Málefni Skagasels
Málsnúmer 1008061
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 525. fundur - 19.08.2010
Afgreiðsla 46. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 525. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
Menningar- og kynningarnefnd - 48. fundur - 12.10.2010
Til fundarins komu Merete Rabölle, Brynja Ólafsdóttir og Halldóra Björnsdóttir, fulltrúar í hússtjórn Skagaselsfulltrúar í hússtjórn Skagasels.
Hússtjórn og Menningar- og kynningarnefnd ákveða að auglýsa eftir húsverði eða rekstraraðila fyrir Skagasel, en samningur við núverandi rekstraraðila, Sigrúnu Mörtu Gunnarsdóttur rennur út næsta vor og hún hyggst ekki sækjast eftir endurnýjun á honum.
Sviðsstjóra falið að auglýsa eftir rekstraraðila / húsverði fyrir Skagasel.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010
Menningar- og kynningarnefnd - 51. fundur - 09.03.2011
Auglýst var eftir rekstraraðila fyrir Skagasel í janúar sl. Engin umsókn barst. Húsið er því í umsjón hússtjórnarinnar í Skagaseli eftir að samningur við núverandi rekstraraðila rennur út í maí.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011
Afgreiðsla 51. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 276. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram erindi frá Sigrúnu Mörtu Gunnarsdóttur þar sem hún tilkynnir að hún muni ekki sækja um framlengingu á samningi við Sveitarfélagið um rekstur Skagasels, en hann rennur út í maí 2011.
Nefndin samþykkir að funda með hússtjórn Skagasels með það fyrir augum að auglýsa í framhaldinu eftir nýjum rekstraraðila fyrir Skagasel. Sviðsstjóra falið að svara erindi Sigrúnar.