Skipulags- og byggingarnefnd
1.Fjallabyggð-til kynningar samkvæmt 2 mgr. 30. Gr. skipulagslaga.
Málsnúmer 1105095Vakta málsnúmer
2.Brekkugata 5.
Málsnúmer 1104151Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf íbúa að Brekkugötu 1, 3 og 5 á Sauðárkróki dagsett 16. mars 2011 og varðar meint sig á Brekkugötu til austurs. Samþykkt að fylgjast með svæðinu, mæla það og bera saman við fyrri mælingar tæknideildar.
3.Flokkun hálendisvega
Málsnúmer 1104158Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá á 204 og 207 fundi skipulags-og byggingarnefndar. Í dag liggur fyrir bréf Sesselju Bjarnadóttur frá Umhverfisráðuneytinu, dagsett 19. apríl sl., þar sem hún fer þess á leit að sveitarfélög sem enn hafi ekki skilað inn tillögum geri það innan sex vikna frá dagsetningu framangreinds bréfs. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að óska eftir fundi með hlutaðeigandi aðilum varðandi merkingu og hnitsetningu slóða sem færa á inn á kort.
4.Iðutún 20 - Umsókn um lóð.
Málsnúmer 1104148Vakta málsnúmer
Björn Fr. Svavarsson, fh. Trésmiðjunnar Ýr ehf. kt 670688-1279 Aðalgötu 24a á Sauðárkróki, sækir um að fá úthlutað einbýlishúsalóðinni nr. 20 við Iðutún á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.
5.Kleifatún 12 - Umsókn um lóð.
Málsnúmer 1104149Vakta málsnúmer
Björn Fr. Svavarsson, fh. Trésmiðjunnar Ýr ehf. kt 670688-1279 Aðalgötu 24a á Sauðárkróki, sækir um að fá úthlutað einbýlishúsalóðinni nr. 12 við Kleifatún á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.
6.Utanverðunes land - Umsókn um nafnleyfi
Málsnúmer 1104099Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Caroline Mende kt 140570-2739 eiganda lands með landnúmer 219627 og er úr landi Utanverðunes. Umsóknin varðar heimild til að nefna landspilduna Nes. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
7.Varmahlíð Hótel - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1105102Vakta málsnúmer
Páll Dagbjartsson, fh Gestagangs ehf kt 410206-0990 sækir um leyfi til að reisa gistihús á lóð norðan Arionbanka í Varmahlíð og félaginu var úthlutað af skipulags- og byggingarnefnd þann 8. september sl. Framlagðir aðaluppdrættir Björn Snæbjörnsson arkitekt faí kt. 270664-5989. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að aðkoma að lóðinni frá Sauðárkróksbraut skal vera samkvæmt samþykktu skipulagi. Uppdrættir eru í umsagnarferli hlutaðeigandi aðila. Byggingarfulltrúi veitir byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.
8.Bakkaflöt lóð - Umsókn um stofnun lóðar
Málsnúmer 1105110Vakta málsnúmer
Bakkaflöt 2202277 landskipti. Sigurður Friðriksson kt. 010449-2279 þinglýstur eigandi Bakkaflatar í Skagafirði, landnr. 146198, sækir með bréfi dagsettu 11. maí sl., um heimild skipulags-og bygginganefndar og Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 3.511,0 m² lóð úr landi jarðarinnar, samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7346, dags. 11. maí 2011. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146198.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
9.Miklihóll (146418) - Umsókn um byggingarreit.
Málsnúmer 1105032Vakta málsnúmer
Miklihóll 146418. Auður Steingrímsdóttir kt. 100863-5109 og Guðmundur Sveinsson kt. 161060-4539 eigendur jarðarinnar Miklahóls (146418), sækja með bréfi dagsettu 5. maí sl., um að fá samþykktan byggingarreit á jörðinni eins og hann kemur fram á meðfylgjandi uppdrætti. Einnig sækja þau um framkvæmdarleyfi fyrir veglagningu að byggingarreitnum. Fyrirhuguð bygging er 30 m2 frístundarhús. Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf Verkfræðistofa af Braga Þór Haraldssyni í verki númer 73511, dagsettur 4. maí 2011. Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið að fengnum umsögnum minjavarðar og vegagerðar.
10.Lágeyri 3 - Umsókn um lóð.
Málsnúmer 1010085Vakta málsnúmer
Þann 17. nóvember sl var lóðinni Lágeyri 3 úthlutað Hjálmari Steinari Skarphéðinssyni kt. 110341-2889, Stefáni Valdimarssyni kt. 160248-7699, Steindóri Árnasyni 201261- 3259 og fh. Krókaleiða ehf. kt. 680403-2360, Þorvaldi Steingrímssyni kt 080359-3739. Með bréfi dagsettu 10. maí sl segja Hjálmar Steinar Skarphéðinsson og Stefán Valdimarsson sig af lóðinni. Með bréfi, einnig dagsettu 10. maí sl er óskað eftir að lóðinni verði úthlutað til eftirtalinna aðila, Krókaleiða ehf. kt. 680403-2360, Þorvaldur Steingrímsson, Steindórs Árnasonar kt. 201261- 3259 Friðriks Jónssonar ehf. kt 451078-1199 og til Lundahöfða ehf kt. 421106-2150. Tekið er fram að byggingaráform eru óbreytt þó byggingaraðilar sú nú að hluta til aðrir. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
11.Suðurbraut 12 - Fyrirspurn um byggingarleyfi og breytta notkun.
Málsnúmer 1105012Vakta málsnúmer
Suðurbraut 12 Hofsósi. Bjarki Már Sveinsson kt. 170172-5749, sækir fyrir hönd Magnúsar Jónssonar kt. 220555-3219 um leyfi til að breyta notkun hússins sem stendur á lóðinni númer 12 við Suðurbraut á Hofsósi úr þjónustuhúsnæði í íbúðarhús. Einnig sótt um útlitsbreytingar á húsinu og að breyta burðarvirki þess. Erindið samþykkt.
12.Heiði 145935 - Umsókn um auglýsingaskilti
Málsnúmer 1105154Vakta málsnúmer
Sigurður Bjarni Rafnsson kt.100371-4809 sækir með bréfi dagsettu 5. mars sl.fyrir hönd Skíðadeildar UMF Tindastóls kt 690390-1329 um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti við veg að skíðasvæði Skíðadeildar UMF Tindastóls í Tindastóli. meðfylgjandi gögn sína fyrirhugaða staðsetning skiltis.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
13.Hólar 146440-Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1104073Vakta málsnúmer
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vatnslagnar frá borholu við Hof í Hjaltadal að bleikjurannsóknahúsi á Hólum. Bjarni K. Kristjánsson deildarstjóri Fiskeldisdeildar sækir f.h. Háskólanns á Hólum með bréfi dagsettu 11. apríl sl., um framkvæmdaleyfi til að leggja vatnslögn frá borholu á eyrunum neðan við Hof að vatnshúsi austan við gömlu fjárhúsin á Hólum. Framlagður , yfirlitsuppdráttur í verki númer 4204 nr. S-01, gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og er hann dagsettur 23. mars 2011. Samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Lögð fram til kynningar samkvæmt 2 mgr 30. gr skipulagslaga tillaga að breyttu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Breytingartillagan varðar heitavatnsborholu í Skarðsdal og nýja hitaveitulögn að þéttbýlinu á Siglufirði. Skipulags- og byggingarnefnd gerir enga athugasemd við breytingartillöguna.