundaakstur
    Byggðarráð Skagafjarðar - 125 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. desember 2024 þar sem annars vegar er verið að þakka fyrir fyrirkomulag frístundaferða þar sem ekið er með börn frá Hofsósi og Varmahlíð á Sauðárkrók. Aksturinn er tilraunaverkefni til áramóta og hefur verið mikið nýttur af börnum til íþróttaiðkunar. Þess er einnig farið á leit við sveitarfélagið að fyrirkomulaginu verði haldið áfram eftir áramót og jafnvel skoðað að aka bæði frá Hofsósi og Varmahlíð á Sauðárkrók og aftur til baka frá Sauðárkróki í Varmahlíð og á Hofsós. Undir erindið rita U.Í. Smári, Neisti, Knattspyrnudeild Tindastóls og Körfuknattleiksdeild Tindastóls.

    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að vísa málinu til félagsmála- og tómstundanefndar. Byggðarráð óskar jafnframt eftir upplýsingum um afstöðu nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 125 Lögð fram merkjalýsing fyrir jörðina Enni L146518 í Skagafirði en með henni eru einnig ytri merki jarðarinnar hnitsett og skipt út hluta jarðarinnar sem fær heitið Enni II. Upprunajörðin mun heita Enni I og halda landnúmerinu L146518.
    Mælingar fóru fram á vettvangi 13. júní 2024. Mælingar annaðist Ásta Birna Jónsdóttir hjá verkfræðistofunni Stoð ehf. Starfsmenn skipulagsfulltrúa Skagafjarðar hafa yfirfarið merkjalínur og gera ekki athugasemdir við að skrifað sé undir merkjalýsinguna fyrir hönd sveitarfélagsins.

    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að skrifa undir merkjalýsinguna fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 125 2 mál færð í trúnaðarbók byggðarráðs Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 125 Lagðar fram til kynningar fjárhagsupplýsingar vegna reksturs sveitarfélagsins tímabilið janúar-október 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.