Fara í efni

Rekstur Menningarhússins Miðgarðs árið 2011

Málsnúmer 1103036

Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd - 52. fundur - 29.03.2011

Sigurpáll Aðalsteinsson fulltrúi rekstraraðila kom til fundarins og ræddi stöðu mála varðandi rekstur hússins. Ákveðið að halda fund með öðrum eigendum hússins í haust til að ræða framtíð rekstrarins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 52. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Menningar- og kynningarnefnd - 54. fundur - 14.09.2011

Lagt fram erindi frá Videosport ehf. þar sem fyrirtækið segir upp samningi um rekstur Miðgarðs.

Nefndin samþykkir að óska eftir fundi með öðrum eigendum í Miðgarði til að ákveða næstu skref varðandi rekstur hússins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 282. fundur - 20.09.2011

Afgreiðsla 54. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Menningar- og kynningarnefnd - 55. fundur - 01.11.2011

Rætt um stöðu mála varðandi rekstur Menningarhússins Miðgarðs, en haldinn var fundur hjá eignaraðilum hússins fyrir skömmu. Eigendur eru sammála um að auglýsa að nýju eftir rekstraraðila fyrir húsið með sömu forsendum og gert var árið 2009. Auglýst verður á landsvísu og í heimamiðlum. Áskell Heiðar annast auglýsinguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Afgreiðsla 55. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 284. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum

Menningar- og kynningarnefnd - 58. fundur - 09.12.2011

Fjórar umsóknir bárust um rekstur Menningarhússins Miðgarðs. Nefndin samþykkir að kalla umsækjendur til fundar og ræða nánar við þá um þær hugmyndir sem þau hafa. Sviðsstjóra og formanni falið að kynna umsóknir fyrir öðrum eigendum hússins.

Menningar- og kynningarnefnd - 59. fundur - 16.12.2011

Til fundarins komu eftirfarandi aðilar til viðtals við nefndina vegna umsókna þeirra um rekstur Miðgarðs: Kristín Magnúsdóttir f.h. Videosports, Ásgrímur Sigurbjörnsson, Unnur Gottsveinsdóttir og Stefán Haraldsson og Anna Þóra Jónsdóttir.

Einnig komu til fundarins Agnar Gunnarsson frá Akrahreppi og Atli Arnórsson frá Karlakórnum Heimi.

Nefndin þakkar umsækjendum fyrir þann áhuga sem þeir sýna verkefninu með umsóknum sínum.

Nefndin samþykkir, í samráði við fulltrúa meðeigenda Miðgarðs, að ganga til viðræðna við þau Unni og Stefán um að þau gerist rekstraraðilar Miðgarðs frá áramótum. Sviðsstjóra falið að vinna drög að samningi með þeim og leggja fyrir nefndina og meðeigendur til staðfestingar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Afgreiðsla 58. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Afgreiðsla 59. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.