Fara í efni

Sauðárkrókshöfn - ný smábátahöfn

Málsnúmer 1109306

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 69. fundur - 03.10.2011

Lögð fram greinargerð og grunnmynd ásamt frumkostnaðaráætlun að nýrri smábátahöfn á Sauðárkróki. Greinargerðin er unnin hjá Siglingastofnun í ágúst 2011 að beiðni Skagafjarðarhafna. Samþykkt að fullvinna útboðsgögn og lagt til að verkið verði boðið út í einum verkáfanga. Þessari afgreiðslu vísað til byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 69. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 572. fundur - 17.11.2011

Erindinu vísað frá 69. fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Bókun nefndarinnar er svohljóðandi:"Lögð fram greinargerð og grunnmynd ásamt frumkostnaðaráætlun að nýrri smábátahöfn á Sauðárkróki. Greinargerðin er unnin hjá Siglingastofnun í ágúst 2011 að beiðni Skagafjarðarhafna. Samþykkt að fullvinna útboðsgögn og lagt til að verkið verði boðið út í einum verkáfanga. Þessari afgreiðslu vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir að verkið verði boðið út í einum verkáfanga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Afgreiðsla 572. fundar byggðaráðs staðfest á 284. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 72. fundur - 17.01.2012

Kristján Helgason fór yfir greinargerð með grunnmynd að nýrri smábátahöfn. Áætlað er að í fyrsta verkáfanga sumarið 2012 verði boðin út dýpkun og landmótun ásamt landstöplum, upptökubraut og lýsingu við bryggjur. Flotbryggjur verða boðnar út í sér áfanga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Afgreiðsla 72. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 73. fundur - 03.04.2012

Lögð fram göng vegna smábátahafnarinnar og þau yfirfarin. Gerð grein fyrir niðurstöðum úr botnathugunum og farið yfir frumgögn vegna verksins.Samþykkt að bjóða út fyrsta verkáfanga í lokuðu útboði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 73. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 79. fundur - 19.11.2012

Gerð grein fyrir útboði í smábátahöfn - landmótun, dýpkun og raflagnir. Verkið boðið út í lokuðu útboði. Tilboð verða opnuð n.k. þriðjudag 27. nóvember.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 80. fundur - 28.11.2012

Þriðjudaginn 27. nóvember 2012 kl 1400 voru opnuð, í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, tilboð í verkið Sauðárkrókur, smábátahöfn við Suðurgarð samkvæmt útboðsgögnum gerðum af Siglingastofnun og Teru sf verkfræðistofu dagsett október 2012.
Eftirfarandi tilboð bárust, frá Firði ehf, kr. 32.807.954.- Steypustöð Skagafjarðar ehf. kr. 39.951.125.- og sameiginlegt boð frá Norðurtaki ehf og Króksverki ehf kr. 37.961.215. Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar í verkið er kr. 50.298.000.-
Tilboðin hafa verið yfirfarin með tilliti reikningsskekkja og reyndust öll rétt reiknuð. Samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans. Jón Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 612. fundur - 06.12.2012

Lögð fram til kynningar bókun 80. fundar umhverfis- og samgöngunefndar vegna opnunar tilboða í verkið "Sauðárkrókur - smábátahöfn við Suðurgarð"

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Afgreiðsla 612. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Fundargerð 79. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 296. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Afgreiðsla 80. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.