Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

188. fundur 10. febrúar 2022 kl. 13:00 - 14:45 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Umsókn um styrk vegna fráveitu 2021

Málsnúmer 2201138Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið hefur sótt um styrk vegna hönnunar á fyrirhuguðum framkvæmdum við fráveitukerfi Sauðárkróks. Sótt er um til Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins. Styrkveitingar geta numið allt frá 15 - 30 % af heilarkostnaði styrkhæfra fráveituframkvæmda. Fyrirhugað er að veita allt að 600 milljónum króna í styrki í þennan málflokk á næstu árum.

Gert er ráð fyrir að forhönnun, endanlegri áfangaskiptingu og kostnaðaráætlun við verkefnið ljúki á þessu ári.

2.Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál

Málsnúmer 1808083Vakta málsnúmer

Málið er tekið inn með afbrigðum með samþykki allra nefndarmanna.

Fyrir liggur erindi frá skipulags- og byggingarnefnd varðandi deiliskipulag hafnarsvæðisins, útg.1.2, með breytingum eftir úrvinnslu athugasemda.
Ásamt skipulagsuppdráttum eru tvær skrár fyrir greinargerð. Önnur er með forskeytinu ?merkt? og í henni eru breytingar gulmerktar. Breytingarskrá er á bls.iv og breytingar eru á eftirtöldum blaðsíðum:

Bls.10
Bls.11
Bls.12
Bls.15
Bls.16
Bls.27 (einnig tilheyrandi breytingar í töflu á bls.28, ekki merktar)
Bls.29 (einnig tilheyrandi breytingar í töflu á bls.30, ekki merktar)
Bls.35


Breytingar á uppdráttum eru:

Veghelgunarsvæði sett inn og skipulagssvæði fært austur fyrir fyrirhugað hringtorg
Gerð skýrari grein fyrir núverandi og víkjandi mannvirkjum
Byggingarreitir á Hesteyri 1 og Eyrarvegi 18 stækkaðir (skilmálar uppfærðir á DS02)
Hesteyri 3 felld undir Hesteyri 2
Nyrðri gangbraut á Strandvegi fjarlægð (utan skipulagssvæðis).

Nefndin samþykkir tillögur skipulags- og byggingarnefndar við athugasemdir og felur skipulagsfullrúa að halda málinu áfram.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri og Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi sátu þennan lið.

3.Útvíkkun námu á Gránumóum

Málsnúmer 2202118Vakta málsnúmer

Málið er tekið inn með afbrigðum með samþykki allra nefndarmanna.

Fyrirhugaðar eru miklar framkvæmdir á Sauðákróki á næstu misserum. Hraðar hefur gengið á námuna á Gráumóum en ráð var fyrir gert. Nauðsynlegt er að víkka út vinnslusvæði námunnar til að mæta þörfum um fyllingarefni.

Nefndin óskar eftir samráði við skipulags- og byggingarnefnd og byggðarráð um útvíkkun núverandi námusvæðis til austurs.

Fundi slitið - kl. 14:45.