Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

230. fundur 09. desember 2011 kl. 08:15 - 09:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Pálmi Sigurður Sighvats áheyrnarftr.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Lambanes-Reykir lóð(146846) - Rekstrarleyfi umsagnarbeiðni

Málsnúmer 1111026Vakta málsnúmer

Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

2.Árfell land 215214 -Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1110088Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Guðrúnar Brynju Guðsteinsdóttur kt. 081271-4459 og Gylfa Ingimarssonar kt. 140370-5929 dagsetta 6. október 2011. Umsókn um leyfi til að einangra og klæða að utan frístundahús sem stendur á lóðinni Árfell (215214) í Skagafirði. Byggingarleyfi veitt 2. nóvember 2011.

3.Ríp 1(146395)-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1105271Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Þórðar Þórðarsonar 021064-3439, dagsett 30. maí 2011. Umsókn um byggingu aðstöðu- og saunahúss á lóðinni Ríp 1 í Skagafirði, landnúmer 146395. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 20. október 2011.

4.Stóra-Holt lóð 1 (220306) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1110152Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Gunnars Steingrímssonar kt. 260557-5039, dagsett 24. ágúst 2011. Umsókn um leyfi til að byggja frístundahús að Stóra-Holti lóð 1 með landnúmer 220306 í Fljótum Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 28. október 2011.

5.Stórhóll 146236-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1111132Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Þórarins Guðna Sverrissonar kt. 041062-2079, dagsett 19. október 2011. Umsókn um leyfi til að byggja aðstöðuhús á jörðinni Stórhóli (146236) í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 30. nóvember 2011.

6.Keldudalur 146390 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1111168Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Þórarins Leifssonar kt. 230866-4309, f.h. Keldudals ehf. kt. 570196-2359, dagsett 24. nóvember 2011. Umsóknin um leyfi fyrir byggingu mykjutanks í landi Keldudals (146390), Hegranesi í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 29.11.2011.

7.Stóra-Gröf syðri land 213996-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1108044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Sigfúsar Inga Sigfússonar kt. 031175-5349 og Laufeyjar Leifsdóttur kt. 281075-5279 dagsett 5. ágúst 2011. Umsókn um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Stóru-Gröf syðri land (213996). Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 21. nóvember 2011.

8.Varmahlíð 146128 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1111162Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Páls Pálssonar veitustjóra, f.h. Skagafjarðarveitna ehf. kt. 691097-2509, dags. 18. október 2011. Umsókn um leyfi til að einangra og klæða að utan gasskiljutank sem stendur á lóð með landnúmer 146128 við Norðurbrún í Varmahlíð. Byggingarleyfi veitt 14.11.2011.

9.Sauðárhæðir - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1110268Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Elvars Inga Jóhannessonar kt. 030683-3829, f.h. Fasteigna Ríkisjóðs , dagsett 26. októberber 2011. Umsókn um leyfi til að rífa niður ytri hluta núverandi vindfangs við norðurinngang dvalarheimilis Heilbrigðisstofnunnar á Sauðárkróki (landnr. 143929 og fastanr. 213-2585) og byggja þar nýtt anddyri/vindfang. Byggingarleyfi veitt 8. nóvember 2011.

10.Hávík 146012-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1111024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Jóns Árna Sigurðssonar kt. 250672-3819 sem dagsett er 20. september 2011. Umsóknin um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið í Hávík (146012) í Skagafirði, ásamt því að breyta útliti og innri gerð hússins. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 05.12.2011.

11.Lágeyri 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1109065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Önnu Margrétar Hauksdóttur kt. 120665-3169 dagsett 8. september 2011, fyrir hönd Ísfells ehf kt. 480269-4119, lóðarhafa lóðarinnar númer 1 við Lágeyri á Sauðárkróki,. Umsóknin varðar leyfi fyrir byggingu iðnaðarhúss á lóðinni. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 3. nóvember 2011.

12.Breiðstaðir 145925 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1109320Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn J. Björgvins Benediktssonar kt. 050777-5539 sem dagsett er 23. september 2011. Umsóknin um leyfi fyrir bygginu aðstöðuhúss að Breiðstöðum (145925), Gönguskörðum í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 01.11.2011.

13.Miklibær lóð 1 (220599) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1111110Vakta málsnúmer

Miklibær lóð 1 (220599) - Umsókn um landskipti. Halldór Þorleifur Ólafsson kt. 201234-2049, eigandi jarðarinnar Miklabæjar (landnr. 146569) Óslandshlíð í Skagafirði, sækir með bréfi dagsettu 1.11.2011 um leyfi til þess að stofna lóð í landi jarðarinnar, samkvæmt framlögðum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7605, dags. 31. október 2011. Einnig er sótt um lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Miklibær, landnr. 146569. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146569. Erindið samþykkt

14.KS Varmahlíð- umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1110243Vakta málsnúmer

Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

15.Fjárhagsáætlun 2012 - Skipulags-og byggingarnefnd

Málsnúmer 1112055Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2010. Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram til umræðu. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 51.135.000.- og tekjur kr. 8.155.000.- Heildarútgjöld kr. 42.980.000.- NIðurstöðutalan eins og hún er lögð fram er óbreytt frá síðasta ári. Þessum lið vísað til byggðarráðs til afgreiðslu.

16.Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir bréfi sveitarstjóra til umhverfisráðherra þar sem formlega er farið fram á við hæstvirtan umhverfisráðherra að tekin verði til endurskoðunar sú niðurstaða að fresta beri staðfestingu á þeim hluta Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 sem varðar legu Hringvegar 1 á 15 km kafla í Skagafirði, þ.e þeim hluta aðalskipulagsins þar sem Vegagerðin og sveitarfélagið eru ekki sammála um legu veglínunnar, sbr. 2. og 3. mgr. 19. gr. skipulags- og byggingarlaga Farið er fram á að Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2011 verði staðfest athugasemdalaust eins og það liggur fyrir frá hendi sveitarstjórnar.

Þá var kynnt álitsgerð Stefáns Ólafssonar hrl. og Arnars Inga Ingvarssonar lögfr. Álitsgerðin er dagsett 1.11.2011 og varðar ákvörðun umhverfisráðherra dags. 23. júní 2010 um að fresta staðfestingu á þeim hluta aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem varðar legu þjóðvegar 1 hringvegar, og þá ákvörðun umhverfisráðherra frá 31. maí 2011 um að fresta hluta aðalskipulags Blönduóssbæjar og Húnavatnshrepps þar sem ný veglína hringvegar um svokallaða Húnavallaleið liggur.

Þá var einnig kynnt bréf innanríkisráðherra dagsett 28. nóvember varðandi legu hringvegarins. Þar gerir innanrikisráðherra grein fyrir að ekki sé gert ráð fyri í samgönguáætlun að breyta legu hringvegar í Skagafirði.

17.Gönguskarðsárvirkjun-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1110275Vakta málsnúmer

Gönguskarðsárvirkjun, umsókn um niðurrif mannvirkja. Bragi Þór Haraldsson kt. 080353-4219 fyrir hönd RARIK ohf. sækir með bréfi dags, 31. október sl.,um leyfi til að rífa mannvirki sem standa á Gránumóum tilheyrandi Gönguskarðsárvirkjun. Mannvirkin sem um ræðir eru Þrýstivatnsturn með fastanúmerið 213-2543, byggður árið 1947 og lokahús við jöfnunarþró með fastanúmerið 228-4500, byggt árið 1981. Þann 7. júlí 2008 sótti Tryggvi Ásgrímsson, fh. RARIK ohf. kt 520269-2669 um leyfi til að rífa aðrennslisstokk að stöðvarhúsi og tengd mannvirki þ.e. þrýstivatnsturn og lokuhús þar sem ljóst var að þessi mannvirki yrðu ekki meira notuð. 9. júlí það sama ár samþykkti skipulags-og byggingarnefnd umbeðið leyfi. Erindið samþykkt.

18.Lóð 50 á Nöfum - Umsókn um stækkun á lóð

Málsnúmer 1111140Vakta málsnúmer

Lóð 50 á Nöfum (143954). Rúnar Pálsson kt. 070362-3849 sækir um stækkun lóðarinnar númer 50 á Nöfum. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir þeirri stækkum sem beðið er um. Erindið samþykkt.

19.Helluland land A (212709)-Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1112020Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingarreit og framkvæmdaleyfi. Jóhann M. Jóhannsson kt. 080568-5929, eigandi Helluland land A (212709) sækir með bréfi dagsettu 2. desember sl., um að fá samþykktan byggingarreit fyrir íbúðarhúsi á landinu ásamt veglagningu að reitnum. Framlagður uppdráttur er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7609, nr. S01, dagsettur 3. nóvember 2011. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar fullnægjandi umsagnir liggja fyrir.

20.Helluland H (219830) - Umsókn um byggingarreit,framkvæmda og nafnleyfi

Málsnúmer 1111062Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingarreit, framkvæmda og nafnleyfi. Geir Eyjólfsson kt. 261257-6379 og Sigríður Ingólfsdóttir kt. 260160-4519 eigendur Hellulands lands H (219830) sækja með bréfi dagsettu 31. október sl., um að fá samþykktan byggingarreit fyrir íbúðarhúsi á landinu ásamt veglagningu að reitnum. Framlagður uppdráttur er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7604, nr. S01, dagsettur 31. október 2011. Fyrirliggjandi jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi umsagnaraðila. Einnig sækja þau um að fá að nefna landið Skessuland. Erindið samþykkt.

21.Ríp 1 land, (146395) - Umsögn um lausn lands úr landbúnaðarnotum.

Málsnúmer 1111078Vakta málsnúmer

Ríp 1 land, (146395) Umsókn um lausn lands úr landbúnaðarnotum. Megin Lögmannsstofa fh. Þórðar Þórðarsonar kt. 021064-3439 sem er eigandi Ríp 1 land, landnúmer 146395, sækir með bréfi dagsettu 9. nóvember 2011, með vísan til 6. gr. laga nr. 81/2004 um lausn landsins úr landbúnaðarnotum. Erindið samþykkt.

22.Egg lóð 146370 - Umsókn um afmörkun lóðar.

Málsnúmer 1112112Vakta málsnúmer

Egg lóð, landnr. 146370. Pálmar Jóhannesson kt. 200145-3809, Elín Gerður Jóhannesdóttir kt. 230651-5589, Ingibjörg Jóhannesdóttir kt. 120547-2839, Pálína Sigríður Jóhannesdóttir kt. 090349-4499 og Sigurður Jóhannesson kt. 201257-4769 þinglýstir eigendur lóðarinnar Egg lóð, landnr. 146370 Hegranesi Skagafirði, sækja með bréfi dagsettu 5. desember 2011 um staðfestingu á stærð og lóðamörkum lóðarinnar en þau eru jafnframt eigendur aðliggjandi jarðar. Stærð og staðsetning lóðarinnar er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 7610, dags. dags. 2. desember 2011. Erindið samþykkt.

23.Egg land 1 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1112108Vakta málsnúmer

Egg, land 1, landnúmer 220633. Pálmar Jóhannesson kt. 200145-3809, Elín Gerður Jóhannesdóttir kt. 230651-5589, Ingibjörg Jóhannesdóttir kt. 120547-2839, Pálína Sigríður Jóhannesdóttir kt. 090349-4499 og Sigurður Jóhannesson kt. 201257-4769 þinglýstir eigendur jarðarinnar Egg (landnr. 146368) Hegranesi Skagafirði, sækja með bréfi dagsettu 5. desember 2011 um heimild til að skipta 18,9 ha spildu út úr jörðinni. Landið sem um ræðir er nánar skilgreint á framlögðum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7610, dags. 2. desember 2011. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146368. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:20.