Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Nýlendi land 146576 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1204105Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Ásdísar Ármannsdóttur kt. 230567-4689 og Oddbjörns Magnússonar kt. 280967-5729, dagsett er 15. maí 2012. Umsóknin um leyfi til að byggja við núverandi sumarhús í sumarbústaðalandinu Nýlendi land (146576), Deildardal í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 22.06.2012.
2.Reykir Reykjaströnd, gisting - Umsókn um rekstrarleyfi
Málsnúmer 1206244Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 13. júní sl., þar sem óskað er umsagnar um rekstarleyfi fyrir gistiaðstöðu að Reykjum á Reykjaströnd. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki þann 6. júlí sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.
3.Lýtingsstaðir 146202-Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1206022Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 22. maí sl., þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun á rekstarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna að Lýtingsstöðum. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki þann 4. júní sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.
4.Keldudalur Leifshús-Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1206039Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 5. júní sl., þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun á rekstarleyfi fyrir Leifshús í Keldudal, Hegranesi. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki þann 6. júní sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.
5.Lindargata 3 - Umsókn um rekstarleyfi
Málsnúmer 1206256Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 13. júní sl., þar sem óskað er umsagnar um rekstarleyfi fyrir Hótel Tindastól, Lindargötu 3, . Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki þann 20. júní sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.
6.Brúnastaðir 146789 - Umsókn um rekstarleyfi
Málsnúmer 1206318Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 28. júní sl., þar sem óskað er umsagnar rekstarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna, Brúnastöðum í Fljótum. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki þann 29. júní sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.
7.Eyrarvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1205023Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Kjötafurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, dagsett 4. maí 2012. Umsókn um leyfi til að fjarlægja steinsteypta skábraut og vöruskýli austan núverandi frysta sem stendur á lóðinni númer 20 við Eyrarveg á Sauðárkróki. Einnig sótt um leyfi til stækkunar á hraðfrysti, endurbætur á núverandi frystiklefa ásamt byggingu pökkunar og afgreiðsluhúss.
Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 22. júní 2012.
Samþykktin nær til þess áfanga framkvæmdarinnar sem er viðbygging yfir frystivélar og breytingar á eldra húsnæði vegna hraðfrysta.
Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 22. júní 2012.
Samþykktin nær til þess áfanga framkvæmdarinnar sem er viðbygging yfir frystivélar og breytingar á eldra húsnæði vegna hraðfrysta.
8.Akurhlíð 1 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1206115Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn byggingarleyfisumsókn Ásgeirs B. Einarssonar kt.180257-5359 fyrir hönd Raðhúss ehf kt.701274-2889, eiganda verslunarinnar Hlíðarkaups ehf. sem stendur á lóð nr. 1 við Akurhlíð á Sauðárkróki. Þar er sótt um leyfi til að byggja við, breyta útliti og innra skipulagi á núverandi verslunarhúsnæði.
Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 28. júní 2012.
Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 28. júní 2012.
9.Lambanes lóð 191896 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1206289Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Björns R. Arasonar kt. 310162-4859 dagsett 7. september 2011. Umsóknin um leyfi til að byggja frístundahús í sumarbústaðalandinu Lambanes lóð með landnúmerið 191896, Fljótum í Skagafirði.
Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26.06.2012.
Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26.06.2012.
10.Suðurgata 11B - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1206280Vakta málsnúmer
Magnús Ingvarsson sækir um, fyrir hönd Veigars Gylfasonar kt 260360-2489, leyfi fyrir byggingu bílskúrs á lóðinni númer 11B við Suðurgötu. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 7616, nr A-100, A-101, A-102 og A-200 og gera þeir grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við 44.gr Skipulagslaga
11.Hólar 146440 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1204222Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Skúla Skúlasonar kt. 111158-3559 f.h. Háskólans á Hólum kt. 500169-4359 dagsett 24. apríl 2012. Umsóknin um leyfi til að endurbyggja þrjár elstu burstir gömlu fjárhúsanna á Hólum Hjaltadal ásamt því breyta innraskipulagi húsanna fyrir fiskeldisrannsóknir.
Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12.06.2012.
Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12.06.2012.
12.Pylsuvagn á Hofsósi
Málsnúmer 1206294Vakta málsnúmer
Eigendur Sóltúns ehf á Hofsósi sem reka pylsuvagn á Hofsósi óskum eftir því að endurskoða verði hið fyrsta leyfi til staðsetningar vagnsins og veitt verði leyfi fyrir hann við sundlaugina annaðhvort rétt norðan við sundlaugina eða á planinu þar sem íbúarhúsið Sæland stóð. Þetta erindi er sent skipulags- og byggignarnefnd frá byggðarráði sem fjallaði um erindið á fundi sínum 28 júní sl. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar tímabundna staðsetningu vagnsins á lóðinni sem húsið Sæland stóð á áður.
13.Viðvík 146424 - Umsókn um byggingarreit og framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1206086Vakta málsnúmer
Kári Ottósson kt. 181163-6909, eigandi jarðarinnar Viðvíkur (landnr. 146424) í Viðvíkursveit, Skagafirði, sækir með bréfi dagsettu 4. maí sl., um að fá samþykkta þrjá byggingarreiti fyrir fiskeldiskerjum á jörðinni. Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir byggingarreitum og aðkomu að þeim. Uppdrátturinn er númer S01 í verki nr. 7209, dags. 30. desember 2011. Einnig meðfylgjandi greinargerð um fyrirhugaða framkvæmd dagsett 4. maí 2012 gerð af umsækjanda. Erindið samþykkt.
14.Gestastofa Sútarans - Umsókn um skilti
Málsnúmer 1206296Vakta málsnúmer
Sigríður Káradóttir kt. 190865-3129 sækir, fyrir hönd Gestastofu Sútarans kt. 510110-1290 um að fá að setja upp þrjú auglýsingaskilti fyrir Gestastofuna. Óskað er eftir að fá að staðsetja skiltin við Skagfirðingabraut, Strandveg og Eyrarveg. Meðfylgjandi eru gögn sem gera grein fyrir fyrirhugaðri stærð og staðsetningu skiltanna. Einnig liggur fyrir jákvæð umsögn Vegagerðar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
15.Áshildarholt land (220469) - Umsókn um byggingarreit.
Málsnúmer 1206013Vakta málsnúmer
Sigurður Vilhjálmsson kt. 110341-7769 eigandi Áshildarholts, lands, landnr. 220469, Skagafirði, sæki um heimild fyrir byggingarreit á landinu ásamt aðkomu að reitnum. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur er gerður á Stoð ehf. verk¬fræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 7136-2, dags. 31. ágúst 2011, með breytingum dags. 13. júní 2012. Á byggingarreitnum er fyrirhugað að byggja um 50 m2.heilsárshús úr timbri. Erindið samþykkt.
16.Varmilækur land 207441 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1206257Vakta málsnúmer
Jóhanna Heiða Friðriksdóttir kt. 080579-5359, eigandi geymsluhúsnæðis sem stendur á lóðinni Varmilækur land, landnr. 207441 sækir um leyfi til að breyta notkun útliti og innangerð húsnæðisins ásamt því að breyta notkun þess í íbúðarhúsnæði. Fylgjandi umsókn eru uppdrættir sem gera grein fyrir umbeðnum breytingum gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni kt. 200857-5269. Uppdrættirnir eru í verki númer 1201, nr. 01 og eru þeir dagsettir 08.03.2012. Umrætt hús er gamla verslunarhúsð að Varmalæk. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun húsnæðisins.
17.Skógargata 3 - Lóðarmál.
Málsnúmer 1205095Vakta málsnúmer
Þorgerður Eva Þórhallsdóttir kt. 170877-3309, lóðarhafi lóðarinnar númer 3 við Skógargötu, landnúmer 143727, sækir um að lóðin við húsið Skógargata 3 verði stækkuð. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni lóðarstækkun. Samþykkt að úthlut nú lóðarstækkun um 3 m til norðurs og tíl austurs að lóðarmörkum lóðanna 3 og 3b. Fyrirhugað er að taka skipulag Kaupvangstorgsins til skipulagslegrar meðferðar.
Fundi slitið - kl. 09:46.