Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Sigfús Ólafur Guðmundsson sat 3.lið fundar.
1.Umhverfisverkefni 2020 - yfirferð og staða verkefna
Málsnúmer 2004219Vakta málsnúmer
Farið var yfir lista með umhverfistengdum verkefnum fyrir 2020 og stöðu þeirra. Unnið verður áfram með listann.
2.Átaksverkefni á iðnaðarsvæðinu á Sauðárkróki - áherslur og skipulag
Málsnúmer 2004228Vakta málsnúmer
Lagðar voru fyrir hugmyndir um fegrun á iðnaðarsvæðum á Sauðárkróki. Samþykkt var að efla til umhverfisátaks á svæðinu. Sigurjón heilbrigðisfulltrúi sat þennan lið fundar.
3.Umhverfisdagurinn 2020. Skipulagning dagsins og fyrirkomulag
Málsnúmer 2004227Vakta málsnúmer
Rætt var um framkvæmd umhverfisdaga 2020. Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri, atv. og menningarmála sat fundinn undir þessum lið. Ákveðið er að hafa umhverfisdagana 15.-16. maí 2020.
Fundi slitið - kl. 11:15.