Fara í efni

Skarðsmóar - Urðunarstaður lokunaráætlun.

Málsnúmer 1209039

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 76. fundur - 07.09.2012

Lögð var fram drög að lokunaráætlun urðunarstaðarins á Skarðsmóum unnin af Gunnari Svavarssyni verkfræðing hjá Eflu verkfræðistofu. Drögin yfirfarin og samþykkt. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram og fullgera skýrsluna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 76. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 78. fundur - 22.10.2012

Lokunaráætlun fyrir urðunarstaðinn á Skarðsmóum dagsett í September 2012 hefur verið send inn til Umhverfisstofnunar sem hefur staðfest móttöku áætlunarinnar og fallið frá álagningu áformaðra dagsekta vegna urðunarinnar á Skarðsmóum. Allri urðun er nú hætt á urðunarstaðnum á Skarðsmóum og farið verður að vinna eftir lokunaráætluninni. Vinna þarf kostnaðaráætlun vegna lokunaráætlunarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 294. fundur - 24.10.2012

Afgreiðsla 78. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 87. fundur - 08.08.2013

Lögð var fram til kynningar drög að eftirlitsskýrslu Umhverfisstofnunnar vegna gamla urðunarstaðarins á Skarðsmóum.
Sviðsstjóri mun svara erindinu fyrir lok ágústmánaðar.
Lagt var til að fá Jón Örn Berndsen og Ómar Kjartansson á næsta fund til að fara yfir lokunaráætlun Skarðsmóa.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 304. fundur - 22.08.2013

Afgreiðsla 87. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 304. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 92. fundur - 19.12.2013

Niðurstöður rannsóknar á yfirborðsvatni á Skarðsmóum lagðar fram til kynningar. Í niðurstöðunum kemur fram að gildi AOX í vatni hefur lækkað frá fyrri rannsóknum.
Umhverfisstofnun hefur farið fram á það að sveitarfélagið skili inn starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn og er stefnt að því að skila því inn í byrjun næsta árs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014

Afgreiðsla 92. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 102. fundur - 29.09.2014

Umhverfisstofnun hefur gefið út endanleg fyrirmæli um frágang og vöktun vegna gömlu sorphaugana á Skarðsmóum. Samkvæmt fyrirmælunum skal Sveitarfélagið sjá um vöktun á svæðinu. Vöktunin felst aðallega í sýnatökum á yfirborðsvatni og grunnvatni við urðunarstaðinn. Í fyrirmælunum kemur fram að frágangi svæðisins eigi að vera lokið fyrir árslok 2015. Starfsleyfi urðunarstaðarins er enn í gildi en stefnt er að því að skila því inn til Umhverfisstofnunnar innan skamms.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 102. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.