Fara í efni

Umsóknir um styrki til Menningarseturs Skagf.

Málsnúmer 1903215

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 02.03.2017

a) Tekið fyrir bréf frá 20. des 2016 frá Eignasjóði Skagafjarðar og atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þar sem farið er fam á styrk vegna endurnýjunar á lyftu fyrir fatlaða í neðri hluta forstofu Miðgarðs.
Stjórnin samþykkir að styrkja endurbætur á lyftu í Miðgarði um kr 700.000

b) Stjórnin styður kaup á nýju göngu/hlaupabretti í íþróttahúsið í Varmahlíð að fengnu samráði við umsjónarmann íþróttamannvirkja í Varmahlíð.

c) Tekið fyrir bréf frá Karlakórnum Heimi vegna Kanadaferðar á vormánuðum. Ákveðið að styrkja ferð kórsins um kr 500.000

d) Tekið fyrir bréf frá Skagfirska kammerkórnum þar sem leitað er stuðnings við starfsemi hans. Stjórnin samþykkir að styrkja kórinn um kr 100.000

e) Tekið fyrir bréf frá Reynistaðabræðrum hinum yngri vegna minnisvarða á Reynistað um Reynistaðabræður hina eldri. Stjórnin tekur vel í erindið, en biður um frekari upplýsingar m.a. kostnaðaráætlun.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 02.03.2017

Styrkbeiðni frá Sögufélagi og Héraðsskjalasafni Skagfirðinga vegna málþings í tilefni 70 ára afmælis Héraðsskjalasafns og 80 ára afmælis Sögufélagsins sem haldið verður í Miðgarði 7. maí 2017.
Sótt er um styrk að upphæð 200.000 kr. Formaður Þórdís Friðbjörnsdóttir og Ásdís Sigurjónsdóttir viku af fundi undir þessum lið.
Samþykkt að verða við erindinu.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2. fundur - 22.05.2017

Tekið fyrir bréf frá Reynistaðabræðrum yngri vegna uppsetningar á minnisvarða um Reynistaðabræður eldri. Nefndin þakkar fyrir erindið en samþykkir að hafna því vegna mikilla fyrirsjáanlegra útgjalda.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 3. fundur - 01.08.2017

Í framhaldi af fyrri umræðu um styrk til íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð til kaupa á göngubretti er samþykkt að veita kr 500.000 til kaupanna.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 05.02.2018

Formaður las upp styrkbeiðnir sem borist hafa:
Frá Ungmennafélaginu Smára, 2. okt. 2017, vegna kaupa á loftdýnu til fimleikaæfinga sem kostar 1.400.000 kr
Frá Rökkurkórnum, 20. nóv 2017, vegna sjómannalagadagskrár.
Frá Skagfirska kammerkórnum, 8. des 2017, vegna flutnings á Magnificant eftir John Rutter á nokkrum stöðum á landinu.

Afgreiðslur:
Samþykkt að veita Ungmennafélaginu Smára kr 500.000 vegna kaupa á fimleikadýnu.
Samþykkt að veita Rökkurkórnum kr 200.000(Björg Baldursdóttir sat hjá við afgreiðslu)
Samþykkt að veita Skagfirska kammerkórnum kr 200.000 vegna tónleikaraða.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 4. fundur - 27.03.2018

Styrkbeiðni hefur borist frá Varmahlíðarskóla dagsett 23. mars 2018 þar sem sótt er um styrk vegna valáfanga í skólanum, Landbúnaðarval.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr 250.000

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 6. fundur - 12.06.2018

Stjórnin samþykkti að gefa Varmahlíðarskóla 8 Samhauser þráðlausa míkrófóna og stöðvar ásamt 2 auka hand-míkrófónum. Gjöfin mun nýtast vel við uppsetningu á leiksýningum og öðru sviðstengdu.

Stjórnin samþykkti að gefa hjartastuðtæki í Löngumýri þar sem fjöldi fólks dvelur árið um kring, sér í lagi eldri borgarar. Tækin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt.

Búið er að laga heimkeyrslu að Reykjarhólsvegi 10. Sömuleiðis er búið að hreinsa lóð við Reykjarhólsveg 20b.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 7. fundur - 25.09.2018

Í upphafi fundar þáði stjórnin kaffiveitingar í boði skólans en stjórnin færði skólanum að gjöf þráðlausan búnað til tal- og tónlistarflutnings. Um er að ræða 8 þráðlausa Samhauser móttakara og senda ásamt 2 handheldum míkrófónum til viðbótar ásamt viðeigandi snúrum og hillu fyrir búnaðinn. Mun skólinn nýta þessa gjöf við leik og söng í tengslum við árshátíðir og annað menningarstarf.

Formaður afhenti Hönnu Dóru Björnsdóttur skólastjóra búnaðinn og fylgdi úr hlaði með stuttri tölu um tilgang Menningarseturs. Hanna Dóra þakkaði fyrir og hvað mikil not fyrir þessar gjafir.

Við sama tækifæri færði Menningarsetrið Fræðslusetri kirkjunnar á Löngumýri að gjöf hjartastuðtæki til staðsetningar á Löngumýri. Slík tæki hafa margsinnis sannað tilverurétt sem og í ljósi fjölda eldri borgara, sem og annarra gesta á Löngumýri, þótti staðsetningin góð.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 10. fundur - 26.03.2019

Lagðar fram þrjár styrkbeiðnir frá Varmahlíðarskóla, Kirkjukór Glaumbæjarsóknar og Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára.
Stjórnin samþykkir að hafna framangreindum styrkbeiðnum og felur formanni að svara erindunum.