Fara í efni

Skjólgarður fyrir smábátahöfn

Málsnúmer 1505065

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 110. fundur - 11.05.2015

Lagt var fyrir nefndina bréf frá Gunnari Steingrímssyni, yfirhafnaverði, varðandi byggingu skjólgarðs fyrir framan smábátahöfnina á Sauðárkróki.
Gunnar óskar eftir að kannað verði hvort hægt sé að flýta framkvæmd við skjólgarð fyrir flotbryggjur þannig að það verk geti orðið á þessu ári, en verkið er á áætlun 2016.
Ástæða beiðninnar er m.a. sú að mögulega þarf að fjölga fingrum á 80 mtr. bryggjunni sem og að mikið álag er á bryggjunni vegna áhrifa sjávarfalla.
Nefndin samþykkir beiðnina fyrir sína hönd og felur sviðstjóra að sækja um flýtingu á verkinu til Vegagerðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Afgreiðsla 110. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24.júní 2015 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 113. fundur - 21.09.2015

Þann 12. ágúst sl. sendu Skagafjarðarhafnir erindi til Fagráðs um hafnamál varðandi flýtingu framkvæmda við varnargarð við smábátahöfn á Sauðárkróki. Í erindinu var farið þess á leit við fagráðið að framkvæmdum við varnargarðinn yrði flýtt til ársins 2015.
Erindið var tekið fyrir á fundi ráðsins þann 16. september sl. og var beiðnin samþykkt gegn því að sveitarfélagið fjármagni verkið þar til að fjárveitingu kæmi.
Nefndin leggur til að verkinu verði flýtt sem kostur er að því gefnu að fjárveiting frá ríki sé tryggð á næsta ári.
Lagt er til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2015 vegna 25% hluta sveitarfélagsins af framkvæmdakostnaði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 332. fundur - 14.10.2015

Afgreiðsla 113. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 723. fundur - 10.12.2015

Lögð fram til kynningar teikning að skjólgarði við smábátahöfnina á Sauðárkróki, sem liggja á að mestu eins og flotbryggjan fyrir stærri báta. Garðurinn verður gerður á árinu 2016.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 335. fundur - 20.01.2016

Afgreiðsla 723. fundar byggðaráðs staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 117. fundur - 29.01.2016

Tilboð í skjólgarð við smábátahöfn á Sauðárkróki voru opnuð 12. janúar 2016. kl 14:15 á sameiginlegum símafundi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki og Siglingasviði Vegagerðarinnar í Reykjavík.
Alls bárust þrjú tilboð í verkið og voru þau svohljóðandi;

Steypustöð Skagafjarðar ehf.
43.967.600.-
Vélaþjónustan Messuholti ehf. 24.980.680.-
Norðurtak ehf. 27.806.000.-
Kostnaðaráætlun 32.708.300.-

Samið hefur verið við lægstbjóðenda, Vélaþjónustuna Messuholti ehf. vegna verksins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Afgreiðsla 117. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 337. fundi sveitarstjórnar 17. febrúar 2016 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 118. fundur - 31.03.2016

Vinna við gerð skjólgarðs við smábátahöfnina á Sauðárkróki hófst 29. janúar sl.
Búið er að keyra fyllingarefni í ca. 100m af 150m og er grjótröðun hafin í hluta garðsins.
Verklok verksins eru 15. maí nk.
Við framkvæmdina myndast um 1.800m2 svæði sem fylla þarf upp í.
Fylling svæðiðsins var ekki innifalinn í útboði en áætlaður kostnaður við fyllingu er um 6,5 milljónir.
Nefndin leggur til að beðið verði með fyllingu á svæðinu þar til síðar þar sem mögulega má nýta dýpkunarefni til uppflyllingar á svæðinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016

Afgreiðsla 118. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. apríl 2016 með níu atkvæðum.