Háholt
Málsnúmer 2502052
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 134. fundur - 19.02.2025
Mál áður á dagskrá 132. fundar byggðarráðs þann 6. febrúar sl.
Tilboð hefur borist í fasteignina Háholt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna tilboðinu og felur Sunnu Björk Atladóttur hjá Fasteignasölu Sauðárkróks að svara tilboðinu.
Tilboð hefur borist í fasteignina Háholt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna tilboðinu og felur Sunnu Björk Atladóttur hjá Fasteignasölu Sauðárkróks að svara tilboðinu.
Byggðarráð Skagafjarðar - 135. fundur - 26.02.2025
Mál síðast á dagskrá 134. fundar byggðarráðs þann 19. febrúar sl.
Meðferðarheimilið Háholt tók til starfa í janúar árið 1999. Húsið er 386 fm að stærð, sérbyggt sem meðferðarheimili og var rekið sem slíkt í tæp 20 ár. Árið 2014 voru gerðar miklar endurbætur á húsinu til að íslensk stjórnvöld gætu uppfyllt ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um neyðarvistun barna. Þremur árum síðar tóku stjórnvöld þá ákvörðun að loka Háholti en byggja þess í stað nýja meðferðarstofnun nær höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt fréttum frá þeim tíma var búið að tryggja fjárheimild til uppbyggingar slíkrar stofnunar og rekstrarfé. Undanfarin sumur hefur Reykjadalur rekið sumarbúðir fyrir börn og ungmenni í Háholti en húsið ekki verið nýtt á veturna. Þrátt fyrir margar ábendingar frá sveitarfélaginu Skagafirði til mennta- og barnamálaráðuneytis og Barna- og fjölskyldustofu um tilvist Háholts og aðstöðuna þar virðist sá kostur ekki hafa verið tekinn til skoðunar af hálfu stjórnvalda sem meðferðarúrræði, jafnvel þó sú óásættanlega staða sé uppi að börn eru í dag neyðarvistuð í fangaklefum í Hafnarfirði. Áður en sveitarfélagið tók þá ákvörðun að setja Háholt á sölu var enn og aftur send tilkynning til framangreindra aðila um að til stæði að setja húsið á sölu en engin viðbrögð hafa borist frá ráðuneytinu eða Barna- og fjölskyldustofu þrátt fyrir það.
Tvö tilboð hafa nú borist í fasteignina Háholt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna tilboðunum og felur Sunnu Björk Atladóttur hjá Fasteignasölu Sauðárkróks að svara þeim.
Meðferðarheimilið Háholt tók til starfa í janúar árið 1999. Húsið er 386 fm að stærð, sérbyggt sem meðferðarheimili og var rekið sem slíkt í tæp 20 ár. Árið 2014 voru gerðar miklar endurbætur á húsinu til að íslensk stjórnvöld gætu uppfyllt ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um neyðarvistun barna. Þremur árum síðar tóku stjórnvöld þá ákvörðun að loka Háholti en byggja þess í stað nýja meðferðarstofnun nær höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt fréttum frá þeim tíma var búið að tryggja fjárheimild til uppbyggingar slíkrar stofnunar og rekstrarfé. Undanfarin sumur hefur Reykjadalur rekið sumarbúðir fyrir börn og ungmenni í Háholti en húsið ekki verið nýtt á veturna. Þrátt fyrir margar ábendingar frá sveitarfélaginu Skagafirði til mennta- og barnamálaráðuneytis og Barna- og fjölskyldustofu um tilvist Háholts og aðstöðuna þar virðist sá kostur ekki hafa verið tekinn til skoðunar af hálfu stjórnvalda sem meðferðarúrræði, jafnvel þó sú óásættanlega staða sé uppi að börn eru í dag neyðarvistuð í fangaklefum í Hafnarfirði. Áður en sveitarfélagið tók þá ákvörðun að setja Háholt á sölu var enn og aftur send tilkynning til framangreindra aðila um að til stæði að setja húsið á sölu en engin viðbrögð hafa borist frá ráðuneytinu eða Barna- og fjölskyldustofu þrátt fyrir það.
Tvö tilboð hafa nú borist í fasteignina Háholt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna tilboðunum og felur Sunnu Björk Atladóttur hjá Fasteignasölu Sauðárkróks að svara þeim.
Byggðarráð Skagafjarðar - 136. fundur - 05.03.2025
Mál síðast á dagskrá 135. fundar byggðarráðs þann 26. febrúar sl.
Eitt tilboð hefur nú borist í fasteignina Háholt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að svara tilboðinu með gagntilboði og felur Sunnu Björk Atladóttur hjá Fasteignasölu Sauðárkróks að svara tilboðinu.
Eitt tilboð hefur nú borist í fasteignina Háholt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að svara tilboðinu með gagntilboði og felur Sunnu Björk Atladóttur hjá Fasteignasölu Sauðárkróks að svara tilboðinu.
Góð lofthæð er í fasteigninni og loftræstikerfi. Eignin er vel staðsett og í góðu ástandi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa fasteignina til sölu.