Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
1.Sauðárkrókshöfn - lenging sandfangara
Málsnúmer 1109126Vakta málsnúmer
2.Sauðárkrókur Hafnarsvæði - Sandfangari.
Málsnúmer 1109297Vakta málsnúmer
Í samræmi við samþykktir Umhverfis- og samgöngunefndar frá 17. febrúar s.l og Byggðarráðs frá 24 febrúar sl. hefur Siglingastofnun í samvinnu við Skagafjarðarhafnir unnið að undirbúning framkvæmda við 30 m lengingu sandfangara í Sauðárkrókshöfn. Verkið hefur verið boðið út og tilboð verða opnuð 6. október 2011 kl 11.
3.Sauðárkrókshöfn - ný smábátahöfn
Málsnúmer 1109306Vakta málsnúmer
Lögð fram greinargerð og grunnmynd ásamt frumkostnaðaráætlun að nýrri smábátahöfn á Sauðárkróki. Greinargerðin er unnin hjá Siglingastofnun í ágúst 2011 að beiðni Skagafjarðarhafna. Samþykkt að fullvinna útboðsgögn og lagt til að verkið verði boðið út í einum verkáfanga. Þessari afgreiðslu vísað til byggðarráðs.
4.Hraun á Skaga (145889) - Sjóvarnir
Málsnúmer 1109296Vakta málsnúmer
Í samræmi við samþykktir Umhverfis- og samgöngunefndar frá 17. febrúar s.l og Byggðarráðs frá 24 febrúar sl. hefur Siglingastofnun í samvinnu við Skagafjarðarhafnir unnið að undirbúning framkvæmda við unnið að undirbúning framkvæmda við 150 m sjóvarnargarð við bæinn Hraun á Skaga. Sjóvörnin er austan við 200 m garð sem gerður var árið 2006 og í framhaldi af honum. Verkið hefur verið boðið út og tilboð verða opnuð 6. október 2011 kl 11.
5.Sauðárkrókshöfn - öryggismyndavélar
Málsnúmer 1107091Vakta málsnúmer
Erindi varðandi kaup á öryggismyndavélaum var áður tekið fyrir á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar þann18. júlí sl. og þá frestað. Nú er erindið aftur til umfjöllunar og gerir Gunnar Steingrímsson grein fyrir erindinu. Samþykkt að taka tilboði Tengils, tilboði 2. Gunnari Steingrímssyni falið að klára málið.
6.Sótt um að breyta gjaldskrá
Málsnúmer 1109298Vakta málsnúmer
Óskað er eftir eftirfarandi breytingu á 12 grein gjaldskrár Skagafjarðarhafna. Greinin orðast svo í dag: Öll skip sem koma til hafnar greiði kr. 5.210.- í hvert skipti , losi skip sig við sorp. Skemmtibátar greiði kr. 1000,00- á ári
Óskað er eftir að greinin orðist svona eftir breytingu :Öll skip sem koma til hafnar greiði kr. 5.210.- í hvert skipti , losi skip sig við sorp. Einnig greiði öll skip sem koma til hafnar urðunargjald, kr 15,00 fyrir hvert kíló af sorpi sem skip losar sig við. Skemmtibátar greiði kr. 1000,00- á ári
7.Umhverfismat á tillögu að samgönguáætlun 2011-2022
Málsnúmer 1109295Vakta málsnúmer
Lögð fram auglýsing um umhverfismat tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2011-2022. Frestur til að skila athugasemdum við samgönguáætlunina er til og með 4. nóvember 2011.
8.Málþing um sjálfbærni
Málsnúmer 1109166Vakta málsnúmer
Samband íslenskra sveitarfélaga, í samvinnu við umhverfisráðuneytið stendur fyri málþingi um sjálfbærni í sveitarfélögum fimmtudaginn 13 október kl 13-17 á Hótel Selfossi. Umhverfis- og samgöngunefnd vill vekja athygli fundarboðenda á óheppilegri tímasetningu málþingsins þar sem það er á sama tíma og fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundi slitið - kl. 16:06.
Lagt fram minnisblað dagsett 8 september 2011 frá Siglingastofnun og varðar sandflutninga og þörf fyrir lengingu sandfangara Sauðárkrókshöfn. Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Siglingastofnunar um málefni hafnarinnar.