Fara í efni

Lóðamál í Varmahlíð

Málsnúmer 1811037

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2. fundur - 27.09.2016

Borist hefur fyrirspurn dagsett 23. ágúst 2016 frá Önnu Berglindi Sigurðardóttur kt: 280587-3089 vegna óbyggðar lóðar við Reykjarhólsveg 20b. Formanni falið að svara fyrirspurninni þess efnis að Reykjarhólsvegur 20b sé ekki laus til framkvæmda.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 3. fundur - 10.11.2016

Fjallað um lóðarmál við Reykjarhólsveg og breytingu á eignarhaldi nokkurra lóða.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 4. fundur - 22.12.2016

Formaður lagði fram bréf frá skipulags- og byggingarnefnd dagsett 15.12 2016 undirritað af Sigurði H Ingvarssyni starfsmanni byggingarfulltrúa.
Í bréfinu er afgreiðsla byggðarráðs vegna stækkunar á lóð tjaldsvæðisins í Varmahlíð. Meðfylgjandi er lóðarblað með umbeðnum breytingum unnið af Verkfræðistofunni Stoð ehf af Birni Magnúsi Árnasyni dags 7. des 2015.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindi Menningarseturs Skagfirðinga sb. bréfi formanns þar sem sótt er um stækkun á lóðinni Reykjarhóll landnr. 200362 (tjaldsv.) í eigu Varmahlíðarstjórnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stækkun úr landi með landnr. 220287 einnig í eigu Varmahlíðarstjórnar.
Heildarstærð lóðar eftir stækkun 18.690 m².

Formaður lagði fram afsal vegna lóðar landnr. 208439 þar sem Siga ehf 641108-1460 selur og afsalar sér áhvílandi eign til Varmahlíðarstjórnar. Um er að ræða Reykjarhólsveg 20b.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 02.03.2017

Stjórnin samþykkir að auglýsa til leigu frístundalóð við Reykjarhólsveg 20b með tilkynningu í Sjónhorninu á næstunni.
Lóðin er tilbúin til byggingar.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2. fundur - 22.05.2017

Borist hefur erindi frá Orku náttúrunnar Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík um mögulega staðsetningu á hleðslustöð fyrir rafbíla í Varmahlíð. Um er að ræða þrjú bílastæði. Stjórnin fór í vettvangsferð um mögulega staði og velti upp möguleikum. Að mati stjórnarinnar og teknu tilliti til umferðar í gegn og framhjá kaupfélagi og á plönum þar, er besti staðurinn norðan við leikskólann í gamla pósthúsinu.
Anna möguleiki, sýnu síðri, er er sunnan og austan við þvottaplanið.
Þessum hugmyndum verður vísað áfram til sveitarstjórnar til frekari úrvinnslu.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 3. fundur - 01.08.2017

Formaður lagði fram bréf frá Þresti Jónssyni kt: 060371-3699 dagsett 11.07.17 sem fyrir hönd Þ. Jónssonar slf. 530614-0850 sækir um lóð við Reykjarhólsveg 20b, fastanúmer 233-7364.
Samþykkt að auglýsa lóðina fyrst í Sjónhorninu og fá fasteignasölu til að sjá um ferlið.
Formanni falið að upplýsa Þröst um fyrirkomulagið.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 4. fundur - 28.09.2017

Fyrir fundinn var lagt fram bréf sem skipulags- og byggingarnefnd barst frá Kaupfélagi Skagfirðinga móttekið 15. ágúst 2017 undirritað af Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra.
Þar er farið fram á stækkun lóðar við útibú KS í Varmahlíð. Stjórnin er beðin að gefa umsögn um umsókn. Jón Örn kynnti loftmyndir og teikningar af Varmahlíð þar sem farið var yfir möguleika frá ýmsum hliðum. Núverandi lóð er 4.000 m² samkvæmt lóðarleigusamningi en í bréfinu er beðið um stækkun upp í 11.402 m².
Stjórn Menningarseturs hugnast ekki framkomnar tillögur og er ekki tilbúin til viðræðna með fulltrúum Kaupfélags Skagfirðinga og skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar um frekari útfærslur.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 4. fundur - 28.09.2017

Fram var lagt bréf frá Einari Erni og Sigríði á Víðimýri dagsett 26. september 2017 þar sem farið er fram á lagfæringar á vegi heim að Reykjarhólsvegi 10. Samkvæmt því sem fram kemur í bréfinu er undirlag mjög gróft og beðið um yfirkeyrslu.
Samþykkt að skoða málið.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 5. fundur - 11.10.2017

Arnór Gunnarsson hafði samband við Vegagerðina sem er tilbúin að leggja til möl í afleggjara að Reykjarhólsvegi 10.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 05.02.2018

Fyrir liggur óformleg beiðni frá Kaupfélagi Skagfirðinga um kaup á húsi Alþýðulistar í Varmahlíð. Fyrir skömmu kom fram á fundi með fulltrúa KS, sveitarfélagsins og Menningarsetrinu þessi áhugi en jafnframt það loforð að leigja Alþýðulist húsið áfram til a.m.k. næstu tíu ára undir núverandi starfssemi.
Sveitarfélagið Skagafjörður og Alþýðulist hafa samþykkt að selja sína hluti, en hlutur Menningarseturs er 24,7%
Stjórn Menningarsetursins samþykkir sölu á sínum eignarhluta að því tilskyldu að viðunandi verð fáist. Jafnframt ítrekar stjórnin að viðhald hússins á leigutímanum verði tryggt og til sóma fyrir starfsemina sem þar fer fram.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 05.02.2018

Eftir er að mæla upp nokkuð af lóðum og fastsetja lóðarmerki á þeim lóðum sem tilheyra Menningarsetrinu. Formanni falið að ýta á verkfræðistofuna Stoð svo klára megi það verkefni.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 4. fundur - 27.03.2018

Fyrir liggur bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga frá 6. mars 2018 undirritað af Marteini Jónssyni þar sem KS sækir formlega um lóð sunnan kaupfélags með fastanúmer 233-7348 fyrir starfssemi félagsins í Varmahlíð.
Fram er lagður uppdráttur er sýnir fyrirhugaðar breytingar á lóð og bílastæðum í kringum KS Varmahlíð.
Stjórn samþykkir að Kaupfélag Skagfirðinga fí lóð með fastanúmer 233-7348 til afnota með þeim skilyrðum sem gilda um aðrar lóðir í eigu Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð.
formanni falið að ganga frá samningum.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 5. fundur - 15.05.2018

Búið er að ganga frá sölu á lóð, Reykjarhólsvegur 20b, til einstaklinga á Sauðárkróki, söluverð kr 850.000.

Vegna framkvæmda við bílastæði sunnan við KS þarf að færa listaverkið, Hjólið, sem þar hefur staðið í nokkur ár. Stjórn mun leggja til nýja staðsetningu.