Samstarfsnefnd með Akrahreppi
1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2012
Málsnúmer 1111093Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri ásamt leik- og grunnskólastjórum kynntu fjárhagsáætlanir Birkilundar og Varmahlíðarskóla. Formaður bar upp áætlarninar og samstarfsnefndin samþykkti þær fyrir sitt leyti.
Skólastjóri Varmahlíðarskóla kynnti einnig fjárhagsáætlun íþróttamiðstöðvar í Varmahlíð. Áætlunin samþykkt með fyrirvara um að útfærsla opnunartíma sé ásættanleg að mati nefndarmanna. Tillaga þar um þarf að liggja fyrir í síðasta lagi 30. desember n.k.
2.Endurbætur á skólastjórabústað
Málsnúmer 1112268Vakta málsnúmer
Rætt um stöðu framkvæmda við endurnýjun skólastjórabústaðar. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki um mánaðarmótin janúar/febrúar.
3.Flutningur leikskóla í grunnskólann
Málsnúmer 1112269Vakta málsnúmer
Skólastjórar Birkilundar og Varmahlíðarskóla kynntu hugmyndir sínar um flutning leikskólans í grunnskólann. Markmið flutningsins er annars vegar að auka nýtingu grunnskólahúsnæðisins, samnýtingu tækja, tóla og mannauðs og jafnframt að auka faglega samfellu í námi barna í leik- og grunnskóla. Samstarfsnefnd felur skólastjórum, fræðslustjóra og forstöðumanni eignasjóðsað að vinna áfram að hönnun húsnæðisins og framkvæmd málsins í samráði við samstarfsnefnd og fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
4.Sala húsnæðis í Varmahlíð
Málsnúmer 1112270Vakta málsnúmer
Samstarfsnefnd samþykkir að auglýsa Norðurbrún 1 í Varmahlíð til sölu.
5.Skólaakstur í út-Blönduhlíð
Málsnúmer 1112271Vakta málsnúmer
Málið rætt
6.Framlag Akrahrepps til rekstrar Héraðsbókasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 1112320Vakta málsnúmer
Samningur um rekstur Héraðsbókasafns er liður í samstarfssamningi sveitarfélaganna sem í gildi er og fer eftir honum um þátttöku Akrahrepps í rekstri safnsins.
Fundi slitið - kl. 17:45.
Guðmundur Þór Guðmundsson forstöðumaður eignasjóðs sat fundinn undir liðum 2 og 4.