Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Þjóðvegur í þéttbýli - Strandvegur
Málsnúmer 1210466Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni, þar sem fram kemur að Vegagerðin er sammála því að ljúka þurfi breytingu á legu Þverárfjallsvegar/Strandvegar um Sauðárkrók á móts við norðurenda Aðalgötu. Ekki hefur enn verið unnt að tryggja fjárveitingu til þeirrar framkvæmdar og er vísað til heildarendurskoðunar samgönguáætlunar 2015-2026, sem fer fram innan tveggja ára, vegna þess. Á fundi Byggðarráðs var bréf Vegagerðarinnar tekið fyrir og því vísað til afgreiðslu Umhverfis- og samgöngunefndar. Umhverfis-og samgöngunefnd óskar eftir að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Marg oft hefur verið bent á þá slysahættu sem hlýst af núverandi vegastæði. Farið er fram á að þessi framkvæmd verði sett í forgang.
2.Ósk frá leik- og grunnskólabörnum á Hólum
Málsnúmer 1211017Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá grunn- og leikskólabörnum að Hólum þar sem óskað er eftir að flokkunargámar fyrir sorp verði settir upp á við grunnskólann að Hólum. Bréfriturum er þakkað fyrir bréfið. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að verða við erindinu enda er það í samræmi við umhverfisstefnu sveitarfélagsins.
3.Sauðárkrókur Skarðseyri (218097) - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1206014Vakta málsnúmer
Tekin til umsagnar lóðaumsókn FISk Seafood um 10.708 ferm lóð á hafnarsvæðinu, við Skarðseyri. Fyrirhuguð notkun er fyrir fiskþurrkunarhús. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og mælir meirihluti nefndarinnar með að lóðinni verði úthlutað til FISK Seafood.
Svanhildur Guðmundsdóttir óskar bókað:
Eftir að hafa kynnt mér samsvarandi starfsemi annarsstaðar á landinu, hlustað á umsagnir og álit þeirra sem að þeirri starfsemi hafa komið þá get ég ekki samþykkt þessa umsókn því ætla má að lyktarmengun frá starfsemi hennar muni skerða til muna lífsgæði íbúa og annarra í nágrenni hennar. Ég er ekki mótfallinn því að gefa leyfi fyrir starfseminni sem slíkri og mæli eindregið með að henni verði fundinn staður í nokkurra kílómetra fjarlægð frá byggð.
Svanhildur Guðmundsdóttir óskar bókað:
Eftir að hafa kynnt mér samsvarandi starfsemi annarsstaðar á landinu, hlustað á umsagnir og álit þeirra sem að þeirri starfsemi hafa komið þá get ég ekki samþykkt þessa umsókn því ætla má að lyktarmengun frá starfsemi hennar muni skerða til muna lífsgæði íbúa og annarra í nágrenni hennar. Ég er ekki mótfallinn því að gefa leyfi fyrir starfseminni sem slíkri og mæli eindregið með að henni verði fundinn staður í nokkurra kílómetra fjarlægð frá byggð.
4.Brunavarnir - Gjaldskrá
Málsnúmer 1211029Vakta málsnúmer
Lögð fram ný og breytt gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar dagsett 6. nóvember 2012. Gjaldskráin samþykkt og vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.
5.Gjaldskrá 2013 - Skagafjarðarhafnir
Málsnúmer 1211126Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarhafna. Almennir liðir utan útseld vinna hækki um 4,3 % samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði. Rafmagnsverð tekur breytingum samkvæmt gjaldskrám birgja. Útseld vinna hækki og verði sem hér segir: Dagvinna 2.480,00 krónur hver klst.
Yfirvinna 4.190,00 krónur hver klst. Stórhátíðaryfirvinna 5.140,00 krónur hver klst.
Við 4.gr. bætist eftirfarandi. Einkaleiga við flotbryggju og harðviðarbryggju verði: Árgjald kr. 97.000,00. Mánaðargjald kr. 12.125,00
Yfirvinna 4.190,00 krónur hver klst. Stórhátíðaryfirvinna 5.140,00 krónur hver klst.
Við 4.gr. bætist eftirfarandi. Einkaleiga við flotbryggju og harðviðarbryggju verði: Árgjald kr. 97.000,00. Mánaðargjald kr. 12.125,00
6.Fjárhagsáætlun umhverfis- og samgöngunefnd vegna 2013
Málsnúmer 1210300Vakta málsnúmer
Farið var yfir liði, lið 08 Hreinlætismál, lið 10 Samgöngumál, lið 11 umhverfismál, og lið 41 Hafnarsjóður. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framangreinda liði með eftirfarandi niðurstöðu og vísar afgreiðslunni til byggðarráðs. Liður 08 Hreinlætismál tekjur kr.55.500.000.-gjöld kr.94.640.000- niðurstöðutala rekstaraútgjöld kr.39.140.000.- Liður 10 Samgöngumál tekjur kr.5.000.000.- gjöld kr.64.511.000- niðurstöðutala rekstaraútgjöld kr.59.511.000.- Liður 11090, kr. 22.277.000.- liður 11410, kr 20.566000. og liður 11610, kr 3.185.000.- og liður 41 Hafnarsjóður tekjur kr. 74.777.000.- gjöld kr 58.976.000.- niðurstöðutala rekstarartekjur kr. 15.801.000.-
7.Sauðárkrókshöfn - ný smábátahöfn
Málsnúmer 1109306Vakta málsnúmer
Gerð grein fyrir útboði í smábátahöfn - landmótun, dýpkun og raflagnir. Verkið boðið út í lokuðu útboði. Tilboð verða opnuð n.k. þriðjudag 27. nóvember.
Fundi slitið - kl. 17:35.