Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17
Málsnúmer 2412014F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 33. fundur - 18.12.2024
Fundargerð 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 12. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Sigfús Ólafur Guðmundsson deildarstjóri atvinnu- menningar og kynningarmála kynnti hvernig haga mætti rafrænni notendakönnun meðal búfjáreigenda í Skagafirði um þá fjóra möguleika sem fram komu varðandi hirðingu dýrahræja á íbúafundi sem haldinn var af nefndinni og Búnaðarsambandi Skagafjarðar í Ljósheimum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að halda íbúakönnun vegna málsins.
Allir þeir sem skráðir eru greiðendur gjalds vegna förgunar dýrahræja geta kosið í könnuninni sem stendur til 20 desember.
Nánari upplýsingum og slóð á könnunina verður dreift á samfélagsmiðlum og heimasíðu Skagafjarðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Kynntar voru breytingar á umboðsmannakerfi snjómoksturs í dreifbýli.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að framvegis verði tveir aðilar tengiliðir íbúa við Vegagerðina vegna helmingamoksturs vega í stað sex aðila áður. Annarsvegar verkstjóri þjónustumiðstöðvar og hinsvegar umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi Skagafjarðar. Með þessu vonast nefndin til að þjónusta verði skilvirkari og betri fyrir íbúa. Nýtt fyrirkomulag tekur gildi frá 1. jan. 2025 og verður kynnt frekar á heimasíðu Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Tillaga að breytingu á samþykkt um hunda og kattahald lögð fram.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Tillaga að breytingu á gjaldskrá um hunda og kattahald lögð fram.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að afla frekari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi lagði fram tillögu að ráðningu á nýjum aðila í vetrarveiði refa og minka.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að ganga frá samningi við Andra Val Ómarson.
Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Farið yfir umsókn Gunnars Eysteinssonar um beitarhólf við Hofsós sem auglýst voru fyrr á árinu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með átta atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Lögð fram til kynningar ný gjaldskrá Moltu ehf. sem gildir frá 1 jan 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Lögð fram tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Víðilundsvegar af vegaskrá þar sem hann uppfyllir ekki lengur skilyrði c.-liðar2. mgr. 8 gr.vegalaga nr. 80/2007 um fasta búsetu og lögheimili. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.