Menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
1.Rekstur Menningarhússins Miðgarðs árið 2011
Málsnúmer 1103036Vakta málsnúmer
2.Rekstur félagsheimilisins Ljósheima
Málsnúmer 1110134Vakta málsnúmer
Til fundarins komu eftirfarandi aðilar til viðtals við nefndina vegna umsókna þeirra um rekstur Ljósheima: Sigrún Aadnegard, Þröstur Jónsson og Kolbrún Jónsdóttir og Kristín Magnúsdóttir.
Nefndin þakkar umsækjendum fyrir þann áhuga sem þeir sýna verkefninu með umsóknum sínum.
Nefndin felur sviðsstjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá umsækjendum.
Fundi slitið - kl. 19:30.
Til fundarins komu eftirfarandi aðilar til viðtals við nefndina vegna umsókna þeirra um rekstur Miðgarðs: Kristín Magnúsdóttir f.h. Videosports, Ásgrímur Sigurbjörnsson, Unnur Gottsveinsdóttir og Stefán Haraldsson og Anna Þóra Jónsdóttir.
Einnig komu til fundarins Agnar Gunnarsson frá Akrahreppi og Atli Arnórsson frá Karlakórnum Heimi.
Nefndin þakkar umsækjendum fyrir þann áhuga sem þeir sýna verkefninu með umsóknum sínum.
Nefndin samþykkir, í samráði við fulltrúa meðeigenda Miðgarðs, að ganga til viðræðna við þau Unni og Stefán um að þau gerist rekstraraðilar Miðgarðs frá áramótum. Sviðsstjóra falið að vinna drög að samningi með þeim og leggja fyrir nefndina og meðeigendur til staðfestingar.