Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

65. fundur 07. nóvember 2012 kl. 15:30 - 18:14 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir ritari
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Sala á gistingu í Miðgarði - menningarhúsi

Málsnúmer 1210377Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Gullgengi ehf, rekstraraðilum Miðgarðs - menningarhúss, þar sem þau óska eftir því að fá leyfi nefndarinnar fyrir því að selja svefnpokagistingu á efri hæð Miðgarðs.
Menningar- og kynningarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, svo fremi að önnur tilskilin leyfi séu til staðar.

2.Fjárhagsáætlun 2013 - Menningarmál

Málsnúmer 1210460Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu Þórdís Friðbjörnsdóttir héraðsbókavörður og Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður á fundinn til viðræðu um stofnanir sínar; reksturinn í ár og áætlanir þess næsta. Lagðar fram upplýsingar frá Sigríði Sigurðardóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga um fjárhagsáætlun 2013.
Menningar- og kynningarnefnd hefur úthlutað til stofnana þeim fjármunum sem úthlutaður fjárhagsrammi 2013 gefur heimild til, samtals 130.350 þús.kr. Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að koma upplýsingum áleiðis.

3.Skýrsla um ljósmyndaverkefni Héraðsskjalasafns Skagf.

Málsnúmer 1211019Vakta málsnúmer

Unnar Ingvarsson kynnti skýrslu um ljósmyndaverkefni Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.

Fundi slitið - kl. 18:14.