Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Vegamál - ástand vega í Skagafirði
Málsnúmer 1401233Vakta málsnúmer
Farið var yfir ástand héraðs- og tengivega í Skagafirði með fulltrúum Vegagerðarinnar. Ákveðið var að nefndin geri tillögu að forgangsröðun á uppbyggingu og viðhaldi vega í sveitarfélaginu á næstu árum.
Fulltrúar Vegagerðarinnar koma á fund nefndarinnar.
2.Endurskoðun gjaldskrár fráveitu 2014
Málsnúmer 1311350Vakta málsnúmer
Lögð var fyrir fundinn endurskoðuð gjaldskrá vegna tæmingu rotþróa og var hún samþykkt að hálfu nefndarinnar.
3.Styrktarsjóður EBÍ 2014
Málsnúmer 1402113Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir fundinn erindi frá EBÍ (Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands) þar sem sveitarfélaginu er boðið að sækja um styrk úr styrktarsjóði EBÍ árið 2014. Sjóðurinn styrkir sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum. Nefndin leggur til að sótt verði um styrk til merkinga á útivistarsvæðum í sveitarfélaginu.
4.Framkvæmdir 2014
Málsnúmer 1402314Vakta málsnúmer
Sviðstjóri fór yfir framkvæmdalista fyrir árið 2014 vegna framkvæmda sem eru á fjárhagsáætlun.
Guðrún Helgadóttir gerir athugasemd við það að á fjárhagsáætlun ársins 2014 er ekki gert ráð fyrir neinum framkvæmdum á Hólum.
Guðrún Helgadóttir gerir athugasemd við það að á fjárhagsáætlun ársins 2014 er ekki gert ráð fyrir neinum framkvæmdum á Hólum.
Fundi slitið - kl. 18:05.
Ásta Pálmadóttir sat 1. lið fundar.