Rekstur félagsheimilisins Ljósheima
Málsnúmer 1110134
Vakta málsnúmerMenningar- og kynningarnefnd - 56. fundur - 16.11.2011
Nefndin hóf fundinn í Félagsheimilinu Ljósheimum. Sigrún Aadnegard rekstraraðili kom til fundarins og kynnti þá starfsemi sem verið hefur í húsinu undanfarið ár. Samningur hússtjórnar við Sigrúnu rennur út þann 31. des. n.k. Sigrún óskar eftir því að framlengja núverandi samning.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011
Menningar- og kynningarnefnd - 59. fundur - 16.12.2011
Til fundarins komu eftirfarandi aðilar til viðtals við nefndina vegna umsókna þeirra um rekstur Ljósheima: Sigrún Aadnegard, Þröstur Jónsson og Kolbrún Jónsdóttir og Kristín Magnúsdóttir.
Nefndin þakkar umsækjendum fyrir þann áhuga sem þeir sýna verkefninu með umsóknum sínum.
Nefndin felur sviðsstjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá umsækjendum.
Menningar- og kynningarnefnd - 60. fundur - 21.12.2011
Að teknu tilliti til allra þátta er niðurstaða nefndarinnar að ganga til samninga við Sigrúnu Aadnegard til eins árs. Á þessum tíma verður farið í stefnumótunarvinnu varðandi framtíð félagsheimila í Skagafirði, hlutverk þeirra og sérstöðu.
Sviðsstjóra falið að vinna drög að samningi og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012
Þorsteinn Tómas Broddason tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Í ljósi þess að Menningar og kynningarnefnd hefur ekki getað rökstutt val sitt á leigutaka fyrir félagsheimilið Ljósheima, hvorki fyrir sveitarstjórn eða þeim sem hafa óskað eftir rökstuðningi frá nefndinni þykir mér hæfa að fresta afgreiðslu þessa liðar fundargerðar menningar og kynningarnefndar. Því óska ég bókað að ég segi nei við lið 6.1 Rekstur félagsheimilisins Ljósheima.
Afgreiðsla 60. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Rætt um samning um rekstur félagsheimilisin Ljósheima sem rennur út um næstu áramót. Ákveðið að kalla eftir upplýsingum um rekstur hússins frá rekstraraðila og boða hana einnig á næsta fund nefndarinnar.