Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

309. fundur 13. september 2017 kl. 10:00 - 12:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Stá ehf. Beiðni um rökstuðning vegna höfnunar á stöðuleyfi

Málsnúmer 1706264Vakta málsnúmer

Tómas Árdal, fh Stá ehf. leggur fram kvörtun og óskar eftir rökstuðningi á afgreiðslu Skipulags- og byggingarnefndar frá 8. febrúar sl. þar sem umsókn hans fh. Stá ehf. um stöðuleyfi fyrir geymslugámi á lóðinni Aðalgata 18 á Sauðárkrók var hafnað með eftir farandi bókun.
“Tómas Árdal sækir, fyrir hönd Stá ehf. kt. 520997-2029, um stöðuleyfi fyrir geymslugámi á lóðinni Aðalgata 18. Fyrirhuguð staðsetning kemur fram á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er hjá Stoð ehf. verkfræðistofu og dagsettur er 2. febrúar 2017. Erindinu hafnað. Skipulags- og byggingarnefnd telur staðsetninguna óheppilega. Stefna skipulags- og byggingarnefndar er að gámar verði staðsettir á þar til gerðum lóðum og geymslusvæðum, ekki í íbúðarbyggð."
Skipulags- og byggingarnefnd ítrekar ofangreinda bókun sína og bendir jafnframt á að lóðin Aðalgata 18 er byggingarlóð ekki geymslustaður fyrir gáma. Skipulags- og byggingarnefnd hefur með auglýsingu óskað eftir að eigendur gáma og annara stöðuleyfisskyldra lausafjármuna geri grein fyrir eigum sínum með umsókn sem teknar verða fyrir í Skipulags- og byggingarnefnd. Stefnan er að þessir hlutir verði ekki á íbúðarsvæðum.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 54

Málsnúmer 1708017FVakta málsnúmer

54. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

3.Skíðasvæðið í Tindastóli -Umsókn um framkvæmdaleyfi - Skíðalyfta

Málsnúmer 1709119Vakta málsnúmer

Viggó Jónsson framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Tindastóli óskar fh. Skíðadeildar Tindastóls heimildar til að hefja framkvæmdir við skíðalyftu sem setja á upp við enda núverandi lyftu. Meðfylgjandi eru uppdrættir af mannvirkinu ásamt afstöðumynd. Framkvæmdin er í samræmi við samþykkt deiliskipulag svæðisins. Erindið samþykkt. Viggó Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

4.Rarik - Umsókn um strengleið - Helluland í Hegranesi

Málsnúmer 1709024Vakta málsnúmer

Rögnvaldur Guðmundsson sækir fh. RARIK um strenglögn í landi Hellulands og í landi nokkurra lóða sem skipt hefur verið út úr Hellulandi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggja umsagnir Vegagerðar, Minjavarðar og landeigenda. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Taka þarf tillit til umsagna Vegagerðar og Minjavarðar varðandi framkvæmdina.

5.Áshildarholt lóð 219791 - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1708197Vakta málsnúmer

Valur Valsson kt. 131182-3099 sækir, samkvæmt meðfylgjandi gögnum um stöðuleyfi fyrir tvo 20 feta gáma á lóðinni sinni við Áshildarholt. Samþykkt, stöðuleyfi veitt til eins árs.

6.Melur - 145987 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1707197Vakta málsnúmer

Jóhann Valur Stefánsson kt. 270159-3629, Leifur Aðalsteinsson kt. 310160-2539 og Jóhannes Þór Guðmundsson kt. 200549-4229 sækja fh. Melhorns ehf. kt. 710117-1280 um heimild til að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar Mels skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður var á Lotu ehf. af Kristni Eiríkssyni kt. 120556-2749. Númer uppdráttar er Melur-C-0.101 í verki nr.6168-200. dags. 27.júlí 2017. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

7.Aðalgata 8 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1706260Vakta málsnúmer

Árni Björn Björnsson kt. 290268-4439 og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir kt. 130673-4659 sækja um að breyta inngangi og útlit húss sem stendur á lóðinni nr. 8 við Aðalgötu ásamt því að girða hluta lóðarinnar.
Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er í verki nr. 7283, nr. A-102, dags 3. mars 2011, breytt 9. janúar 2017. Erindið samþykkt.

8.Krithólsgerði (147187) - Umsókn um staðfestingu á hnitsettum landamerkjum

Málsnúmer 1708170Vakta málsnúmer

Bragi Stefán Hrólfsson kt. 041144-2899, undirritaður samkvæmt umboði, f.h. þinglýstra eigenda Krithólsgerðis landnúmer 146187 óska hér með eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á hnitsettum ytri merkjum jarðarinnar eins og þau koma fram á framlögðum afstöðuuppdrætti sem unnum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er S01 í verki 759102, útg. 21. júlí 2017. Innan merkja jarðarinnar er íbúðarhús með fastanúmer 214-1198. Erindinu fylgir yfirlýsing um ágreiningslaus landamerki aðliggjandi jarða.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

9.Skipulagsdagurinn 2017

Málsnúmer 1708206Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá Skipulagsdagsins 2017 sem fer fram 15. september næstkomandi. Dagskráin tekur að þessu sinni mið af tveimur af fjórum viðfangsefnum Landsskipulagsstefnu 2015-2026, eða skipulagi miðhálendisins og skipulagi borgar og bæja. Fundarstaður Gamla bío í Reykjavík.

10.Steinsstaðir lóð nr. 5 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1707136Vakta málsnúmer

Gylfi Ingimarsson kt. 140370-5929 sækir um að fá úthlutað frístundalóðinni, Steinsstaðir lóð nr. 5, landnúmer 222092. Samþykkt að úthluta lóðinni.

11.Víðimýri land (146088) - Víðimýrarkirkja - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 1706266Vakta málsnúmer

Magnea V. Svavarsdóttir óskar eftir, fh. Ríkiseigna, að lóð Víðimýrarkirkju, landnúmer 146088, verði stækkuð í 65.720 ferm, eins og sýnt er á uppdrætti sem fylgir erindinu. Uppdráttur gerður á Stoð ehf af Braga Þór Haraldssyni kt. 080353-4219. Þá er óskað eftir að þau mannvirki sem lenda innan lóðarinnar verði skrá á lóðina. Erindið samþykkt. Óskað er eftir að umsækjandi tilgreini þau mannvirki sem skuli skrá á hið útskipta land.

12.Víðihlíð 13 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1707137Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 3. ágúst sl., þá bókað.
„Viktor Guðmundsson kt. 100473-3729 og Ragna F. Gunnarsdóttir kt. 100877-5039 sækja um tímabundið leyfi til að gera íbúð í hluta bílgeymslu að Víðihlíð 13. Í umsókn kemur fram að íbúðin yrði 24 ferm. og að í íbúðinni yrði 3,25 ferm baðherbergi. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Rýmið getur ekki uppfyllt kröfur reglugerðar um íbúð.“
Fyrir liggur ný umsókn þar sem sótt er um að breyta helmingi bílskúrs í íbúðarrými til eigin nota. Farið er fram á að umsækjandi skili inn til byggingarfulltrúa tilskildum gögnum varðandi fyrirhugaða framkvæmd áður en erindið er afgreitt.

13.Varmahlíð landnúmer 146115 - Umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 1708009Vakta málsnúmer

Þórólfur Gíslason sækir, fh. Kaupfélags Skagfirðinga, um um stækkun lóðar Kaupfélagsins í Varmahlíð samkvæmt meðfylgjandi gögnum og afstöðuuppdrætti sem gerður er hjá Landslag efh. landslagsarkitektum og móttekin er hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa 15. ágúst sl. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar landeiganda, Varmahlíðarstjórnar, og jafnframt er óskað eftir viðræðum við umsækjanda um erindið.

14.Borgarflöt 17-19 - Lóðarmál

Málsnúmer 1708021Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum 1. júní sl. að úthluta lóðunum Borgarflöt 17 og Borgarflöt 19 á Sauðárkróki til ÞERS eigna ehf. 620517-0620.Nú liggur fyrir umsókn Þrastar Magnússonar kt. 060787-3529 fh. ÞERS eigna ehf. um sameiningu lóðanna Borgarflöt 17 og Borgarflöt 19. Erindið samþykkt.

15.Hraun I lóð (146820) - Umsókn um staðfestingu á afmörkun lóðar

Málsnúmer 1708051Vakta málsnúmer

þinglýstir eigendur jarðanna Hraun I (landnr. 146818) og Hraun II (landnr. 146824), óska eftir staðfestingu á afmörkun og stærð lóðar úr óskiptu landi jarðanna samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta er S02 og S03 í verki nr. 7523, dags. 4. ágúst 2017.Einnig sótt um að lóðin Hraun I lóð með landnúmerið 146820 fái heitið Árbakki. Á lóðinni stendur sumarhús með fastanúmer 214-4022.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

16.Hraun I lóð (146821) - Umsókn um staðfestingu á afmörkun lóðar

Málsnúmer 1708052Vakta málsnúmer

þinglýstir eigendur jarðanna Hraun I (landnr. 146818) og Hraun II (landnr. 146824), óska eftir staðfestingu á afmörkun og stærð lóðar úr óskiptu landi jarðanna samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta er S02 og S03 í verki nr. 7523, dags. 4. ágúst 2017. Einnig sótt um að lóðin Hraun I lóð með landnúmerið 146821 fái heitið Hrólfsvellir. Á lóðinni stendur sumarhús með fastanúmer 214-4023.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

17.Haganesvík Samtún 146803 - Umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 1708068Vakta málsnúmer

Þinglýstir eigendur Haganesvík Samtún (landnr. 146803) og Efra-Haganess 2 land 1, landnr. 222258 sækja um heimild til þess að breyta lóðarmörkum milli Efra-Haganess 2 land 1 og Haganesvíkur Samtúns.
Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 72027, dags. 28. febrúar 2017. Einnig fylgir erindinu skýringaruppdráttur nr. S-102 í verki nr. 72027, dags. 28. febrúar 2017.
Innan lóðarinnar Haganesvík Samtún landnr. 146803 stendur einbýlishús með fastanúmerið 214-3959.Fyrir liggur samþykki Grétars G. Hagalín kt. 220855-3849, eiganda 1/3 hluta í framangreindu húsi.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

18.Efra-Haganes 2 lóð 180120 - Umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 1708069Vakta málsnúmer

Þinglýstir eigendur Efra-Haganes 2 lóð (landnr. 180120) og Efra-Haganes 2 land 1, landnr. 222258 sækja um heimild til þess að breyta lóðarmörkum milli Efra-Haganes 2 land 1 og og Efra-Haganes 2 lóð. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 720212, dags. 23. febrúar 2017. Erindinu fylgir einnig skýringaruppdráttur nr. S02 í verki nr. 720212, dags. 23. febrúar 2017. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

19.Unadals- og Deildardalsafréttir - Umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu)

Málsnúmer 1707040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins dagsett 4. júlí 2017 undirritað af Regínu Sigurðardóttur og Sigurði Erni Guðleifssyni fyrir hönd ráðherra. Þar er sótt um stofnun fasteignar (þjóðlendu) og er það gert með vísan til 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 m.sbr.Meðfylgjandi umsókn er úrdráttur úr dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012. Með vísan til bókunar Byggðaráðs
frá 13.8.2015 samþykkir Skipulags- og byggingarnefnd erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða erindið.

Fundi slitið - kl. 12:30.