Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

99. fundur 26. maí 2014 kl. 16:00 - 16:40 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir aðalm.
  • Guðrún Helgadóttir aðalm.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ingibjörg Sigurðardóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Flokkun á sorpi í dreifbýli?

Málsnúmer 1405040Vakta málsnúmer

Farið var yfir kostnaðaráætlun vegna tilraunaverkefnis við flokkun sorps í dreifbýli.
Nefndin leggur til að farið verði í tilraunaverkefni við flokkun sorps í Hegranesi í 3 mánuði og staðan metin að því loknu.
Málinu vísað tll byggðaráðs.

2.Þjóðvegir í þéttbýli 2014-2016

Málsnúmer 1405183Vakta málsnúmer

Hugmyndir að verklagi fyrir umhirðu og viðhald þjóðvega í þéttbýli lagðar fram til kynningar.
Nefndin gerir athugasemd við það að Norðurbraut og Hafnarbraut að hafnarsvæði eru undanskildar þjónustu vegagerðarinnar samkvæmt framlögðum tillögum um Hofsós. Nefndin bendir á í ljósi staðhátta að hagkvæmara gæti verið að þjónusta Vegagerðarinnar taki einnig til Suðurbrautar frá Pardus til suðurs að þjóðvegi.

3.Sauðárkrókshöfn - dýpkun

Málsnúmer 1404155Vakta málsnúmer

Í nýrri samgönguáætlun 2013 - 2016 var dýpkun á Sauðárkrókshöfn sem áður var á áætlun árið 2014 frestað til ársins 2016. Ekki var gert ráð fyrir dýpkuninni á fjárhagsáætlun ársins 2014. Sveitarfélagið fór þess á leit við fagráð um hafnamál að framkvæmdinni yrði flýtt til ársins 2014 og hefur það verið samþykkt af ráðinu.
Verkefnið er mjög brýnt þar sem talið er að dýpkunin muni minnka til muna óróa innan hafnarinnar af völdum djúpsjávaröldu.
Áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins vegna dýpkunnar eru 16 milljónir króna.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að fara í framkvæmdirnar og vísar málinu til byggðaráðs til samþykktar.

4.Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1309215Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.

Fundi slitið - kl. 16:40.