Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

147. fundur 22. maí 2008 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gilstún 22 - Umsókn um breikkun á innkeyrslu

Málsnúmer 0805060Vakta málsnúmer

Rúnar S. Símonarson kt. 300873-4729 óskar eftir við skipulags- og byggingarnefnd að lóðarmörkum lóðarinnar Gilstún 22 verði breytt á þann hátt að lóðarmörkin færist 5 m í norður, að göngustíg. Meðfylgjandi gögn eru tillaga að lóðarblaði sem skýrir umsókn lóðarhafa. Erindið semþykkt.

2.Skagfirðingabraut 24 - umsögn vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 0805050Vakta málsnúmer

Skagfirðingabraut 24 - umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 14. maí sl., um umsögn Skipulags-og byggingarnefndar vegna umsóknar Renato Grüenenfelder fyrir hönd Fosshótel ehf. 530396-2239 um endurnýjun á rekstrarleyfi til að reka hótel í húsnæði heimavistar Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Skagfirðingabraut 24 Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

3.Hvalnes lóð (145893) - umsögn vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 0805052Vakta málsnúmer

Hvalnes lóð (145893) - umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 13. maí sl., um umsögn Skipulags-og byggingarnefndar vegna umsóknar Sigrúnar M. Gunnarsdóttur kt. 170263-2199 f.h Skefils ehf. kt. 580308-1040, um leyfi til reksturs gististaðar í húsnæði Félagsheimilisins Skagasels og til reksturs gististaða í tveimur gestahúsum á lóð Skagasels.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4.Borgarflöt 7 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0805079Vakta málsnúmer

Borgarflöt 7/ Sæmundargata - Umsókn um lóð. Einar Benediktsson forstjóri Olíuverslunar Íslands hf. sækir með bréfi dagsettu 23. apríl sl., fyrir hönd Olís, um að fá úthlutað lóð við Borgarflöt eða Sæmundargötu fyrir starfsemi félagsins ásamt starfsemi sjálfsafgreiðslustöðvar undir nafninu ÓB-ódýrt bensín. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla nánari upplýsinga um erindið.

5.Skagfirðingabraut Vallarhús (143716) - umsókn varðandi auglýsingaskilti

Málsnúmer 0805059Vakta málsnúmer

Skagfirðingabraut, íþróttavöllur, Vallarhús (143716) - umsókn varðandi auglýsingaskilti. Tæknideild Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur fram uppdrátt gerðan á Stoð ehf. af auglýsingaskilti við íþróttavöllinn við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Uppdrátturinn er dagsettur í maí 2008 og sýnir hann stærð og staðsetningu skiltisins. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

6.Mjólkursamlag Skagfirðinga Skagfirðingabraut (143718) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805047Vakta málsnúmer

Mjólkursamlag Skagfirðinga Skagfirðingabraut (143718) - Umsókn um leyfi til að hefja framkvæmdir. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri sækir með bréfi dagsettu 16.maí sl.,fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, um leyfi til að hefja byggingarframkvæmdir við viðbyggingu sem fyrirhuguð er við Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga við Skagfirðingabraut. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu, af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249 og eru þeir dagsettir 23. apríl 2008.(plottap 21.5.08) Uppdrættirnir eru í verki númer 5309 og er númer uppdrátta A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105. Afgreiðslu frestað þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.

7.Mjólkursamlag Skagfirðinga Skagfirðingabraut (143718) - Umsókn um niðurrif húsa.

Málsnúmer 0805046Vakta málsnúmer

Mjólkursamlag Skagfirðinga Skagfirðingabraut (143718) - Umsókn um niðurrif húsa. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri sækir með bréfi dagsettu 9.maí sl.,fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, um leyfi til að rífa ostageymslu sem er syðsti hluti við Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga við Skagfirðingabraut. Erindið samþykkt.

8.Starrastaðir land (216379) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805058Vakta málsnúmer

Starrastaðir í Skagafirði – umsókn um byggingarleyfi. María Ingiríður Reykdal kt. 250258-4109, eigandi 8.400,0 m² landspildu, sem fengið hefur landnúmerið 216379 og verið er að skipta út úr jörðinni Starrastöðum í Skagafirði, landnúmer 146225, sækir um með bréfi dagsettu 5. maí sl. heimild Skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að fá samþykktan byggingarreit á framangreindri spildu á grundvelli 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga, samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af Valgeiri M. Valgeirssyni og Guðrúnu Á Jónsdóttur. Uppdrættirnir eru í mælikvarða 1:50000, 1:2000 og 1:1000. Einnig sótt um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi samkvæmt framlögðum uppdráttum sem gerðir eru af Guðmundi Þór Guðmundssyni kt. 200857-5269, og eru þeir dagsettir 1. mars 2006.Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.

9.Starrastaðir 216379 - umsókn um landsskipti

Málsnúmer 0805057Vakta málsnúmer

Starrastaðir í Skagafirði – umsókn um landsskipti. María Ingiríður Reykdal kt. 250258-4109, þinglýstur eigandi jarðarinnar Starrastaða í Skagafirði, landnúmer 146225, sækir um með bréfi dagsettu 5. maí sl., með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 8400,0 m² lóð út úr framangreindri landspildu. Landið sem um ræðir liggur austan Fremribyggðarvegar (752-01), og vestan Svartár, er það nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits- og afstöðuuppdráttum sem dagsettir eru 29.04.2008, gerðir af Valgeir M. Valgeirssyni og Guðrúnu Á Jónsdóttur kt. 140957-2599. Uppdrættirnir eru í mælikvarða 1:50000, 1:2000 og 1:1000.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146225. Erindið samþykkt.

10.Borgarfell lóð ( 215214) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805049Vakta málsnúmer

Borgarfell land 215214 – umsókn um byggingarleyfi. Guðrún Brynja Guðsteinsdóttir kt. 081271-4459 og Gylfi Ingimarsson kt. 140370-5929 eigendur landspildu úr landi Borgarfells, landnúmer 215214 sækja með bréfi dagsettu 15. maí sl. um að fá samþykktan byggingarreit samkvæmt 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997, einnig sótt um leyfi til að flytja og koma fyrir á lóðinni frístundahúsi. Meðfylgjandi umsókn eru yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. af Braga Þór Haraldssyni. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir umbeðið nafnleyfi, Árfell. Samþykkt að leita meðmæla Skipulagsstofnunar á grundvelli 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997.

11.Langhús 146848 - Umsókn um utanhússklæðningu

Málsnúmer 0805063Vakta málsnúmer

Langhús 146848 - Umsókn um utanhússklæðningu. Þorlákur Magnús Sigurbjörnsson kt. 020173-3789 sækir með bréfi dagsettu 6. maí sl. um leyfi byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að klæða utan íbúðarhús á jörðinni Langhúsum í Fljótum. Um er að ræða tvílyft steinsteypt hús. Teikningar frá Byggingarþjónustu Landbúnaðarins meðfylgjandi umsókn .
Ætlunin er að lekta veggina með 60 sm millibili, einangra með 2” steinull (veggplötum), loka með vindpappa og klæða með standandi 0,5 mm hvítu polyesterhúðuðu stáli. Erindið samþykkt.

12.Iðutún 16 - Umsókn um breikkun á innkeyrslu

Málsnúmer 0805055Vakta málsnúmer

Ríkarður Másson kt. 290443-7569 sækir um leyfi til að breikka heimkeyrslu á lóðina Iðutún 16 um 2 metra til norðurs. Heimild veitt til breikkunar á heimkeyrslu enda verði verkið framkvæmt á kostnað umsækjanda og unnið undir eftirliti tæknideildar.

13.Brekkutún 2 - Umsókn um breikkun á innkeyrslu

Málsnúmer 0805054Vakta málsnúmer

Hallbjörn Björnsson kt. 010772-3979 sækir um leyfi til að breikka heimkeyrslu á lóðina Brekkutún 2 um 2,5 metra. Heimild veitt til breikkunar á heimkeyrslu enda verði verkið framkvæmt á kostnað umsækjanda og unnið undir eftirliti tæknideildar.

14.Brekkutún 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805053Vakta málsnúmer

Hallbjörn Björnsson kt. 010772-3979 sækir um leyfi til að byggja garðhús á lóð Brekkutúns 2 samkvæmt meðfylgjandi gögnum sem dagsett eru í maí 2008. Byggingarleyfi vegna garðhúss samþykkt.

15.Hvalnes lóð, 216349 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805044Vakta málsnúmer

Sigrún M. Gunnarsdóttir kt. 170263-2199 f.h Skefils ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir smáhýsi, gestahúsi á lóð félagsheimilisins Skagasels. Meðfylgjandi erindinu eru aðaluppdrættir gerðir af Ragnari Pálssyni verkfræðingi dagsettir í febrúar 2008. Meðfylgjandi afstöðumynd gerð af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni. Meðfylgjandi er umsögn Brunavana Skagafjarðar dagsett 21. maí 2008. Erindið samþykkt.

16.Lindargata 3 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805078Vakta málsnúmer

Ágúst Andrésson kt. 110571-4889 fyrir hönd Norðar ehf. kt. 710305-0640 sækir um leyfi til að byggja við Lindargötu 3 á Sauðárkróki samkvæmt meðfylgjandi gögnum sem unnin eru af Páli Björgvinssyni arkitekt. Viðbyggingin er 20 m² stækkun á eldhúsálmu vestur úr húsinu og er byggð upp í sama byggingarstíl og núverandi hús. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Afgreiðslu frestað þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.

17.Skógargata 7 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805056Vakta málsnúmer

Skógargata 7 (143733)- Umsókn um byggingarleyfi. Edda Maríanna Bang kt.040650-4079 og Loftur Jónsson kt. 200550-4989, eigendur íbúðarhúss sem stendur á lóðinni nr. 7 við Skógargötu á Sauðárkróki, sækja með bréfi dagsettu 6. maí sl. um leyfi skipulags-og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að setja kvisti á þak hússins, endurgera glugga og klæða húsið utan með láréttri viðarklæðningu. Húsið sem um ræðir er kjallari, hæð og ris, alls tæpir 174 fermetrar að stærð. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu, af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249 og eru þeir dagsettir 21. apríl 2008. Uppdrættirnir eru í verki númer 7388 og er númer uppdrátta A-01 og A02. Í dag liggja fyrir umsagnir Brunavarna Skagafjarðar dags. 21.05.2008 og Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 29. apríl 2008. Erindið samþykkt.

18.Lækjarbrekka 8 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805061Vakta málsnúmer

Lækjarbrekka 8 (174118) - Umsókn um byggingarleyfi. Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009, fyrir hönd Guðmundar Guðmundssonar, kt.121066-3789 eiganda Lækjarbrekku 8, Steinsstaðahverfi, sækir með bréfi dagsettu 5. maí sl. um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni. Framlagðir uppdrættir gerðir af Benedikt Björnssyni arkitekt og eru þeir dagsettir 12. maí 2006. Uppdrættirnir eru í verki númer 0512 og er númer uppdrátta 1205, nr. 1 og 2. Í dag liggur fyrir umsögn Brunavarna Skagafjarðar dags. 7.05.2008. Á grundvelli gildandi skipulags fyrir Steinsstaði 1990 - 2010 og með vísan til 32. gr. Vegalaga nr. 80 frá 29. mars 2007 um fjarlægð mannvirkja frá vegi, felur skipulags-og byggingarnefnd byggingarfulltrúa að leita umsagnar og óska undanþágu Vegagerðarinnar varðandi fyrirhugaða framkvæmd.



19.Flæðagerði Dýraspítali - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805043Vakta málsnúmer

Flæðagerði Dýraspítali ( 214937) - Umsókn um byggingarleyfi. Stefán Friðriksson kt. 020673-3629 sækir með bréfi dagsettu 13. febrúar 2008 um breytingar á áðursamþykktum uppdráttum. Málið hafði áður verið á dagskrá nefndarinnar 6. september og 15. október 2007. Framlagðir breytingaruppdrættir gerðir af Teiknistofunni Húsagerð og Skipulag Birkiási 19, Garðabæ, Gunnari S. Einarssyni, kt. 020550-2369 og eru þeir dagsettir 14. ágúst 2007 og 1. febrúar 2008. Uppdrættirnir eru í verki númer 150 og er númer uppdrátta 01 og 02. Í dag liggja fyrir umsagnir: Vinnueftirlits, dags. 20.05.2008, Heilbrigðiseftirlits, dags. 16.02.2008, Landbúnaðarstofnunar dags. 02.05.2008 og Brunavarna Skagafjarðar dags. 21.05.2008 Nefndin samþykkir umbeðið byggingarleyfi á grundvelli framangreindra gagna.

Fundi slitið.