Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

422. fundur 07. janúar 2022 kl. 13:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Brúarland L146511 - Umsókn um framkvæmdaleyfi-skógrækt

Málsnúmer 2107132Vakta málsnúmer

2107132 - Brúarland L146511 - Umsókn um framkvæmdaleyfi-skógrækt
Guðmundur Sverrisson kt. 291066-3219 sækir fh.Makíta ehf. Kt 6510171300 sem er eigandi lögbýlisins Brúarland L146511 um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 39,0 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði dagsettur 4.8.2021 gerður af Skógræktinni, Bergsveini Þórssyni. Skipulagsfulltrúi hefur óskað umsagnar Minjavarðar Norðurlands vestra varðandi ætlaða framkvæmd og barst svar 10.desember sl. Í svari minjavarðar kemur m.a. fram að fara skuli fram fornleifaskráning á samningssvæði skógræktar til þess að hægt sé að taka afstöðu til áhrifa fyrirhugaðra framkvæmda á minjar.

Þar sem ekki liggur fyrir fornleifaskráning á fyrirhuguðu samningssvæði til skógræktar frestar nefndin afgreiðslu málsins.

2.Víðigrund 14 og 16 - Lóðarmál og bílastæði

Málsnúmer 2109129Vakta málsnúmer

2109129 - Víðigrund 14 og 16 - Lóðarmál og bílastæði
Málið áður á dagskrá Skipulags- og byggingarnefnd 1.10.2021, þá bókað:
„Lagt fram til kynningar erindi formanna húsfélaga fjöleignahúss númer 14 og 16 við Víðigrund dagsett 13. september 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.“
Í dag liggur fyrir tölvupóstur frá Helga Degi Gunnarssyni formanni Víðigrundar 14-16, dagsettur 1.12. sl. Þar sem m.a kemur fram ósk um að afstaða verði tekin til hluta erindis sem var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 1.10. sl., sem er tillaga á færslu gangstéttar um 3 metra til vesturs til að liðka fyrir umferð um Víðigrundina vegna aðkomu að leikskóla á lóðinni númer 7B við Víðigrund og vegna vinnu við endurbætur hússins Víðigrund 14-16 sem séu að hefjast.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna á því svæði sem liggur austan Skagfirðingabrautar og afmarkar lóðir fjöleignahúsa við Víðigrund.

3.Sauðárkrókur 218097 - Túnahverfi, opið svæði

Málsnúmer 2106050Vakta málsnúmer

2106050 - Sauðárkrókur 218097 - Túnahverfi, opið svæði

Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 25.ágúst og 4. nóvember 2021. Þá bókað. "Sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir reisingu leiksvæðis á svæði austan Gilstúns. Meðfylgjandi teikning, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu dagssett 7.okt 2021 og sýnir staðsetningu leiktækisins og einnig er meðfylgjandi velvild íbúa sem eiga aðliggjandi lóðir að opna svæðinu þar sem leiktækið mun standa. Leiktækin eru vottuð og af viðurkenndri gerð. Nefndin frestar afgreiðslu."
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

4.Varmahlíð iðnaðarsvæði 146141 - Lóðarmál

Málsnúmer 2103327Vakta málsnúmer

2103327 - Varmahlíð iðnaðarsvæði 146141 ? Lóðarmál
Málið áður á dagskrá nefndarinnar 16. apríl 2019, þá bókað: „Fyrirliggjandi er umsókn Indriða Þórs Einarssonar sviðsstjóra veitu og framkvæmdasviðs fh. sveitarfélagsins um heimild til girða af núverandi móttökusvæði, gámasvæði, fyrir sorp í Varmahlíð. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera nákvæmari tillögu að staðsetningu og skoða jafnframt lóðarmál þeirra fasteigna sem eru á umræddu svæði.“
Málið aftur á dagskrá nefndarinnar 1. október 2021, þá bókað:
„Lagðar fram tillögur að lóðarblöðum fyrir lóðirnar Varmahlíð iðnaðarsvæði L146141 og Varmahlíð iðnaðarsvæði L146142 auk afstöðumyndar með hæðarlegu vegna Sorpmóttökulóðar í Varmahlíð. Þá liggur fyrir fundarsamþykkt lóðarhafa lóðarinnar Varmahlíð iðnaðarsvæði L146141 dags. 17. mars s.l. þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemd við afmörkun þeirrar lóðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.“
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir afmörkun lóðarinnar Varmahlíð iðnaðarsvæði L146141 eins og hún kemur fram á lóðarblaði sem dagsett er 6. janúar 2022 og felur skipulagsfulltrúa að endurnýja lóðarleigusamning við hlutaðeigandi.

5.Elivogar 146024 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2111104Vakta málsnúmer

2111104 - Elivogar 146024 - Umsókn um landskipti

Undirrituð, Elín H. Sæmundsdóttir kt. 010352-3049, Herdís Á. Sæmundardóttir kt.300754-4309, Hafsteinn Sæmundsson kt.180256-3939, Gunnhildur M. Sæmundsdóttir kt.220557-4729, Margrét Sæmundsdóttir kt.271260-5639, Hermann Sæmundsson kt.190665-3139, Anna E. Sæmundsdóttir kt.141166-4929, Ágúst Jónsson kt.030751-7369, Bryndís Bjarnadóttir kt.271253-3119, Elvar E. Einarsson kt.141172-3879 og Sigríður Fjóla Viktorsdóttir kt.061173-4989. Þinglýstir eigendur jarðarinnar Elivoga í Skagafirði, landnúmer 146024, sækja um heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta tveim landspildum úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni verkfræðing kt. 120379-4029. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 7016, dags. 20. sept. 2021. Óskað er eftir að útskiptu landspildurnar fái heitin Elivogar 1 og Elivogar 2.
Elivogar 2 er 79,1 ha.
Elivogar 1 er 59,7 ha.
Elivogar, landnúmer 146024, verður 163,4 ha, eftir útskiptingu landsins.
Ofangreind landskipti samræmast Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Einar Eðvald Einarsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

6.Hyrnan L229511 - Umsókn um byggingarreit og byggingarleyfi

Málsnúmer 2110234Vakta málsnúmer

2110234 - Hyrnan L229511 - Umsókn um byggingarreit og byggingarleyfi
Björn Ófeigsson kt. 181251-2399 eigandi Hyrnunar L 229511 óskar eftir heimild til þess að stofna byggingarreit fyrir geymsluskýli á landinu. skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 731702 dags. 19.09.2021. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þ. Þórarinssyni.
Meðfylgjandi eru yfirlýsingar eigenda aðliggjandi landa þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við ætlaða framkvæmd. Einnig meðfylgjandi jákvæð umsögn minjavarðar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

7.Borgarteigur 1 - Umsókn um skammtímastæði fyrir bifreiðar

Málsnúmer 2112080Vakta málsnúmer




Thelma Sif Magnúsdóttir kt. 1002874049, fh. Sif snyrtistofu kt. 5302200440 og Magnús Ingvarsson kt. 1711613249, eigendur Borgarteigs 1A óska eftir að gerð verði bílastæði, skammtímastæði sunnan lóðarinnar Borgarteigs 1. Framlögð gögn gera grein fyrir erindinu. Einnig meðfylgjandi yfirlýsing eigenda annarra séreignahluta í húsi þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemdir við ætlaðar framkvæmdir.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.


8.Sjávarborg I 145953 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2112088Vakta málsnúmer

2112088 - Sjávarborg I 145953 - Umsókn um landskipti
Undirritaðar, Heiðbjört Kristmundsdóttir kt. 1908493179, Guðrún B Kristmundsdóttir kt. 1910534949 og Bryndís H Kristmundsdóttir kt. 1109587069 þinglýstir eigendur jarðarinnar , Sjávarborg I í Borgarsveit (landnr.145953), óskum hér með eftir heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að stofna þrjár lóðir úr landi jarðarinnar með vísan til laga nr. 81/2004 með síðari breytingum nr. 1459/151 og laga nr 123/2010. Sótt er um að útskiptu lóðirnar fái heitin.

„Sjávarborg 1A “. Innan lóðarinnar standa MHL 05, fjöleignahús og MHL 13, bílskúr.
„Sjávarborgarkirkja “. Innan lóðarinnar stendur Sjávarborgarkirkja , í dag skráð MHL 07 í landi Sjávarborgar III, landnr. 145956
„Sjávarborg-fuglaskoðunarhús “. Engin mannvirki skráð innan lóðarinnar.

Meðfylgjandi lóðarblöð gera grein fyrir umbeðnum landskiptum:
Sjávarborg 1A, lóðarblað dagsett 01.12.2021, unnið á Eflu Verkfræðistofu (verk 8836-001), af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur kt. 311273-3109.
Sjávarborg-fuglaskoðunarhús, lóðarblað dagsett 01.12.2021, unnið á Eflu Verkfræðistofu (verk 8836-001), af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur kt. 311273-3109.
Sjávarborgarkirkja, lóðarblað dagsett 24.06.2020 unnið af Ríkiseignum.
Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun og skerða ekki landbúnaðarsvæði.
Landheiti útskiptra lóða vísa í heiti upprunalands. Ekki eru önnur landnúmer í sveitarfélaginu skráð með sömu staðvísum.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Lögbýlaréttur fylgir áfram jörðinni Sjávarborg L145953.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.



9.Litla-Gröf land 213680 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2112089Vakta málsnúmer

2112089 - Litla-Gröf land 213680 - Umsókn um landskipti
Ómar B. Jensson kt. 190468-4299 og Vilborg Elísdóttir kt. 010171-3349 sækja fh. Gilsbúsins ehf. kt. 540502-5790 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Litla-Gröf L213680 um heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 31,8 ha. landspildu út úr landi jarðarinnar. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 6.12.2021 gerður af Einari I. Ólafssyni kt. 150390-3389 hjá FRJ ehf. Uppdrátturinn er í verki nr. VV014 útgáfa 02. Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.




10.Hof 1 (228171) - Umsókn um breytta skráningu lands

Málsnúmer 2112114Vakta málsnúmer

2112114 - Hof 1 (228171) - Umsókn um breytta skráningu lands
Friðrik Steinsson kt. 1209683199, og Judith Lucia Bischof kt. 2011854169, eigendur mannvirkja og ábúendur á landinu Hof 1, L228171 óska eftir að landið verði skráð jörð. Einnig skrifar undir erindið Marvin Ívarsson fyrir hönd landeigna, Ríkissjóðs Íslands.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.






11.Suðurgata 22 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2112128Vakta málsnúmer

Efni: Áform um stækkun íbúðarhúss á Suðurgötu 22 á Sauðárkróki
Undirrituð, Þórunn Halldórsdóttir kt. 180259-5709, lóðarhafi Suðurgötu 22 á Sauðárkróki (landnúmer 143799 og fasteignanúmer 2132289) áformar að að stækka núverandi íbúðarhús að Suðurgötu 22. Íbúðarhúsið á Suðurgötu 22 er byggt 1920 og er 66,2 m² að stærð. Lóðin er ekki innan verndarsvæðis í byggð en er innan hugsanlegrar stækkunar á því. Samkvæmt ofanflóðahættumati er hættumatslína A ofanvert á lóðinni. Fyrirhugað er að stækka húsið um allt að 120 m² á einni til tveimur hæðum. Við hönnun fyrirhugaðrar stækkunar verður hugað að því að hún falli vel að arkitektúr núverandi íbúðarhúss og yfirbragði svæðisins. Viðbygging verður að öllu leyti innan byggingarreits og utan hættumatslínu A. Einnig er gert ráð fyrir möguleika á bílastæði innan lóðar. Undirrituð óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til ofangreindra áforma. Ef sveitarfélagið er jákvætt gagnvart stækkuninni verður hafist handar við hönnun hússins og í framhaldinu leitað viðeigandi leyfa til framkvæmda. Virðingarfyllst Þórunn Halldórsdóttir Kt. 180259-5709 Skildinganesi 18, 102 Reykjavík

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og leggur til að skipulagsfulltrúi afli frekari gagna varðandi ofanflóðahættu á lóðinni hjá Veðurstofu Íslands.

12.Stafrænt aðalskipulag

Málsnúmer 2112011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Skipulagsstofnunar varðandi starfrænt skipulag.

Fundi slitið - kl. 15:00.