Sauðárkrókshöfn - dýpkun
Málsnúmer 1404155
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 663. fundur - 05.06.2014
Í nýrri samgönguáætlun 2013 - 2016 var dýpkun á Sauðárkrókshöfn sem áður var á áætlun árið 2014 frestað til ársins 2016. Ekki var gert ráð fyrir dýpkuninni á fjárhagsáætlun ársins 2014. Sveitarfélagið fór þess á leit við fagráð um hafnamál að framkvæmdinni yrði flýtt til ársins 2014 og hefur það verið samþykkt af ráðinu. Verkefnið er mjög brýnt þar sem talið er að dýpkunin muni minnka til muna óróa innan hafnarinnar af völdum djúpsjávaröldu. Áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins vegna dýpkunnar eru 16 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að ráðist verði í dýpkunarframkvæmdir í Sauðárkrókshöfn á árinu 2014.
Byggðarráð samþykkir að ráðist verði í dýpkunarframkvæmdir í Sauðárkrókshöfn á árinu 2014.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014
Afgreiðsla 663. fundar byggðaráðs staðfest á 316. fundi sveitarstjórnar 11. júní 2014 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014
Afgreiðsla 99. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 11. júní 2014 með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 101. fundur - 11.08.2014
Lögð fram til kynningar tilboð vegna dýpkunar á Sauðárkrókshöfn og gerð fyrirstöðugarðs vegna dælingar á efni í land.
Samið var við lægsbjóðanda, Norðurtak ehf, vegna fyrirstöðugarðs og er framkvæmdum lokið.
Eitt tilboð barst í dýpkun, frá Björgun ehf, og var tilboðið nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Siglingasvið Vegagerðarinnar mun funda með verktaka og fara yfir tilboðið. Stefnt er að því að dýpkun verði lokið fyrir 30. september nk.
Samið var við lægsbjóðanda, Norðurtak ehf, vegna fyrirstöðugarðs og er framkvæmdum lokið.
Eitt tilboð barst í dýpkun, frá Björgun ehf, og var tilboðið nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Siglingasvið Vegagerðarinnar mun funda með verktaka og fara yfir tilboðið. Stefnt er að því að dýpkun verði lokið fyrir 30. september nk.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 318. fundur - 03.09.2014
Afgreiðsla 101. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 318. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 102. fundur - 29.09.2014
Samkvæmt Siglingasviði Vegagerðarinnar er stefnt á dýpkun í Sauðárkrókshöfn í október. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um tímasetningu dýpkunar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014
Afgreiðsla 102. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.
Verkefnið er mjög brýnt þar sem talið er að dýpkunin muni minnka til muna óróa innan hafnarinnar af völdum djúpsjávaröldu.
Áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins vegna dýpkunnar eru 16 milljónir króna.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að fara í framkvæmdirnar og vísar málinu til byggðaráðs til samþykktar.