Fara í efni

Stígar og upplýsingaskilti

Málsnúmer 1305317

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 18.04.2013

Rætt var um stígagerð og gerð upplýsingaskilta í Reykjarhólsskógi ásamt grisjun á toppi hólsins.
ákveðið að fara í vettvangsferð og skoða aðstæður.

Samþykkt að ganga frá mælingum af þeim lóðum sem útaf standa og eru á vegum Menningarsetursins. Formanni falið að fylgja málinu eftir.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 3. fundur - 12.12.2013

Samþykkt að halda áfram með stíga- og skiltagerð í tengslum við gömlu þvottalaugarnar og umhverfi. Einnig að hvetja hlutaðeigandi aðila til að grisja topp Reykjarhólsins svo ekki skyggi á útsýni.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 21.05.2014

Stefnt að áframhaldandi vinnu við merkingar og stígagerð í Varmahlíð. Sjá bókun 3. fundar 2013

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2. fundur - 28.05.2014

Gestir fundarins, Þór Hjaltalín minjavörður og Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri frá Sveitarfélaginu voru boðnir vegna umræðu um merkingar og aukið aðgengi að gömlu þvottalaugunum í Varmahlíð sem og ljósmyndaskilti af fjallahringnum á toppi Reykjarhóls.

Þór nefnir að skynsamlegast væri að útbúa skilti með heildarupplýsingum um minjar, gönguleiðir og aðra forvitnilega staði í nágrenni Varmahlíðar og Reykjarhóls en merkja síðan hvern stað fyrir sig.

Sigfús kom með tillögu að skiltum frá Árna Tryggvasyni hönnuði, þar sem sjá má mismunandi útfærslur. Samkvæmt minjaskrá Byggðasafns Skagfirðinga eru 50 skráðar minjar í Varmahlíð.

Ragnheiður Guttormsdóttir formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga var fengin á fundinn til ráðgjafar vegna grisjunar í skógi, þar sem hann hefur vaxið inn í gönguleiðir og gamla þvottaveginn, ásamt því að hindra útsýni af toppi Reykjarhólssins.

Farið var í vettfangsferð um svæðið, safnþrær fyrir heitt vatn skoðaðar, sem eru ofan við núverandi dæluhús við Norðurbrún. Austan í Reykjahólnum fundust merki um gamla þvottaveginn en ekki var hægt að rekja hann með óyggjandi hætti að laugarstæðinu.

Ákveðið að halda þessari vinnu áfram og mun Sigfús koma með Árna Tryggvason á svæðið þegar hann kemur í Skagafjörð á næstunni. Einnig mun stjórnin fara þess á leit við Sigurð Haraldsson á Grófargili að taka saman sögu þvottalauganna og hitavatnsvæðingu í Varmahlíð á síðustu öld.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 18.05.2016

Formaður kynnti framkvæmdir sem eru í gangi við Mánaþúfu. Samþykkt að taka þátt í kostnaði vegan drenlagnar sunnan við heimreiðina að Mánaþúfu.
Samþykkt að koma að kostnaði við yfirkeyrslu á tveimur vegstubbum við sumarhúsin í Reykjarhólslandinu.
Samþykkt að koma upp setaðstöðu fyrir göngufólk sem gengur á Reykjarhólinn. Gunnari Rögnvaldssyni og Arnóri Gunnarssyni falið að sjá um framkvæmdina.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2. fundur - 27.09.2016

Í sumar var ákveðið að kosta framkvæmdir við drenlögn vegna lóðaframkvæmda við Mánaþúfu í Varmahlíð.
Þá var og ekið möl í heimkeyrslur við Reykjarhólsveg hjá Rögnvaldi Árnasyni og Einari Erni Einarssyni.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 3. fundur - 10.11.2016

Tekið fyrir bréf frá reiðveganefnd Hestamannafélagsins Skagfirðings frá 9. nóvember 2016 undirritað af Hjalta Þórðarsyni og Jónínu Stefánsdóttur. þar eru dregnar upp tillögur að reiðvegi vestan Reykjarhóls frá Grófargilsrétt að brú að þjóðvegi 1 yfir Víðimýrará. Byggingarfulltrúa falið að máta tillöguna við aðalskipulag sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri og byggingarfulltrúi véku af fundi.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 02.03.2017

Upplýsinga og myndaskilti á Reykjarhól. Fyrir liggur gróf kostnaðaráætlun vegna hönnunar og myndatöku á „Panorama„ skiltum sem fyrirhugað er að koma upp efst á Reykjarhólnum þar sem upplýsingar um nöfn og myndir af fjallahringnum verða aðgengilegar. Formanni falið að fylgja málinu eftir.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2. fundur - 22.05.2017

Fyrir liggur tillaga frá Árna Tryggvasyni ásamt grófri kostnaðaráætlun vegna uppsetningar á útsýnismyndum (Panorama) sem stefnt er að komi á toppnum á Reykjarhólnum. Formaður hefur skoðað mögulega staðsetningu, ásamt Sigfúsi Inga Sigfússyni og hönnuði, og að þeirra mati er besta staðsetningin á þakinu á hitaveituhúsinu á hólnum. formanni falið að vinna áfram að málinu.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 3. fundur - 01.08.2017

Þórdís lagði fram sem vinnuplagg myndir af fyrirhuguðum útsýnisskiltum sem setja á upp á Reykjarhólnum.
Myndirnar sýna fjallahringinn með örnefnum, teknar á fallegum vordegi. Samþykkt að leita til Reynis Pálssonar húsasmiðs í Varmahlíð um smíði á undirstöðum. Fyrir liggur leyfi Veitumanna til uppsetningar.
Nauðsynlegt er í framhaldi að útbúa tröppur af bílastæðinu að norðanverðu upp að útsýnisskiltinu. Arnór ætlar að tala við Víðimelsbræður um vélavinnu því tengt.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 4. fundur - 28.09.2017

Fram voru lagðar myndir af fyrirhuguðu útsýnisskilti á toppi Reykjarhóls. Búið er að rýna í hluta af myndunum en eftir er að bera sumt undir staðkunnuga svo örnefni rati á réttan stað.
Haldið verður áfram því starfi en mjög mikilvægt er að vel takist til.