Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Guðrún Helgadóttir tók þátt í fundinum í gegnum síma.
1.Endurskoðun gjaldskrár sorphirðu 2014
Málsnúmer 1311351Vakta málsnúmer
Afgreiðsla Byggðaráðs varðandi sorpmál í Skagafirði lögð fram til kynningar.
Formanni og sviðstjóra falið að vinna áfram að tillögum að breytingum og leggja fyrir næsta fund.
Formanni og sviðstjóra falið að vinna áfram að tillögum að breytingum og leggja fyrir næsta fund.
2.Skarðsmóar - Urðunarstaður lokunaráætlun.
Málsnúmer 1209039Vakta málsnúmer
Niðurstöður rannsóknar á yfirborðsvatni á Skarðsmóum lagðar fram til kynningar. Í niðurstöðunum kemur fram að gildi AOX í vatni hefur lækkað frá fyrri rannsóknum.
Umhverfisstofnun hefur farið fram á það að sveitarfélagið skili inn starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn og er stefnt að því að skila því inn í byrjun næsta árs.
Umhverfisstofnun hefur farið fram á það að sveitarfélagið skili inn starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn og er stefnt að því að skila því inn í byrjun næsta árs.
3.Umsagnarbeiðni, frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 1312124Vakta málsnúmer
Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs lagt fram til kynningar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið og hefur þegar hafið undirbúning við áætlanagerð.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið og hefur þegar hafið undirbúning við áætlanagerð.
Fundi slitið - kl. 15:50.