Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Freyjugata 7, 7a - Umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi
Málsnúmer 2009159Vakta málsnúmer
2.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun
Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer
Lögð er fram tillaga í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. nr 123/2010, að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagstillagan unnin af VSO ráðgjöf. Tillagan inniheldur greinargerð, umhverfisskýrslu auk uppdrátta af þéttbýlisstöðum og dreifbýli.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir greinargerð og umhverfisskýrslu og felur skipulagsfulltrúa að koma athugsemdum og ábendingum nefndarinnar til skipulagsráðgjafa.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir greinargerð og umhverfisskýrslu og felur skipulagsfulltrúa að koma athugsemdum og ábendingum nefndarinnar til skipulagsráðgjafa.
3.Kvistahlíð 12. Stofnun lóðar.
Málsnúmer 2010236Vakta málsnúmer
Lögð er fram tillaga að lóðarblaði fyrir lóðina Kvistahlíð 12, á Sauðárkróki. Á lóðarblaði kemur fram flatarmál lóðar, stærð byggingarreits, nýtingarhlutfall/byggingarmagn á byggingarreit, uppgefin mænisstefna auk hnita með afmörkun lóðar.
Lóðin er 861 m2 að stærð og byggingarreitur 360 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0.32. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsi með hæð húss allt að 5.0m
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna nálægum lóðarhöfum.
Lóðin er 861 m2 að stærð og byggingarreitur 360 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0.32. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsi með hæð húss allt að 5.0m
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna nálægum lóðarhöfum.
4.Kvistahlíð 21 - Stofnun lóðar
Málsnúmer 2010237Vakta málsnúmer
Lögð er fram tillaga að lóðarblaði fyrir lóðina Kvistahlíð 21, á Sauðárkróki. Á lóðarblaði kemur fram flatarmál lóðar, stærð byggingarreits, nýtingarhlutfall/byggingarmagn á byggingarreit, uppgefin mænisstefna auk hnita með afmörkun lóðar.
Lóðin er 789 m2 að stærð og byggingarreitur 431 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0.31. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsi með hæð húss allt að 5.0m.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna nálægum lóðarhöfum.
Lóðin er 789 m2 að stærð og byggingarreitur 431 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0.31. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsi með hæð húss allt að 5.0m.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna nálægum lóðarhöfum.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að afturkalla fyrri samþykkt. Skipulagsfulltrúa er falið að upplýsa þá sem gerðu athugasemdir, og tilkynna um afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.