Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

221. fundur 09. febrúar 2011 kl. 08:15 - 10:08 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Pálmi Sigurður Sighvats áheyrnarftr.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Ársskýrsla umhverfis og tæknisviðs

Málsnúmer 1102041Vakta málsnúmer

Ársskýrsla umhverfis og tæknisviðs lögð fram. Jón Örn fór yfir og kynnti skýrsluna, helstu verkþætti og kostnaðarliði sem heyra undir Umhverfis-og tæknisviðið.

2.Lög um mannvirki - Gildistaka mannvirkjalaga

Málsnúmer 1102030Vakta málsnúmer

Lög um mannvirki - Gildistaka mannvirkjalaga. Jón Örn fór yfir og kynnti ný lög um mannvirki sem tóku gildi um síðustu áramót. Einnig gerði hann grein fyrir helstu stjórnsýslubreytingum sem verða frá áðurgildandi skipulags-og byggingarlögum. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að áfram starfi byggingarnefnd í sveitarfélaginu og fari með skipulags- og byggingarmál. Sveitarstjórn setji byggingarnefnd erindisbráf í samræmi við 7 grein Mannvirkjalaga. Nefndin felur formanni að fylgja málinu eftir og að niðurstaða fáist á næsta sveitarstjórnarfundi.

3.Kirkjugata spennistöð - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1102039Vakta málsnúmer

Kirkjugata - Umsókn um lóð fyrir spennistöð. Garðar Briem sækir fyrir hönd RARIK um að fá úthlutað lóð við Kirkjugötu á Hofsósi. Lóðin er fyrir spennistöð sem stendur austast og sunnan við Kirkjugötuna. Fyrir liggur tillaga skipulagsfulltrúa að afmörkun lóðarinnar og felur Skipulagsnefnd Skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu og gera lóðarsamning við RARIK.

4.Neðri-Ás 2 land 220055 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1102005Vakta málsnúmer

Neðri-Ás 2 land 220055 - Umsókn um landskipti. Svanbjörn Jón Garðarsson kt. 140350-2659, þinglýstur eigandi jarðarinnar Neðra-Áss 2 í Hjaltadal, landnúmer 146478, sækir með bréfi dagsettu 28. janúar sl., um heimild skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 18,7 ha. landspildu út úr jörðinni. Landið sem um ræðir er nánar skilgreint á yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem unnin er af Hjalta Þórðarsyni kt. 011265-3169. Uppdrátturinn er í verki númer 1105 og er hann dagsettur 1. febrúar 2011. Í umsókn kemur einnig fram að lögbýlarétturinn muni áfram fylgja landnúmerinu 146478. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

5.Tunguhlíð land A 220062 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1102043Vakta málsnúmer

Tunguhlíð land A 220062 - Umsókn um landskipti. Valgarð Guðmundsson kt. 131036-2139, þinglýstur eigandi jarðarinnar Tunguhlíðar í Tungusveit, landnúmer 146244 sækir með bréfi dagsettu 5. febrúar sl., um heimild skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 36,0 ha. landspildu út úr jörðinni. Landið sem um ræðir er nánar skilgreint á yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem unnin er af Hjalta Þórðarsyni kt. 011265-3169. Uppdrátturinn er í verki númer 1106 og er hann dagsettur 5. febrúar 2011. Í umsókn kemur einnig fram að lögbýlarétturinn muni áfram fylgja landnúmerinu 146244. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

6.Gil land 219239 - umsókn um nafnleyfi

Málsnúmer 1101097Vakta málsnúmer

Gil land 219239 - umsókn um nafnleyfi. Sigurjóna Skarphéðinsdóttir kt. 190557-5459 og Ólafur E. Friðriksson kt. 030957-4749 eigendur sumarhúsalandsins Gil land, landnúmer 219239, sækja með bréfi dagsettu 14. janúar sl., um að fá að nefna landið og frístundahús sem á landinu stendur Öxl. Erindið samþykkt.

7.Bakkaflöt (146198) - Umsögn um byggingarreyt.

Málsnúmer 1101180Vakta málsnúmer

Bakkaflöt (146198) - Umsögn um byggingarreit. Sigurður Friðriksson kt. 010449-2279, eigandi Gistiheimilisins að Bakkaflöt sækir með bréfi dagsettu 22. janúar sl., um byggingarleyfi fyrir sáhýsum á landi Bakkaflatar. Framlagður afstöðuuppdráttur er gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur. Uppdrátturinn númer S01 og er hann dagsettur 12. janúar 2011. Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti.

8.Ártorg 1 (143142) - umsókn

Málsnúmer 1102065Vakta málsnúmer

Ártorg 1 (143142) Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri sækir fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga um breytingu á byggingarreit innan lóðarinnar Ártorg 1. Samþykkt að fela skipulags- og byggingarfultrúa að skoða mögulegar breytingar á byggingarreit lóðarinnar

Fundi slitið - kl. 10:08.