Sauðárkrókur Skarðseyri (218097) - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1206014
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 235. fundur - 15.06.2012
Jón Eðvald Friðriksson sækir, fyrir hönd FISK Seafood ehf., um að fá úthlutað lóð við Skarðseyri, norðan asfaltstanks, samkvæmt meðfylgjandi tillögu sem sýnd er á afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur. Númer uppdráttar er S01 í verki 4938, dags. 31.maí 2012. Umbeðin lóðarstærð samkvæmt tillögu er 10.708 m2 og fyrirhugað er að á lóðinni rísi 1.200 m2 bygging með möguleika á stækkun í framtíðinni. Byggingin mun hýsa inniþurrkun á fiski og aðstöðu til frágangs á þurrkuðum fiskafurðum. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að FISK Seafood leggi fram gögn sem gera grein fyrir hugsanlegum umhverfisáhrifum og umfangi starfseminnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012
Afgreiðsla 235. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 74. fundur - 10.07.2012
Lóðaumsókn lögð fram til umsagnar. Jón Eðvald Friðriksson sækir, fyrir hönd FISK Seafood ehf., um að fá úthlutað lóð við Skarðseyri, norðan asfaltstanks, samkvæmt meðfylgjandi tillögu sem sýnd er á afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur. Númer uppdráttar er S01 í verki 4938, dags. 31.maí 2012. Umbeðin lóðarstærð samkvæmt tillögu er 10.708 m2 og fyrirhugað er að á lóðinni rísi 1.200 m2 bygging með möguleika á stækkun í framtíðinni. Byggingin mun hýsa inniþurrkun á fiski og aðstöðu til frágangs á þurrkuðum fiskafurðum. Skipulags- og byggingarnefnd bókaði á fundi sínum 15 júní sl að óskar eftir að FISK Seafood leggi fram gögn sem gera grein fyrir hugsanlegum umhverfisáhrifum og umfangi starfseminnar. Nefndin fellst á, fyrir sitt leiti, úthlutun lóðarinnar að fengnum umbeðnum upplýsingum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 599. fundur - 09.08.2012
Afgreiðsla 74.fundar umhverfis - og samgöngunefndar staðfest á 599. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 79. fundur - 19.11.2012
Tekin til umsagnar lóðaumsókn FISk Seafood um 10.708 ferm lóð á hafnarsvæðinu, við Skarðseyri. Fyrirhuguð notkun er fyrir fiskþurrkunarhús. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og mælir meirihluti nefndarinnar með að lóðinni verði úthlutað til FISK Seafood.
Svanhildur Guðmundsdóttir óskar bókað:
Eftir að hafa kynnt mér samsvarandi starfsemi annarsstaðar á landinu, hlustað á umsagnir og álit þeirra sem að þeirri starfsemi hafa komið þá get ég ekki samþykkt þessa umsókn því ætla má að lyktarmengun frá starfsemi hennar muni skerða til muna lífsgæði íbúa og annarra í nágrenni hennar. Ég er ekki mótfallinn því að gefa leyfi fyrir starfseminni sem slíkri og mæli eindregið með að henni verði fundinn staður í nokkurra kílómetra fjarlægð frá byggð.
Svanhildur Guðmundsdóttir óskar bókað:
Eftir að hafa kynnt mér samsvarandi starfsemi annarsstaðar á landinu, hlustað á umsagnir og álit þeirra sem að þeirri starfsemi hafa komið þá get ég ekki samþykkt þessa umsókn því ætla má að lyktarmengun frá starfsemi hennar muni skerða til muna lífsgæði íbúa og annarra í nágrenni hennar. Ég er ekki mótfallinn því að gefa leyfi fyrir starfseminni sem slíkri og mæli eindregið með að henni verði fundinn staður í nokkurra kílómetra fjarlægð frá byggð.
Skipulags- og byggingarnefnd - 239. fundur - 10.12.2012
Sigurjón Þorðarson heilbrigðisfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Tekin til umsagnar lóðaumsókn FISk Seafood um 10.708 ferm lóð á hafnarsvæðinu, við Skarðseyri. Fyrirhuguð notkun er fyrir fiskþurrkunarhús. Samþykkt að úthluta Fisk Seafood lóðinni.
Svanhildur Guðmundsdóttir óskar bókað: Eftir að hafa kynnst samsvarandi starfsemi annarsstaðar á landinu, hlustað á umsagnir og álit þeirra sem að þeirri starfsemi hafa komið þá geri ég athugasemd við samþykkt þessarar umsóknar því ætla má að lyktarmengun frá starfsemi verksmiðjunnar sem reisa á muni skerða til muna lífsgæði íbúa og annarra í nágrenni hennar. Ég er ekki mótfallinn því að gefa leyfi fyrir starfseminni sem slíkri og mæli eindregið með að henni verði fundinn staður í nokkurra kílómetra fjarlægð frá byggð.
Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og svaraði spurningum fundarmanna.
Svanhildur Guðmundsdóttir óskar bókað: Eftir að hafa kynnst samsvarandi starfsemi annarsstaðar á landinu, hlustað á umsagnir og álit þeirra sem að þeirri starfsemi hafa komið þá geri ég athugasemd við samþykkt þessarar umsóknar því ætla má að lyktarmengun frá starfsemi verksmiðjunnar sem reisa á muni skerða til muna lífsgæði íbúa og annarra í nágrenni hennar. Ég er ekki mótfallinn því að gefa leyfi fyrir starfseminni sem slíkri og mæli eindregið með að henni verði fundinn staður í nokkurra kílómetra fjarlægð frá byggð.
Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og svaraði spurningum fundarmanna.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012
Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs og tók undir bókun Svanhildar Guðmundsdóttur frá fundi skipulags og byggingarnefnar:
Eftir að hafa kynnt mér samsvarandi starfsemi annarsstaðar á landinu, hlustað á umsagnir og álit þeirra sem að þeirri starfsemi hafa komið þá get ég ekki samþykkt þessa umsókn því ætla má að lyktarmengun frá starfsemi hennar muni skerða til muna lífsgæði íbúa og annarra í nágrenni hennar. Ég er ekki mótfallinn því að gefa leyfi fyrir starfseminni sem slíkri og mæli eindregið með að henni verði fundinn staður í nokkurra kílómetra fjarlægð frá byggð.
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagð fram eftirfarndi bókun: Ég fagna tilkomu þessa nýa fyrirtækis sem er hafnsækin starfssemi og á heima á hafnarsvæðinu. Jafnframt treysti ég heilbrigðisfulltrúa fullkomlega til að taka á þeim verkefmum sem upp kunna að koma.
Þá tók til máls Bjarni Jónsson, með leyfi forseta, Sigurjón Þórðarson, Þorsteinn Tómas Broddason,
Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Eftir að hafa kynnt mér samsvarandi starfsemi annarsstaðar á landinu, hlustað á umsagnir og álit þeirra sem að þeirri starfsemi hafa komið þá get ég ekki samþykkt þessa umsókn því ætla má að lyktarmengun frá starfsemi hennar muni skerða til muna lífsgæði íbúa og annarra í nágrenni hennar. Ég er ekki mótfallinn því að gefa leyfi fyrir starfseminni sem slíkri og mæli eindregið með að henni verði fundinn staður í nokkurra kílómetra fjarlægð frá byggð.
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagð fram eftirfarndi bókun: Ég fagna tilkomu þessa nýa fyrirtækis sem er hafnsækin starfssemi og á heima á hafnarsvæðinu. Jafnframt treysti ég heilbrigðisfulltrúa fullkomlega til að taka á þeim verkefmum sem upp kunna að koma.
Þá tók til máls Bjarni Jónsson, með leyfi forseta, Sigurjón Þórðarson, Þorsteinn Tómas Broddason,
Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012
Afgreiðsla 79. fundar umhverfis og samgöngunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.