Fara í efni

Sauðárkrókur - Deiliskipulag. Skógargata, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg

Málsnúmer 2202094

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 20. fundur - 09.03.2023

Lögð fram drög að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Skógargötureitsins, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og Einar E. Einarsson varamaður kom inn í hennar stað.

Skipulagsnefnd - 21. fundur - 23.03.2023

Lögð fram skipulagslýsing fyrir Skógargötureitinn, Aðalgötu frá leikvelli að Kambastíg unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. 21.03.2023.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og Einar E. Einarsson varamaður kom inn í hennar stað.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 12. fundur - 19.04.2023

Vísað frá 21. fundi skipulagsnefndar frá 23. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Sigríður Magnúsdóttir víkur af fundi.

"Lögð fram skipulagslýsing fyrir Skógargötureitinn, Aðalgötu frá leikvelli að Kambastíg unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. 21.03.2023.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og Einar E. Einarsson varamaður kom inn í hennar stað."

Framlögð skipulagslýsing borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 40. fundur - 14.12.2023

Björn Magnús Árnason hjá Stoð ehf. verkfræðistofu kom á fund skipulagsnefndarinnar og fór yfir vinnslutillögur fyrir deiliskipulag fyrir Skógargötureitinn á Sauðárkróki.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Sigríður Magnúsdóttir formaður nefndarinnar vék af fundi og Einar E. Einarsson varamaður hennar kom inn í hennar stað.

Skipulagsnefnd - 42. fundur - 25.01.2024

Lögð fram tillaga á vinnslustigi fyrir deiliskipulag Skógargötureitur, íbúðabyggð, Sauðárkróki, útg. 1.0 dags, 22.01.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.

Þegar hefur verið fundað með nokkrum lóðarhöfum lóða á skipulagssvæðinu og aðrir lögðu inn ábendingu við skipulagslýsingu. Þá liggja fyrir beiðnir nokkurra lóðarhafa um breytingu á lóðamörkum.
Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir lóðir, aðkomu að lóðum og byggingarreiti innan Skógargötureitsins, ásamt helstu byggingarskilmálum.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Skógargötureitur, íbúðabyggð á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins og Einar E. Einarsson kom inn í hennar stað.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 23. fundur - 21.02.2024

Vísað frá 42. fundi skipulagsnefndar frá 25. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi fyrir deiliskipulag Skógargötureitur, íbúðabyggð, Sauðárkróki, útg. 1.0 dags, 22.01.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Þegar hefur verið fundað með nokkrum lóðarhöfum lóða á skipulagssvæðinu og aðrir lögðu inn ábendingu við skipulagslýsingu. Þá liggja fyrir beiðnir nokkurra lóðarhafa um breytingu á lóðamörkum.
Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir lóðir, aðkomu að lóðum og byggingarreiti innan Skógargötureitsins, ásamt helstu byggingarskilmálum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Skógargötureitur, íbúðabyggð á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins og Einar E. Einarsson kom inn í hennar stað.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Skógargötureitur, íbúðabyggð á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Skipulagsnefnd - 50. fundur - 16.05.2024

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta vinnslutillögu að deiliskipulagi Skógargötureitsins á Sauðárkróki, mál nr. 208/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/208) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Vinnslutillagan var í auglýsingu frá 28.02.2024 til 12.04.2024 og bárust 13 umsagnir.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.