Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

299. fundur 08. febrúar 2017 kl. 10:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Iðutún 8 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1702079Vakta málsnúmer

Jón Eymundsson kt.130679-3079 Raftahlíð 78 sækir um lóðina nr.8 við Iðutún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Jóni lóðinni.

2.Undhóll 146599 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1702091Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 6. febrúar 2017 sækir Guðmundur Jónsson kt. 161262-7499, eigandi jarðarinnar Undhóll í Óslandshlíð (landnr. 146599), um heimild Skipulags -og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til þess að skipta 32.888 fermetra spildu úr landi jarðarinnar. Framlagður yfirlits -og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 74022, dags. 6. febrúar 2017. Einnig sótt um heimild til að leysa útskipta landið úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Undhóll, landnr. 146599. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146599. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

3.Hraun II - Tjarnarnáma og Hraun framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1702050Vakta málsnúmer

Vegagerðin sækir, samkvæmt meðfylgjandi gögnum, um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr tveimur námum. Námurnar eru Hraunsnáma (18183) og Tjarnarnáma ( 18180). Jafnframt óskar Vegagerðin eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður meti hvort starfsemi sú sem lýst er í meðfylgjandi erindi skuli fara í umhverfismat. Starfsemin fellur undir C- flokk í 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Það er mat skipulags- og byggingarfulltrúa að efnistaka á allt að 5.000.- rúmmetrum af efni úr þessum námum sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd metur svo að efnistaka úr þessum námum sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Hraunsnámu, en leita þarf umsagnar Fiskistofu og veiðifélags varðandi Tjarnarnámuna.

4.Sauðárkrókslína 2 - 66 kv strengur - Varmahlíð Sauðárkrókur

Málsnúmer 1701371Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Eflu verkfræðistofu fh. Landsnets sem undirbýr lagningu 66kv jarðstrengs, Sauðárkrókslínu 2 (SA2) frá tengivirki í Varmahlíð að fyrirhuguðu tengivirki á Sauðárkróki

Í aðalskipulagi er strengleiðin (SA2) sýnd en tillaga Landsnets að strenglegu víkur að nokkru frá þeirri mörkuðu línu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að taka erindið til skipulagslegrar meðferðar og leggur til að heimila framkvæmdaraðila áfrahaldandi vinnu við undirbúning.

5.Deplar 146791 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1409071Vakta málsnúmer

Í mars 2015 var auglýst breyting á Aðalskipulagi Skagafjarðar vegna hluta jarðarinar Depla í Fljótum þar sem landnotkun var breytt úr svæði til landbúnaðarnota í verslunar- og þjónustusvæði. Aðalskipulagsbreytingin var staðfest þann 9. júlí 2015. Samhliða var auglýst deiliskipulagstillaga þar sem gerð var grein fyrir fyrihugaðri uppbygginu jarðarinnar. Minjastofnun gerði athugasemdir við deiliskipulagið þar sem minjaskráning væri ófullnægjandi. Byggðasafn Skagafjarðar hefur unnið fornleifaskráningu vegna deiliskipulags Depla. Í framhaldi af því liggur fyrir tillaga að deiliskipulagi unnin af Landslagi ehf., Ómari Ívarssyni fh. Fljótabakka, sem óskað er eftir að verði tekin fyrir og afgreidd að nýju í auglýsingar- og kynningarferli. Í tillögunni hafa verið teknar inn upplýsingar úr deiliskráningu fornminja. Auk þess eru eftirfarandi breytingar frá áður auglýstri tillögu, bætt er við upplýsingum um hitaveitu og vatnsveitu, gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir vélageymslu (C) og starfsmannabyggingu (D) norðan aðkomuvegar. Byggingarreitur þjónustubyggingar (B) stækkar til suðurs. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir við umsækjendur að staðsetning byggingarreita c og d verði endurskoðuð.

6.Skagfirðingabraut - íþróttasvæði - deiliskipulag

Málsnúmer 1702083Vakta málsnúmer

Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar 16. janúar sl. var samþykkt að taka íþróttasvæðið við Skagfirðingabraut til deiliskipulagsmeðferðar vegna ákvörðunar um að gera nýjan upplýstan gervigrasvöll á íþróttasvæðinu.Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing unnin hjá Úti- og Inni sf. arkitektum útgáfa 0.0 dagsett 05.02.2017 þar sem fram kemur hvaða áherslur eru hafðar við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og að hún verði send til umsagnaraðila og auglýst samkvæmt ákvæðum skipulagsreglugerðar og skipulagslaga.

7.Glaumbær - lóð 146033 - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1701370Vakta málsnúmer

Helgi Freyr Margeirsson kt. 180382-3729 sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagni á lóð með landnúmer 146033 í Glaumbæ á Langholti. Meðfylgjandi greinargerð gerir grein fyrir erindinu. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar sem fyrir sitt leiti getur fallist á staðsetningu ef vagninn er ekki nær akbraut en 14 m. Afgreiðslu erindis frestað þar til fyrir liggur umsögn þjóðminjavarðar

8.Aðalgata 18 - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1702097Vakta málsnúmer

Tómas Árdal sæki, fyrir hönd Stá ehf. kt. 520997-2029, um stöðuleyfi fyrir geymslugámi á lóðinni Aðalgata 18. Fyrirhuguð staðsetning kemur fram á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er hjá Stoð ehf. verkfræðistofu og dagsettur er 2. febrúar 2017. Erindinu hafnað. Skipulags- og byggingarnefnd telur staðsetninguna óheppilega. Stefna skipulags- og byggingarnefndar er að gámar verði staðsettir á þar til gerðum lóðum og geymslusvæðum, ekki í íbúðarbyggð.

Fundi slitið - kl. 12:00.