Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

31. fundur 06. maí 2008 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson Sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Leiga á Skagaseli

Málsnúmer 0801095Vakta málsnúmer

Lögð fram lokaútgáfa af samningi félagsheimilisins Skagasels við Sigrúnu M. Gunnarsdóttur. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leiti.

2.Styrkbeiðni vegna frumflutnings tónverka

Málsnúmer 0801011Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn Skagfirsku söngsveitarinnar um styrk vegna fyrirhugaðra tónleika í Skagafirði. Nefndin sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.

3.Skipan í hússjórn Bifrastar

Málsnúmer 0805014Vakta málsnúmer

Samþykkt að skipa Hrund Pétursdóttur í stjórn Bifrastar.

4.Fjármál menningarliða - fjögurra mánaða uppgjör

Málsnúmer 0805013Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri lagði fram yfirlit yfir stöðu á fjárhagsliðum nefndarinnar eftir fyrstu fjóra mánuði ársins.

5.Afmæli Sveitarfélagsins Skagafjörður

Málsnúmer 0805015Vakta málsnúmer

Rætt um 10 ára afmælis Sveitarfélagsins Skagafjörður sem verður 6. júní n.k.

6.Kynningarmál - maímánuður

Málsnúmer 0805016Vakta málsnúmer

Rætt um kynningarmál sem snúa að maímánuði. Ákveðið að auglýsa sameiginlega þá viðburði sem framundan eru í maí og vinna með Umhverfis- og samgöngunefnd að kynningu á fyrirhugaðri umhverfisviku.

7.Árskóli - menningarhús

Málsnúmer 0804018Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar hugmyndir um byggingu Menningarhúss í námunda við Árskóla.

8.Fundargerðir Menningarráðs Nl.v.

Málsnúmer 0803092Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Menningarráðs NV. frá 13. og 19. mars sl.

Fundi slitið.