Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

257. fundur 23. apríl 2014 kl. 09:00 - 10:35 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gil lóð 1 (220944) - Umsókn um byggingarreit og vegtengingu

Málsnúmer 1403343Vakta málsnúmer

Gil lóð 1 (220944) - Umsókn um byggingarreit og vegtengingu. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 1.apríl sl., þá bókað.
?Símon Skarphéðinsson kt. 120850-3509 og Brynja Ingimundardóttir kt. 140251-2329 sækja f.h Vinnuvéla Símonar ehf.kt. 510200-3220 um að fá samþykkta tvo byggingarreiti á lóðinni Gil lóð 1 (landnr. 220944), annars vegar fyrir geymsluskemmu og hins vegar fyrir aðstöðuhúsi. Einnig er sótt um leyfi fyrir vegtengingu að byggingarreitum. Framlagður yfirlits/afstðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðnum framkvæmdum. Uppdrátturinn er í verki númer 72247, nr. S-02, og er hann dagsettur 12. mars 2014. Erindinu frestað.?
Nú kemur fram í greinargerð að væntanlegt geymsluhús verði nýtt sem tækjageymsla fyrir Vinnuvélar Símonar ehf. og geymsla fyrir hjólhýsi og ferðatæki og að fyrirhugað sé að sækja um sérstaka lóð fyrir húsið. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir. Einnig liggur fyrir umsögn Vegagerðarinnar þar sem fram koma athugasemdir varðandi fyrirhugaða vegtengingu við Sauðárkróksbraut (75). Byggingarreitur fyrir vélageymsluna samþykktur.

2.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1310348Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að deiliskipulagi vegna endurbyggingar á Gönguskarðsár og byggingu nýs stöðvarhúss.

3.Bústaðir II 193157 - - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1404096Vakta málsnúmer

Sigrún Anna Pálsdóttir kt. 300782-4429 og Steindór Búi Sigurbergsson kt. 210383-5739, eigendur Bústaða II, (landnr. 193157) óska eftir að fá samþykktan byggingarreit fyrir aðstöðuhús á óskiptu landi Bústaða I og II. Framlagður yfirlits-og afstöðuuppdrátturgerir grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-03 í verki nr. 75181, og er hann dagsettur 7. apríl 2014. Fyrir liggur skriflegt samþykki Kristjáns Kristjánssonar kt. 070647-3119 sem er eigandi Bústaða I landnr. 146158. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar umsagnir hlutaðeigandi liggja fyrir.

4.Jöklatún 5-7 5R - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1309381Vakta málsnúmer

Jöklatún 5-7 5R - Fyrirspurn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 9. október 2013 og 21. febrúar 2014. Á fundi nefndarinnar 21. febrúar sl var eftirfarandi bókað: ?Málið áður á dagskrá nefndarinnar 9.10.2013, þá óskað frekari gagna. Eigendur parhúss sem stendur á lóðinni nr. 7 við Jöklatún á Sauðárkróki leita umsagnar Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðra breytinga á framangreindu íbúðarhúsi. Fyrirhugaðar breytingar varða bygging bílskúrs á lóðinni samtengdu íbúðarhúsi. Meðfylgjandi gögn dagsett 3.2.2014. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.?
20 mars sl. var eigendum húsa við Jöklatún 1, 2, 3, 4, 5, 6, og 8, ásamt eigendum húsa við Laugatún nr.2, 4, 6, 8, 10 og 12, grenndarkynnt erindið, ekki hafa borist umsagnir eða athugasemdir frá þessum aðilum. Byggingarreitur samþykktur.

5.Brekkutún 4 - Umsókn um breikkun innkeyrslu.

Málsnúmer 1404124Vakta málsnúmer

Brekkutún 4 - Umsókn um breikkun innkeyrslu. Margrét Grétarsdóttir kt. 200865-3759 og Páll Sighvatsson kt. 260265-3189 eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 4 við Brekkutún á Sauðárkróki óska heimildar Skipulags-og byggingarnefndar og Umhverfis-og samgöngunefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 3,2 metra breikkun til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins.
Einnig sótt um leyfi til að staðsetja setlaug á lóð hússins í samræmi við áðursamþykkta aðaluppdrætti. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum. Fyrir liggur umsögn Indriða Þórs Einarssonar sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs þar sem fram kemur að hann fyrir sitt leiti samþykkir breikkun á inn keyrslunni en bendir jafnframt á að ef tjón verður á lögnum við framkvæmdina skuli húseigandi tilkynna það og bera af því allan kostnað. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

6.Miklihóll land 2 (221574) - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1404145Vakta málsnúmer

Knútur Aadnegard kt 020951-2069 eigandi Miklihólls land 2 (221574) óskar eftir að fá samþykktan byggingarreit fyrir frístundahús á landinu. Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 71891, nr. S-01 og er hann dagsettur 13. mars 2014. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar umsagnir hlutaðeigandi liggja fyrir.

7.Sauðárkrókur 218097 - Umsókn um lóð við Borgarland

Málsnúmer 1404150Vakta málsnúmer

Páll Sighvatsson kt. 260265-3189 og Sigurbjörn Skarphéðinsson kt. 280955-3619 sækja um að fá úthlutað lóð við Borgarland á Sauðárkróki. Í umsókn kemur fram að fyrirhugað sé að byggja 400 - 450 m² iðnaðarhús á lóðinni. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekki liggur fyrir deiliskipulag á umræddu svæði. Fyrirliggjandi eru aðrar byggingarhæfar lóðir í hverfinu sem umsækjendum er bent á.

8.Borgarfell 146151 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1312128Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Guðsteins Guðjónssonar kt. 050540-2789 og Bjarkar Sigurðardóttur kt. 210744-2079, dagsett 9. apríl 2014. Umsókn um leyfi til að breyta útihúsum á jörðinni Borgarfell (146151). Breytingin felur í sér að breyta notkun húsanna í geymslu, ásamt því að breyta útliti þeirra, einangra og klæða utan. Byggingarleyfi veitt 15. apríl 2014.

9.Bárustígur 9 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1404153Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Hjalta Árnasonar kt. 010870-48, dagsett 10. apríl 2014. Umsókn um leyfi til að breyta útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 9 við Bárustíg á Sauðárkróki. Um er að ræða breytingu á gluggum. Byggingarleyfi veitt 15. apríl 2014.

10.Lóð 63 á Gránumóum - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1402372Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Ágústar Andréssonar kt. 110571-4889, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009, dagsetta 26. febrúar 2014. Umsókn um leyfi til að byggja við fóðurstöð félagsins á lóð nr. 63 á Gránumóum (143383) á Sauðárkróki. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa Skagafjarðar 10. apríl 2014.

11.Lambanes (146837) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1311189Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Guðmundar H. Jónssonar kt. 180677-5509 og Önnu G. Hermannsdóttur kt. 291172-3699, dagsett 27. mars 2014. Umsókn um leyfi til að byggja við og breyta íbúðarhúsinu á jörðinni Lambanes (146837) í Fljótum, Skagafirði, ásamt því að byggja bílgeymslu. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa Skagafjarðar 10. apríl 2014.

12.Faxatorg (143322)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1403275Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Indriða Þórs Einarssonar kt. 110279-5749, f.h. eignasjóðs Sveitafélags Skagafjarðar kt. 550698-2349, móttekin er 26. mars 2014. Umsókn um leyfi til að byggja nýtt anddyri og lyftuhús við Safnahúsið, Faxatorgi á Sauðárkróki ásamt því að breyta innangerð hússins. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 9. apríl 2014.

13.Hóll 145979 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1403138Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Hrefnu Hafsteinsdóttur kt. 030480-5119 og Jóns Grétarssonar kt.081177-4499, dagsett er 10. mars 2014. Umsókn um leyfi til að byggja legubásafjós á jörðinni Hóli (145979) í Sæmundarhlíð, Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 4. apríl 2014.

14.Lýtingsstaðir lóð 1 (219794) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1311082Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Sveins Guðmundssonar kt. 250749-2959, sem dagsett er 11. nóvember 2013. Umsókn um leyfi til að byggja undirstöður og koma fyrir gestshúsi á lóðinni Lýtingsstaðir lóð 1 (219794) í Skagafirði. Fyrirhugað er að flytja á lóðina hús sem í dag stendur á lóðinni Óðinsnes 2 á Akureyri. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 3. apríl 2014.

15.Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkrókir - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1402229Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Eyjólfs Þórs Þórarinssonar kt. 170460-3759, f.h. Fasteigna Ríkisjóðs kt. 690981-0259, dagsett 14. febrúar 2014. Umsókn um leyfi til að breyta aðstöðu fyrir sorpflokkun í kjallara elsta hluta Heilbrigðisstofnunnar á Sauðárkróki. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa Skagafjarðar 2. apríl 2014.

Fundi slitið - kl. 10:35.